Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 4
52 F A X 1 Enginn skóli er enn í Ytrahverfi, en nú kemur Goodtemplarareglan aftur til skjalanna. Hinn 14. desember 1897 er stofnuð stúka í Ytrahverfi, sem hét Trúin nr. 48. Fyrstu fundir hennar voru haldnir í húsi Jóhanns Kr. Jóhannssonar í Ytri- Njarðvík, svo í húsi Sigurðar Hallssonar, Höskuldarkoti, og síðast í húsi Arsæls Jónssonar, Höskuldarkoti, og þar var einnig byrjað að kenna börnum í stofu í vesturenda hússins. Stofa þessi var í mörg ár kölluð „Skólinn“, enda fyrsta barna- skólahús í Ytrahverfi. Eitt af fyrstu áhugamálum templara var að koma sér upp húsi. Voru þá fest kaup á gömlu pakkhúsi og unnu svo sjálfboða- liðar að því að koma húsinu upp. Þetta hús varð svo skólahús Njarðvíkinga í nokkur ár, og gengu þá börnin úr Innra- hverfi í þann skóla. Mun hann hafa verið notaður síðast til kennslu veturinn 1909— 1910. I Innrahverfi var, árið 1906, byggður skúr við endann á húsi Helga Asbjörns- sonar ,og var þar síðast kennt börnum árið 1911. Kennarar á tímabilinu 1900—1911 voru þessir: Agúst Jónsson bóndi í Höskuldar- koti, Jón Jónsson bóndi í Innri-Njarðvík, Jón S. Bergmann skáld, Jóhann Péturs- son frá Hákoti, Sigurður Olafsson, nú kennari í Hafnarfirði og Arni Theódór Pétursson. Eftir 1911 lagðist skólahald í Njarðvíkum algerlega niður, þangað til árið 1939, að kennsla er aftur hafin í Innri-Njarðvíkum og í Ytrahverfi árið 1942—1943. Njarðvíkurhreppur sameinaðist Kefla- víkurhreppi árið 1908, en varð aftur sér- hreppur árið 1942. Kennarar í Innri-Njarðvíkum frá 1939 til 1942 voru þessir: Jón Guðmundsson, sonur Guðmundar Einarssonar refaskyttu á Ingjaldssandi við Önundarfjörð, Páll S. Pálsson frá Sauða- nesi í Húnavatnssýslu, nú laganemi við Háskólann og Hermann Eiríksson, nú kennari í Keflavík. Ræðum. rakti einnig hverjir hefðu verið kennarar í Keflavík á þeim árum, sem Njarðvíkurbörnin gengu þangað í skóla, eða á árunum 1910—1942, en með því að þeirra var getið í síðasta jólablaði Faxa í grein um skólamál Keflavíkur, verður sá kafli ræðunnar felldur hér niður. Njarðvíkurhreppur og Keflavíkurhrepp- ur eru aðskildir um áramót 1941—42. Um vorið 1942 er hafizt handa um byggingu barnaskóla í Njarðvík en stærð skólans aðeins miðuð við þáverandi þörf: tvær skólastofur ásamt gangi og snyrtiherbergj- um. Barnafjöldi fyrsta ár skólans ’42—’43 í Njarðvíkum var 53 börn. Upp úr 1950 fer barnafjöldinn stórlega vaxandi, sem sést bezt á því, að vorið 1950 Ijúka aðeins 64 börn vorprófi, en 1959 170. Skólinn varð því fljótlega of lítill, og er hafin viðbótarbygging við hann haustið 1956 og var smíðinni að mestu lokið um áramót 1958—59. Er það allmikil bygging, sex almennar kennslustofur og handa- vinnustofa drengja, allvel útbúin að tækj- um. Eftirtaldir kennarar hafa starfað við skólann frá 1942: Sigurbjörn Ketilsson, skólastjóri frá 1942 Guðbjörg Jóhannsdóttir...... 1942—1943 Eyjólfur Guðmundsson ....... 1943—1947 Sigríður Ingibjörnsdóttir frá 1947 Oddur Sveinbjarnars. 1948—’52 og frá 1957 Bjarni Halldórsson ......... 1949—1952 Svavar Lárusson ............ 1952—1953 Aðalsteinn Hallsson ......... 1953—1956 Hlíf Tryggvadóttir ...... frá 1955 Guðmundur Sigurðsson 1956—1957 Ester Karvelsdóttir ..... frá 1957 Lára H. Kolbeins............ 1959 Húsbyggjendur! ÆGISANDUR H F AUGLÝSIR Höfum nú fengið fullkominn útbúnað til að afgreiða til yðar fljótt og vel LOFTAMÖL VEGGJAMÖL o g SAND Allt harpað efni og fyrsta flokks vara. Einnig fyllingarefni í grunna og plön. SöluumboS: Kaupfélag Suðumesja, járn- og skipavörudeild. Sími 1505 ÆGISANDUR H F

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.