Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 3

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 3
F A X I 3 Bifreiðastjórafélagið Fylkir ræðir umferðamálin í októberblaði Faxa var lítillega minnzt á umferðarmál, sem rædd voru á fundi Bif- reiðastjórafélagsins Fylkis 11. okt. s. 1., og var meðal annars getið eftirgreindra atriða: 1. Askorun til lögreglu Keflavíkur um að menn hjóli ekki á ljóslausum reiðhjólum um götur bæjarins á lögskipuðum ljósatíma öku- tækja. 2. Að lögregla Keflavíkur reyni af fremsta megni að koma í veg fyrir að börn hangi aftan í bifreiðum. Einnig að foreldrar og kennarar brýni fyrir börnum og geri þeim Ijóst, hve mikil hætta þetta er. 3. Að skora á viðkomandi yfirvöld, að koma upp fullkominni götulýsingu á veginum milli Keflavíkur og Landshafnarhússins. Að sjálfsögðu voru miklu fleiri atriði um- ferðarmálanna rædd á fundinum, þótt þeirra verði ekki getið hér. En þau atriði sem talin eru hér að framan eru árstíðabundin, og því taldi ég rétt og nauðsynlegt að þau kæmi fram nú, því að vetrarlagi eru þessi tilfelli í um- ferðinni mjög alvarleg, enda hafa víða hlotizt hin alvarlegustu slys af þeim, einnig hér í Keflavík, og vegna þess að skammdegið fór í hönd, taldi ég nauðsynlegt að láta þessi at- riði koma fyrir almenningssjónir, ef ske kynni, að einhverjir veittu þeim athygli, og að með því væri hægt að forða einum eða fleirum frá limlestingu eða jafnvel dauða. En mér virðist þetta hafa valdið einhverjum mis- skilningi, eftir því sem fram kom í nóvember- blaði Faxa, þar sem verulega er komið inn á áðurgreinda frétt af fundi Fylkis. En satt að segja á ég og reyndar fleiri, mjög erfitt með að skilja þá meiningu, sem fram kemur í þeirri grein. Til þess að skýra þetta frekar, vil ég leyfa mér að gera nokkrar athuga- semdir. Orðrétt segir í Faxa: „Götu- eða umferðarlögregla Reykjavíkur og annara bæja mun og gera sitt til að forða slysum, svo sem með því að handsama ölvaða menn við akstur, eða ökuníðinga og þá aðra, sem ekki fylgja settum umferðarreglum." . . . „— Nema í Keflavík. Þó ríkir hér oft neyð- arástand í umferðinni, einkum á Hafnargötu, eftir að hún var malbikuð í hitteðfyrra." Hér er fengin full viðurkenning á því, að algert öngþveiti ríkir í umferðarmálum Keflavíkurbæjar, og var það einmitt það, sem um var rætt á fundi og fundum Fylkis. En svo kemur þetta, sem erfitt er að skilja hjá grein- arhöfundi, er hann segir: „Því er það, að áskorun Bifreiðastjórafélagsins Fylkis frá 11. október, til lögreglu Keflavíkur, er út í hött, þar til við fáum götulögreglu . . .“. Eg fæ ekki skilið á hvern hátt áskorun félagsins geti verið út í hött, að áliti greinar- höfundar. Þegar hann viðurkennir hið óvið- unandi ástand í umferðarmálum bæjarins. Ef hann meinar það, að við þurfum einhverja sérstaka tegund lögreglumanna til þess að hægt verði að gera einhverjar úrbætur í um- ferðinni, þá er ég ekki á sama máli og hann. Sú lögregla (lögregluþjónar) sem við höfum hljóta að vera götulögregla hér eins og ann- arsstaðar. Því það vita allir að starfssvið lög- regluþjóna er fyrst og fremst byggð á gæzlu út á við, á götunni og því að gæta velferðar á einn og annan hátt og vernda saklausa borgara á förnum vegi, þó að starf þeirra fari vitanlega að einhverju leyti fram innan-húss, og þá aðallega vegna skýrslugerðar vegna þeirra atburða sem gerast úti. Hins vegar er mér ljóst, að til eru lög- regluþjónar, sem nefndir eru „vegalögregla", og eru þeir ekki bundnir við neinn ákveðinn kaupstað, heldur eru það menn, sem aka um almenna þjóðvegi og gæta umferðarinnar, burt séð frá því í hvaða bæ eða sveit þeir eru staddir, og munu nokkuð oft vera á ferð hér í Keflavík og námunda. Ennfremur segir greinarhöfundur: „En þar með lýkur áskorun Bifreiðastjóra- félagsins til lögreglu Keflavíkur. Má undar- legt heita, miðað við fólksfjölda Fylkis, að engann bílstjórann skyldi ráma í fleiri slysa- hættur, en