Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 7

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 7
F A X I 7 Helgidaga- og næturvaklir í febrúar: 1. febr., Bjarni Sigurðsson. 2. —3. febr., Guðjón Klemensson. 4.—8. febr., Björn Sigurðsson. 9.—10. febr. Bjarni Sigurðsson. 11.—15. febr., Einar Astráðsson. 16.—17. febr., Björn Sigurðsson. 18.—22. febr., Guðjón Klemensson. 23.—24. febr., Einar Ástráðsson. 25.—28. febr., Bjarni Sigurðsson. Það eru vinsamleg tilmæli læknanna, að fólk ónáði næturlækni ekki eftir miðnætti nema í aðkallandi tilfellum. Þann 17. janúar gekk yfir landið suðvestan stórviðri, og begar hvassast var komst vindurinn upp í 12—13 vindstig vestanlands. Urðu viða um land miklir skaðar af völdum þessa fárviðris, einkum á hafnarmannvirkjum, húsum, raf- magnslínum o. fl. o. fi. Hér á Suðurnesjum varð vindhæðin aldrei svona mikil, enda urðu hér ekki tilfinnanlegir skaðar. Þrumur og eldingar. Föstudaginn 25. janúar má segja, að loftið hafi verið lævi blandið, því miklar þrumur og eldingar settu svip sinn á daginn og ollu víða nokkrum spjöllum. Hér í Keflavík laust eldingu niður í mastur skips, sem verið var að vinna að í dráttarbrautinni. Komst eld- ingin í raflögn, er lá niður mastrið og kubb- aði hana í smábúta. Þar með eyðilögðust öll vinnuljós og raflagnir á timburverkstæði dráttarbrautarinnar og ónýttust þar öll ör- yggi. Svo lánlega vildi til, að þetta skeði á matmálstíma, milli klukkan 12 og 1 og var því enginn við vinnu. Hefði þessi atburður gerst klukkustund fyrr eða síðar, telja kunn- ugir líklegt, að þarna kynnu að hafa orðið banaslys fleiri eða færri manna. Ymsar fleiri smávægilegar skemmdir urðu í Keflavík, t. d. mun hafa brunnið rofi í spennistöð í Vesturbænum og jarðstrengur eyðilagst, svo rafmagnslaust varð þar um tima. Einnig varð snöggvast rafmagnslaust í Garði, Sandgerði og á Vatnsleysuströnd vegna skemmda á háspennulínu o. fl. Mestur var hósagangurinn um hádegið, enda voru þá þrumurnar hvað mestar. Ungvcrjar. Undanfarna mánuði hefir verið óvenju mikil flugumferð á Keflavíkurflugvelli, t. d. komu þar yfir 300 farþegaflugvélar í desem- Fer, ,eða um 10 að meðaltali á dag, og eru þó ekki þar með taldar vélar á vegum varn- arliðsins. Það sem einkum olli þessari miklu Fugumferð, eru flutningarnir á hinu ung- verska flóttafólki vestur um haf, en flugvél- ernar fluttu það frá Vínarborg í einum áfanga hingað, og eftir að hafa tekið hér benzín flugu þær beint til Bandaríkjanna með flóttafólkið. Jóhann Sigurðsson. Nýlega urðu formannsskipti í íslendinga- félaginu í London, og var Jóhann Sigurðsson kosinn formaður félagsins í stað Björns Björnssonar, sem verið hefir formaður þess í mörg ár. Fóru þessi formannsskipti fram á aðalfundi félagsins núna í desember. Jó- hann Sigurðsson, sem er borinn og barn- fæddur Keflvíkingur, var hér á æskuskeiði framarlega í félagsmálum og þó einkum skát- anna, þótti hann þar snemma liðtækur vel. Aðalstörf sín hér sem fulltíða maður vann hann hjá KRON og kaupfélagi Suðurnesja, þar til hann fór utan, en nokkur síðustu árin hefir hann veitt forstöðu íslenzku ferðaskrif- stofunni í London og í því starfi, sem öðrum, hefir hann áunnið sér miklar og almennar vinsældir fyrir lipurð og hjálpsemi við ferða- menn, íslenzka og erlenda og ávalll verið góður fulltrúi þjóðar sinnar og bernsku- byggðar. Faxi óskar honum til hamingju með hið nýja formannsstarf og glæsilega frammistöðu. Sumarið 1956. Fagurt er sumar, sólin skær nú sveipar grund og haf, og öllum