Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 6

Faxi - 01.04.1960, Blaðsíða 6
54 F A X I Odýrar sambyggingar Eitt af úrlausnarefnum hins almenna borgara, og um leið vandamál hans, er það að eignast á viðráðanlegan hátt íbtið yfir höfuðið. Það, að komast yfir íbúð og eiga hana, er að vísu ekki annað en fullnæging á frumstæðum lífsþurftum, — og þó býsna strembin, ef efnahagur er ekki því betri. Með hverju ári sem líður hefur þessi framkvæmd orðið einstaklingnum erfið- ari og erfiðari. Dýrtíð hefur nú vaxið meira en verð á vinnustund, en vinnan er oft það eina, sem hann hefur fram að leggja. Vorið 1958 bundust nokkrir menn hér í Keflavík samtökum um að vinna saman að því að reisa íbúðir fyrir sig hér í Kefla- vík. Lóðir undir þær fengust við Faxa- braut, og það ár voru byggð þrjú raðhús, með fjórum íbúðum hvert. Forystu að hann sér mikils fróðleiks og staðgóðrar þekkingar. Hann fylgdist snemma með verkalýðs- baráttunni og tók virkan þátt í þeim störf- um, þegar hann fékk til þess tækifæri. Hann var einn af stofnendum fyrsta verka- lýðsfélagsins í Keflavík. í verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur gekk hann 1935 og var varaformaður félagsins frá 1937 til 1953, og gegndi oft formannsstörfum á því tímabili. Um árabil var Valdimar í stjórn Sjúkrasamlags Keflavíkur, Bygg- ingarfélags verkamanna í Keflavík og deildar KRON í Keflavík og Kaupfélags Suðurnesja. Eftir að Valdimar hætti sjómennsku vann hann við netabætingar og fiskimat, en hin síðari ár var fiskimatið aðalstarf hans. Eg, sem þessar línur rita, kynntist Valdi- mar skömmu eftir að hann fluttist til Keflavíkur. Vor- og sumarvertíð vorum við skípsfélagar. Þar kynntist ég dugnaði hans og verklagni. Seinna kynntist ég hon- um í störfum fyrir verkalýðshreyfinguna og samvinnustarfið. Alls staðar var Valdi- mar sami trausti félaginn, sem ávallt var fíllögugóður og fús til starfa, að hverju, sem hann áleit til heilla fyrir fjöldann. Við félagar hans og vinir þökkum hon- um að leiðarlokum ánægjulegt samstarf á liðnum árum og biðjum guð að blessa minningu hans. Astvinum hans öllum flytjum við samúðarkveðjur. Ragnar Guðleifsson. þessu höfðu Stefán Valgeirsson, Valtýr Guðjónsson og Guðmundur Gunnlaugs- son, byggingameistari, sem stóð fyrir framkvæmdum. íbúðir þessar voru gerðar fokheldar með lögnum frá vatnsgeislahitun að katli. Verð þeirra í því ástandi reyndist kr. 124.000,00. —■ Síðastliðið vor var hafin bygging þriggaj raðhúsa í viðbót með sama fyrirkomulagi, og er byggingu þeirra nú að ljúka. Um þessar mundir er verið að undirbúa bygg- ingu þriðja flokks þessara íbúða. Teikningar að húsunum hefur Gunnar Þorsteinsson, byggingafræðingur, gert. — Hver íbúð er að grunnfleti 64 fermetrar á tveim hæðum, eða samtals 128 fermetr- ar, og er fyrirkomulag þannig, að hægt er að Ijúka innréttingu í áföngum, t. d. búa fyrst á neðri hæð, en innrétta efri hæð síðar. Samtök þau, sem staðið hafa fyrir bygg- ingu raðhúsanna við Faxabraut, eru Ijós vottur þess, hversu létta má átökin um mikilvægar framkvæmdir, ef saman er unnið að þeim á skipulegan hátt. Byggingarkostnaður 12 íbúða í raðhús- um við Faxabraut í Keflavík (Frá maí 1958 til júlí 1959, fokheld með vatnsgeisla- lögn): Heildar- Kostn. kostn. pr. íbúð Vinna verkam. og trésm. 509.835,82 42.486,32 Vélavinna 34.977,22 2.914,77 Timbur 185.359,54 15.446,63 Saumur 11.546,75 962,23 Járn, bindi og mótavír 67.457,12 5.621,43 Járnalögn og múrvinna 16.005,00 1.333,75 Steypuefni og akstur á því 87.962,00 7.330,17 Sement 108.511,28 9.042,60 Ritföng, pappír 68,75 5,72 Teikningar 17.040,00 1.420,00 Fylling í grunna, spr.efni 13.731,39 1.144,28 Gluggar, gler, listar 63.658,51 5.304,88 Sími 96,00 8,00 Byggingarleyfi 3.336,00 280,50 Smáverkfæri og ýmislegt 2.324,13 193,68 Raflagnir, brb.heimt. 40.324,73 3.360,38 Ábyrgðartryggingar 1.905,00 158,75 Vextir 17.070,32 1.422,53 Þak (timbur, járn, pappi) 52.925,00 4.410,42 Útihurðir (36), karmar 63.220,00 5.268,33 Rafmagn 291,00 24,27 Atv.r.iðgj., sl.tr.gjald 4.054,00 337,83 Skólp og vatnsl. út í götu 8.251,89 687,66 Áætlað til vara v/reikn, er kynnu að vera ókomnir 10.000,00 833,33 1.319.981,65 r-----—----------------------■, Útgerðarvörur \ Stálvírar — | allir sverleikar ' Tóg | ; Skrúflásar ' i Belgir | Fríholt ' Blakkir \ Nælonfæri j Krókar { Sökkur j Byggingarvörur \ Cement | Þakpappi \ Vatnsrör J Miðstöðvarrör \ Fittings | Smekklásar Hengilásar Plasteinangrim Steinull Vinnuföt Buxur Stakkar ; Stígvél Vettlingar Kaupfélag Suðu rnes j a Járnvöru- og skipadeild. i ^---—------------------------- J Kostnaðarverð á íbúð: 109.998,47 Miðstöðvarl. að kötlum 164.716,18 13.726,35 Samtals kostnaður á íbúð kr. 123.724,82 I viðtali, sem blaðið hefur átt við nokkra eigendur þessara íbúða, kemur greinilega í ljós mikil og almenn ánægja með þessar framkvæmdir, enda er hér áreiðanlega um að ræða einhverjar þær ódýrustu íbúðir, sem byggðar hafa verið í Keflavík síðustu árin, ef miðað er við sambærilegar byggingar frá sama tíma. Nánar mun verða sagt frá þessum byggingaframkvæmdum síðar hér í blaðinu.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.