Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1956, Síða 6

Faxi - 01.12.1956, Síða 6
118 F A X I Nýjung í atvinnulífinu ViStal við Huxley Ólafsson forstjóra. Eins og getið var um í síðasta blaði Faxa er að rísa af grunni inn við Fiskiðju stór- hýsi mikið, en það er flökunarstöð hrað- frystihúsanna í Keflavík. Bygging þessarar stöðvar mun hafa mjög mikil áhrif á allt atvinnulíf Kefla- víkur í framtíðinni. Því þykir Faxa hlýða að lofa lesendum sínum að fylgjast með framkvæmdunum. Blaðið sneri sér því til Huxleys Olafssonar, framkvæmdastjóra, og barði dyra hjá honum og spurði frétta: — Hver voru tildrög að þessari fram- kvæmd ? „A ferðalagi í Þýzkalandi í fyrra kynnti ég mér nokkuð flökunarvélar, en þær hafa tekið geysimiklum framförum nú á allra síðustu árum. Hér hafa verið í notkun frá sama fyrirtæki roðflettningarvélar og ýms- ar aðrar fiskiðnaðarvélar, en eru nú fyrst orðnar þetta fullkomnar. Til álita kom því eftir að útséð varð um gagnsemi þeirra, hvort hvert frystihús út af fyrir sig ætti að kaupa þær eða öll húsin að slá sér saman um vélasamstæður. Varð ofaná að heppi- legra mundi vera að hafa um þetta sam- vinnu“. — Hvað eru vélarnar margar ? Hvað af- kasta þær miklu og hvað er að segja um nýtingu og vinnusparnað? „Vélasamstæður í flökunarstöðinni verða þrjár, tvær af stærstu gerð, svokall- aðar Bader 99, og ein fyrir minni fisk, Bader 338. Stærri gerðin flakar fisk frá 50 cm að stærð til 1,20 cm og haussker, flakar og roðflettir 24 fiska á mínútu. Minni gerðin flakar fisk frá 40 cm að stærð upp ! 70 cm og klárar 40 fiska á mínútu. Afköst miðað við 8 tíma vinnu verða því sem næst 40 tonn í stærri vél- unum af slægðum fiski með haus og í minni vélinni svipað magn, því að þær flaka fleiri fiska á mínútu. Hcildar afköst yrðu því 120 tonn miðað við 8 tíma eða 240 tonn miðað við tvær vaktir. Við hverja af stærri vélunum vinna fimm menn, en við þær minni þrír menn. Sparnaður í mannahaldi verður því að lík- indum 12 til 15 menn á hverja vél. Nýting fiskjarins er áætluð þó nokkuð betri en með handflökun, því að vélarnar Huxley Ólafsson. ganga nær fisknum og flaka betur. Full reynsla er þó ekki komin á þetta atriði, svo ekki er hægt að segja um það með vissu“. — Hvernig er hugsað fyrirkomulag um vinnslu aflans? „Reiknað er með að frystihúsin komi með aflann óslægðan í flökunarstöðina, og þar verði hann slægður um leið og hann fer í flökunarvélarnar, en þær hausa, flaka og roðfletta. Um leið verða aðskilin slóg, lifur og hrogn. Hvert hús fengi þá sinn hluta af þv! í hlutfalli við innlegg eins og af flökunum. Flökin verða síðan keyrð í bílum í hvert hús, og pökkuð og fryst þar. Fiskinum óslægðum yrði því ekki haldið neitt út af fyrir sig, hvorki fyrir hvert hús eða hvern bát. Netafiskur yrði samt allt af tekinn sér, og yrði í sérflokki“. — Hvað er flökurnarhúsið stórt og hvað um fasta starfsmenn? „Flökunarhúsið er 1550 ferm. að stærð og á einni hæð. Um byggingu þess hefur séð Skúli H. Skúlason byggingameistari. Veð- urfar hefur verið slæmt á þessu hausti eins og menn þekkja og hefur það tafið fyrir framkvæmdum. Við væntum samt fast- lega að hægt verði að hefja starfrækslu strax upp úr áramótum. Það var gert að skilyrði fyrir sölu vél- anna frá verksmiðjanna hálfu, að sendir yrðu menn til Þýzkalands til að læra mcð- ferð þeirra. Fór héðan frá Fiskiðjunni Guðjón Jónsson til þessa náms, og verður hann starfsmaður. Amundi Huxleysson hefur einnig lært á vélarnar héðan, og var hann starfsmaður verksmiðjanna úti sem túlkur á þessum námskeiðum, er verk- smiðjurnar héldu fyrir Islendingana. Verk- stjóri í flökunarstöðinni hefur verið ráðinn í vetur Olafur Björnsson. Færibönd og annað er til þarf hefur verið smíðað mest á staðnum af Vélsmiðju Innri-Njarðvík- U ur . — Hverjir eru eigendur. „Eigendur flökunarstöðvarinnar eru 6 hraðfrystihús: Jökull h.f., Keflavík h.f., Hraðfrystihús Keflavíkur h.f., Hraðfrysti- hús Ytri Njarðvíkur, Njarðvík, Miðnes h.f., Sandgerði og Hraðfrystistöð Kefla- víkur, og eru það sömu aðilar og eiga Fiskiðjuna s.f.“ — Þið virðist ekki alveg auralausir. Ef til vill hefur þú fundið gullnámu, sem þú gætir bent okkur lesendum Faxa á. Flestir held ég gætu þegið nokkurn hlut af þeim „gulu“ svona fyrir jólin? „Ekki er það nú svo gott, að ég hafi fundið neina námu, hún var löngu fundin á undan mér, sem sé sú náma, sem við allir bvggjum allt okkar á og öll okkar hús eru byggð af, þar á ég við fiskimiðin í flóan- um og dugnað og atorku þeirra manna, sem hjálpast að við að nýta þau mið. Annars lánaði Framkvæmdabankinn 1 millj. til að byggja húsið og sá banki lánar einnig til kaupa flökunarvélanna, sem munu kosta mill 2 og 3 millj. Það lán er til 5 ára. Ýmsir aðrir hafa svo orðið að hlaupa undir bagga“. — Þú hefur eflaust fylgst með því, að búið er að segja upp sjómannasamningum, og þá aðallega vegna þessara breytinga, sem verða vegna flökunarstöðvarinnar. Hvað segir þú um þau mál? „Oll vélánotkun hefur haft í för með sér framfarir og meiri afköst. Við höfum verið á undanförnum árum að taka vél- arnar meira og meira í okkar þjónustu og í fiskiðnaðinum er ekki seinna vænna að gera eins. Meiri hagnýting vélaaflsins hlýt- ur að létta stritið og gera starfið léttara og arðbærara fyrir alla aðila. Það er það sem við stefnum allir að. Meiri afköst er undir- staða vaxandi velmegunar. Ef sjómenn þurfa ekki að slægja fisk- inn, er ekkert því til fyrirstöðu að mínu áliti, að aðeins 6 menn séu í landi. Við vild- um allra sízt verða til að vekja úlfúð milli sjómanna og útvegsmanna. Heldur það gagnstæða, og ég vona einlæglega, að þessi

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.