mönnum unað ljær þitt eilíft geislatraf. Því yndið ljómar allt um kring, það er hans mikla verk. Hér stjórnar öllum alheimshring guðs alvöld höndin sterk. Hafið. Eg hryggur stend á ströndu hér og stari á hafið reitt. Það hefir margan hringaver til heljar síðan leitt. Þó björg það færi búi og þjóð og bæti margra hag, það syngur ýmsum sorgarljóð um svæsinn stormadag. Sigurður Magnússon frá Valbraut. Stúlka verður úti á Kcflavíkurflugvclli. Kl. 10.30 mánudagsmorguninn 28. janúar s.l. fannst lík af stúlku við olíugeymi í Nicol-hverfinu á flugvellinum, sem er skammt fyrir ofan Ytri-Njarðvík. Lögreglan og héraðslæknirinn í Keflavík fóru á vett- vang og fluttu líkið í sjúkrahúsið í Keflavík. Líkið var af Nönnu Arinbjörnsdóttur, er heima átti í Reykjavík. Var hún 23 ára gömul. Talið er að stúlkan hafi króknað í ofviðrinu sem var þessa nótt, enda var hún illa klædd, en talsvert frost og veðurharka með mikilli fannkomu. Á fundi í Rótarýklúbb Keflavíkur 25. janúar s.l. var Karl G. Magnússon fyrrv. héraðslæknir einróma kjörinn Senior activ félagi og jafn- framt heiðursfélagi klúbbsins. Karl er einn af stofnendum klúbbsins og var forseti hans 1954—’55. 94000 ferðamenn komu til Keflavíkurflugvallar á s.l. ári. 2344 farþegaflugvléar fluttu þennan mann- fjölda. Á árinu 1956 höfðu samtals 2344 farþega- [flugvélar viðkomu á Keflavikurflugvelli. Eftirtalin flugfélög höfðu flestar viðkomur: Pan American World Airways Inc. 533 vélar. British Overseas Airways Corp. 430 vélar. Trans World Airways Inc. 303 vélar. Flying Tiger Line Inc. 182 vélar. K. L. M. Royal Dutch Airlines 157. Flutningar á árinu voru sem hér segir: Farþegar: Frá Keflavíkurflugvelli 1136. Til Keflavíkurflugvallar 1086. Um Keflavíkur- flugvöll 91970. — Vörur: Frá Keflavíkurflug- velli 38604 kg. Til Keflavíkurflugvallar 94520 kg. Um Keflavíkurflugvöll 2225319 kg. — Póstur: Frá Keflavíkurflugvelli 1878 kg. Til Keflavíkurflugvallar 8224 kg. Um Keflavíkur- flugvöll 600117 kg. Jólatrcsfagnaðir. Eins og að undanförnu hélt Kaupfélag Suðurnesja jólatrésfagnað fyrir börn félags- manna sinna og mæður þeirra á þriðja í jól- um í Ungmennafélagshúsinu í Keflavík. Sökum fjölmennis varð að fjórskipta skemmtuninni og er talið, að um fjórtán hundruð börn og fullorðnir hafi tekið þátt í mannfagnaði þessum. Tilhögun var svipuð og að undanförnu, formaður félagsstjórnar setti hverja skemmtun með nokkrum orðum og ræddi um gildi jólanna. Konur úr kirkju- kór Keflavíkur leiddu almennan söng og hljómsveit Guðmundar Nordahl lék allan daginn. Þá komu einnig fram jólasveinar er spjölluðu við börnin og dönsuðu með þeim kring um fagurlega skreytt jólatréð. Að lok- um voru börnin leyst út með gjöfum. Að- gangur að þessum ánægjulega mannfagnaði var, eins og ávallt áður, ókeypis. Fleiri félög héldu jólatrésfagnaði og má þar til nefna Kvenfélagið, er hélt að vanda jólatrésfagnað fyrir gamalt fólk, og var það félaginu til hins mesta sóma. Árnesingafclagið í Keflavík hélt aðalfund sinn um miðjan janúar síð- astliðinn, en félagið er nú á þessum vetri 10 ára. I tilefni þessa afmælis hyggst fé- lagið efna til samkvæmis með félagsmönn- um sínum um miðjan þennan mánuð, og mun stjórnin gefa nánari upplýsingar um þetta afmælishóf. Á nýafstöðnum aðalfundi var öll stjórnin endurkosin, en hún er þannig skipuð: Jakob Indriðason formaður, Ásdís Ágústsdóttir gjaldkeri og Sæmundur G. Sveinsson ritari. Meðstjórnendur eru Einar Olafsson og Skúli Oddleifsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.