Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 4

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 4
4 F A X I Sigurvegarar í kvennasundi, stúlk- ur úr Gagnfræða- skóla Keflavíkur. Frá vinstri: Hulda Ólafsdóttir, Soffía Sveinsdóttir, Guð- rún Þórarinsdóttir, Unnur Pétursdóttir, Aslaug Bergsteins- dóttir, Ingibjörg Guðnadóttir, Emilía Emilsdóttir, Guð- finna Guðlaugs- dóttir, Edda Emils- dóttir og Bergljót Sigurvinsdóttir. Hulda heldur á bikar þeim, sem þær unnu nú til eignar. Sundmót framhaldsskólanna keppni, heldur er sú sveitin sigurstrang- legust, sem er jafnbezt. MeS sigri sínum í þessu sundi vann Gagnfræðaskóli Keflavíkur bikar þann, sem keppt var um, til eignar, þar eð þær unnu hann nú í þriðja sinn í röð. Var skólanum ákaft fagnað við sigur- inn. Þá fór fram boðsundskeppni pilta og voru þar líka 10 sveitir sem mættu til leiks, en í karlasundinu voru 20 piltar í hverri sveit. Urslit urðu þessi: 1. Stýrimannask. Islands . . 8.50,8 mín. 2. Menntaskólinn, Reykjavík 8.53,3 — 3. Vélskóli íslands ........ 8.56,5 — 4. Gagnfræðask. Austurbæjar 9.13,8 — 5. Gagnfræðask. v. Vonarstr. 9.41,5 — 6. Gagnfræðask. Laugarnessk. 9.44,3 — 7. Gagnfræðask. Keflavíkur . 9.44,4 — 8. Gagnfræðask. v. Lindarg. 9.54,5 — Glœsilegur sigur Gagnfrœðaskóla Keflavíkur. Eins og sagt var frá í síðasta blaði Faxa fór sundmót framhaldsskólanna, hið fyrra, fram í Sundhöll Reykjavíkur fimmtudag- inn 6. des. s.l. Var áhugi fyrir þessu móti slíkur, að sundhöllin var troðfull af fólki og færri komust inn en vildu. Var auð- heyrt á Reykvíkingum, að þeir ætluðu nú að hefna ófaranna frá tveim síðustu keppnum í kvennasundinu, en okkar stúlkur létu lítið yfir sér, en voru þó ákveðnar í að gefa sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Mótið hófst með keppni í kvennasundi og kepptu 10 stúlkur frá hverjum skóla í bringusundi. Synti hver stúlka eina laugarlengd, 33/} metra. Sveitir frá 10 skólum tóku þátt í kvenna- sundinu, og var þeim skipt í 3 riðla. Úrslit urðu þessi: 1. Gagnfræðaskóli Keflavíkur 5.08,0 mín. 2. Gagnfræðask. Laugarnessk. 5.20,5 — 3. Kvennaskóli Reykjavíkur . 5.21,4 — 4. Gagnfræðask. verknámsins 5.23,0 — 5. Gagnfræðask. Austurbæjar 5.23,6 — 6. Menntaskólinn, Reykjavík . 5.30,2 — 7. Gagnfræðask. v. Hringbr. 5.31,8 — 8. Gagnfræðask. v. Lindarg. 5.42,3 — 9. Gagnfræðask. Vesturbæjar 5.50,0 — Verzlunarskólinn gerði ógilt, þar eð ein stúlkan synti yfir á aðra braut, en hefðu annars orðið nr. 2. Syntu á 5.14,0 mín. I síðasta riðlinum kepptu stúlkurnar úr verzlunarskólanum við stúlkurnar úr Keflavík, en baráttan um sigurinn var al- mennt talinn vera milli þeirra. Verzlunar- skólinn tók forustuna á fyrsta sprettinum og hélt henni út annan sprettinn, en síðan tóku Keflvíkingar að síga á og voru þeir komnir í örugga forustu á fjórða sprett- inum og héldu þeir henni út sundið og komu hálfri laugarlengd á undan í mark. Sigur sinn eiga keflvísku stúlkurnar fyrst og fremst því að þakka, hve jafn- góðar þær voru allar. Reykjavíkurskól- arnir áttu 2—3 stjörnur í hvrjum skóla og áttu þær að vinna sundið fyrir sína skóla. En slíkt heppnast sjaldan í flokka- Iðnskólinn og Verzlunarskólinn gerðu ógilt. Piltarnir úr Gagnfræðaskóla Keflavík- ur syntu nú á betri tíma en þeir hafa áður gert, en varla er hægt að ætlast til þess, að þeir verði mjög framarlega í þessari keppni þar sem aldursmunur er svo mik- ill. Væri vel athugandi fyrir gagnfræða- skólana alla, hvort ekki væri heppilegra að skipta karlasundinu í tvo flokka, t. d. kepptu þá allir gagnfræðaskólar saman sér, en hinir framhaldsskólarnir þar sem yfirleitt eru eldri piltar, kepptu svo saman. Mótið fór í alla staði vel fram, en móts- stjóri var Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi. Hafsteinn Guðmundsson. <£><><ty<><><><><£><£><><t><><><£><><£><><£*><><t><£y><t><£><><yi^^ Áuglýsing fré Kéraðslækni Viðtalstími framvegis kl. 13.30—15 nema laugardaga 11—12. Sími á stofu fyrst um sinn nr. 420 (sími skattstofunnar). Heima Smáratúni 17, sími 700.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.