Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 6

Faxi - 01.01.1957, Blaðsíða 6
6 F A X I Páll Jónsson. Aðalfundur K.F.K, Knattspyrnufélag Keflavíkur hélt aðal- fund sinn 13. janúar s.l. Stjórnin gerði grein fyrir starfinu á s.l. starfsári og kom þar fram, að það fyrir- komulag að skipta félaginu í deildir, sem svo hefðu stjórn á viðkomandi íþrótta- grein, hefur gefist mjög illa, og var þá samþykkt að fella þá grein niður úr lög- um félagsins. Af þessari breytingu leiðir auðvitað, að starf stjórnarinnar eykst töluvert mikið, en trúlega verður þetta fyrirkomulag heppilegra hjá ekki stærra félagi en K.F.K. er. Nokkur deyfð hefur verið yfir félags- legu starfi K. F. K. undanfarin tvö ár, en vonandi verður á þessu breyting, með hinni nýju stjórn, sem kosin var á fund- inum. Stjórn K. F. K. er nú þannig skipuð: Páll Jónsson formaður, Sigurður Stein- dórsson ritari, Þórhallur Helgason gjald- keri, Sigurður Albertsson meðstjórnandi og Magnús Guðmundsson meðstjórnandi. H. G. FAXI Ritstjóri og afgreiðslumaður: HALLGR. TH. BJÖRNSSON. Blað- stjórn: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, MARGEIR JÓNSSON, KRIST- INN PÉTURSSON. Gjaldkeri: GUÐNI MAGNÚSSON. Auglýsingastjóri GUNNAR SVEINSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 5,00. — Prentað í Alþýðuprentsmiðjunni. Áramót og aðbúðin við höfnina Um leið og við fögnum nýju ári og bjóð- um það velkomið, er mjög eðlilegt og raunar sjálfsagt að staldra við, líta um öxl til árs- ins, scm var að kveðja, með þakkiæti í huga, því vissulega var árið mjög gjafmilt, sérstak- lega þó sumarið, og höfum við þá einkum í huga síldveiðarnar fyrir Norðurlandinu, er voru þær beztu nú um Iangt skcið, og svo hina hagstæðu veðráttu fyrir landhúnaðinn. Nú í árslokin náðist samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og kjörinna fulltrúa sjó- manna og útvegsmanna um vcrðgrundvöll á útflutningsframleiðslunni á komandi vertíð, svo að nú gat vertíð hafizt strax um áramót, en tafðist í fyrra til 24. janúar, vegna ágrein- ings, og til stórtjóns fyrir alla aðila, eins og mönnum cr í fersku minni. Með þessu samkomulagi fengu skipverjar hækkað skiptaverð úr kr. 1,30 í kr. 1,38 pr kg. af þorski, slægðum með haus og tilsvar- andi liækkun á aðrar fisktegundir. Einnig hækkar orlof sjómanna á hlut þeirra upp í 6%, í stað 2Vi%, sem það var á síðustu vcr- tíð. Þá hefir útgerðinni verið með þessu sam- komulagi tryggður starfsgrundvöllur, miðað við meðalaflahrögð og tillit tekið til þeirra kjarabóta til sjómanna, er felast í framan- greindu. Eins og að framan getur, hófst vertíð hér í Keflavík upp úr áramótum og í kring um 10. janúar voru G hátar byrjaðir róðra, auk 5 smærri báta, sem stunda ýsuveiðar hér í Flóanum. Þá munu að minnsta kosti G—8 bátar hefja þorskanetaveiðar, þegar fram á veturinn kemur, eða þegar netafiskur fer að ganga á miðin. Alls verða því gerðir út frá Kcflavík í vetur nær G0 bátar, sem er nokk- ur aukning frá því sem verið hefur. Það, að hátunum fjölgar þannig stöðugt leiðir af sér þrengsli í höfninni og þarf stöð- ugt meiri aðgæzlu, að ekki hljótist tjón af í vondum veðrum, sem hafa verið ærin nú að