að framan greinir, að benda lög- reglunni á til úrbóta. Og sannar það enn, að hinum skýrasta geti skotizt." Eins og ég hefi áður tekið fram voru mörg fleiri atriði umferðarmálanna rædd á félags- fundinum og munum við að sjálfsögðu birta þau, ef blaðið vildi sýna okkur þann velvilja að birta þessi atriði, því leigubifreiðastjórar eru þeir menn, sem vita frekast hvar skórinn kreppir helst í þessum mikilvægu málum, sem umferðamálin eru, enda eru þeir manna mest á ferðinni á öllum tímum sólarhringsins og undir öllum mögulegum kringumstæðum, bæði í góðum og slæmum umferðarskilyrð- um. En mér finnst, eins og ég hefi rður sagt, erfitt að komast til botns í því hvað greinar- höfundur er að fara, því hann telur, að það litla, sem fram komi frá félaginu sé tilgangs- laust og út í hött, hvað hefði það þá verið að hans áliti, ef það hefði verið meira. Hin önnur atriði, sem greinarhöfundur minnist á, er mér og öllum bifreiðastjórum kunnugt, svo sem hvað hraðann akstur snert- ir og vöntun bifreiðastæða og eitt og annað, sem fjarlægja þarf, til þess að fá betri um- ferðarskilyrði. En hvað snertir hinn hraða akstur og að skilja ökutæki eftir, þar sem stæði eru ekki fyrir hendi fyrir þau, þá lýt ég svo á, að það sé verkefni þeirrar lögreglu, sem nú starfar í Keflavíkurbæ, að hafa hend- ur í hári þeirra sem hér eiga sök á. En finnst nú greinarhöfundi það ekki vera „út í hött“ að vera að minnast á þessi atriði, meðan þess „götulögregla“ hans er ekki kominn. Eg get fullvissað greinarhöfund um það, að bifreiðastjórar hafa fullan hug á að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma á raunhæfum úrbótum í umferðarmál- um Keflavíkur, enda eru þessi mál oft rædd á fundum Fylkis og allt gert til þess að auka þekkingu manna á umferðarmálum og fræða þá í þeim efnum, og örfa þá til þess að finna hin réttu spor, sem þarf til þess að skapa heil- brigða og örugga umferðarmenningu. Eg vil nota þetta tækifæri til þess að lýsa ánægju minni yfir því, að þessi fáu atriði, sem birt voru frá félaginu, hafa orðið til þess, þótt einhvers misskilnings hafi gætt, að auka umræður um umferðarmálin hjá okk- ur, og vænti þess að slíkt mætti verða til þess að leggja grundvöll að bættri umferðarmenn- ingu í bænum. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja alla bæjarbúa, unga sem gamla, gangandi og akandi, til þess að' gæta fyllstu varúðar í umferðinni og vinna á þann hátt að því og leggja sinn skerf til þess, að sem fæstir þurfi að limlestast eða láta lífið vegna vanþekk- ingar eða tillitsleysis í umferðinni. Keflavík, 14. des. 1956. F.h. Bifreiðastjórafélagsins Fylkis, Ingólfur Magnússon. Jólin. Mánudaginn 17. des. voru hin svokölluðu litlu jól í barnaskólanum i Keflavík. Börnin mættu kl. 9 að morgni uppá búin og í há- tíðaskapi, enda eru litlu jólin undirbúin af þeim sjálfum í samráði við kennara þeirra og er því þeirra hátíð í orðsins beztu merk- ingu. Aður en börnin hurfu inn í skreyttar og viðhafnarlegar stofur sínar, þar sem skemmtun dagsins fór fram, voru þau kölluð saman á ganginum, þar sem skólastjórinn ávarpaði þau og las þeim jólaguðspjallið. Þar tóku þau einnig þátt í söng, en Lúðrasveit Keflavíkur lék þar jólasálma. Þóttu litlu jólin, þessi seinasti dagur skóla- haldsins fyrir jól, nú sem fyrr bæði yndis- leg og heillandi. Fundur barnakennara, haldinn í barnaskóla Keflavíkur 15. des. 1956 skorar á löggæzluna að hafa strangt eftirlit með því, að börn venji ekki komur sínar á opinbera veitingastaði og skemmti- staði. Einnig skorar fundurinn á löggæzluna að gefa út hið fyrsta vegabréf með mynd til barnanna. Mikil starfsemi hefir verið við höfnina nú að undanförnu, saltskip hafa verið losuð þar í janúarmán- uði, síld verið lestuð, bæði frosin og söltuð, þá hefir i mánuðinum lagzt hér upp að stærsta olíuskip, sem hér hefir nokkru sinni losað, ca. 16 þúsund tonn.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.