undanförnu og því sjaldan gefið á sjó, það sem af er vertíðinni. En þó við hiifum fyllstu ástæðu til að finna að ýmsu, eins og t. d. þrengslunum í höfninni, sem kalla' á aukin hafnarmannvirki strax á næstunni, þá er einnig tæplega mannsæmandi lengur að ætla mörgum mönnum að stunda vinnu við höfnina, án þess að hafa nokkurt skýli eða hreinlætis- tæki, eins og nú er þó talið nauðsynlegt á öðrum vinnustöðum og sjálfsagt, enda hcin- línis teki ðfram í öllum vinnusamþykktum. Rétt er að geta þess hér, að sum útgerðar- fyrirtækin hafa nú þegar hætt til muna að- búð og starfsskilyrði manna sinna, og ber að fagna því, en það er ekki nóg, því slíkar aðgerðir, þó góðar séu, leysa ekki vandann við höfnina, þar verður nú strax að koma upp einhverju afdrepi, hvort sem það verður sjómannastofa eða verkamannaskýli. Nú er það vitað, að ýmsir aðilar hér í bæ hafa á undanförnum árum safnað fé í sjóði cr með tímanum skuli varið til byggingar sjómanna- heimilis í Keflavík. Má þar til nefna stúkuna Vík, Sjómannadagsráð og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur. Þá hefir bæjarstjórn undanfarin 3 ár lagt til hliðar nokkurt fé í þessu skyni og einnig mun Landshöfnin hafa ákveðið að standa að byggingu verka- mannaskýlis. Miðað við það, sem að franian er sagt og hina brýnu og aðkallandi nauðsyn á sjó- manna- og verkamannastofu við höfnina, vill Faxi gera það að tillögu sinni, að framan- greindir aðilar sameinist nú í voldugu átaki um byggingu, sem leysi vandann við höfn- ina og sameini hin skyldu sjónarmið þcss- ara aðila. Færi vel á, ef bæjarstjórnin kallaði saman fundinn, þar sem þetta mál yrði brotið til mergjar og náð samkomulagi um fyrirkomu- Samgöngutruflanir. Nú að undanförnu hefir tíðarfarið verið rysjótt og umhleypingasamt og óvenjumikill snjór fallið, svo að samgöngur hafa truflast nokkuð við Reykjavík og mjólk því oft verið hér af skornum skammti. Sama hefir að sjálf- sögðu einnig gilt um hið andlega fóðrið, dag- blöðin, enda lúta þau hvað þetta snertir sömu lögum og mjólkin. Af völdum þessa veðra- hams hafa hér í Keflavík og víðar orðið all tíðar og viðsjárverðar rafmagnstruflanir til stór tjóns fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Væri æskilegt að eitthvað væri reynt til þess að draga úr þessum truflunum, sem virðast hafa mjög lamandi áhrif á atvinnulífið. Matstofan Vík. Nýlega var opnuð á Hafnargötu 80 í Kefla- vík, ný og glæsileg. matstofa. Eigendur henn- ar eru bræðurnir Sturlaugur og Magnús Björnssyni. I matstofu þessari, sem er með nýtízkulegu sjálfsafgreiðslu fyrirkomulagi, geta nú þegar borðað um 70 manns og er þó hægt að fjölga þar borðum. Matstofan mun eiga að vera opin frá kl. 6 á morgnana til kl. 11,30 á kvöldin og verður það til mikilla þæginda fyrir hafnarverkamenn og aðra er þurfa að fá keypt fæði. Forstöðumaður Mat- stofunna rog bryti er Magnús Björnsson en með honum starfa þar 7 konur og er unnið í vaktaskiptum. Þar sem Faxi lítur svo á, að matstofa þessi sé mjög til fyrirmyndar, en rúm blaðsins hinsvegar að þessu sinni mjög takmarkað, mun nánar verða frá Matstofunni sagt í næsta blaði.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.