Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1960, Blaðsíða 1

Faxi - 01.05.1960, Blaðsíða 1
FAXI 5. tbl. - XX. ár MAÍ 1960 Utgefandi: Málfundafélagið Faxi Keflavík L Vertíðarlok á Suðurnesjum 1960 Vetrarvertíð er nú lokið. Fjöldi skipa í verstöðvunum var svipaður nú og í fyrra. Gæftir voru með afbrigðum góðar á ver- tiðinni og aflabrögð að sama skapi góð fram undir miðjan apríl, en þá urðu um tima mjög stirðar gæftir, sem olli því, að aflinn á þessu tímabili varð mun minni en á sama tíma í fyrra. Netavertíð bátanna hófst fyrir alvöru um miðjan marz og var línuveiði fyrri hluta marzmánaðar góð, enda næg loðna til beitu. Æskilegt væri, að línuveiðarnar hefðu staðið lengur. En hvað sem annars tim það verður sagt, þá var vertíðin í heild mjög góð í þessum verstöðvum, t. d. öfl- uðu Grindavíkurbátar nú mun meira en a vertíðinni f fyrra. Hæsti bátur þar var þá með tæpar 900 lestir í 75 sjóferðum, en nú með 1200 lestir f 95 róðrum, enda er sa bátur nú annað aflahæsta skip landsins. Ollum er f fersku minni hið tilfinnan- lega tjón, sem Grindavíkurbátar urðu fyrir um Bænadagana, í hinni miklu fiski- hrotu, sem þá var í Grindavík, er þeir misstu veiðarfæri sín í vörpur íslenzkra togara, sem toguðu yfir fiskilagnir bát- anna. Sjálfsagt væru Grindavíkurbátar nú með mun meiri afla, hefði þetta ekki skeð. Má það teljast furðulegt aðgæzluleysi af hálfu togaramanna, að hefja þannig tog- veiðar á netasvæðum bátanna, án þess fyrst að kynna sér aðstæður, því vissulega eru netabaujur bátanna næg sönnun fyrir því, að þar sem þær eru, liggi net f sjó. Og við þetta má svo því bæta, að það er alþjóðleg grundvallarregja meðal sjómanna um all- an hinn siðmenntaða heim, að virða þau veiðarfæri, sem f sjó liggja, þegar að er komið. Eitt af þvf, sem einkennir þessa vertíð, eru miklar umræður um minnkandi vöru- gæði fiskjarins, vegna vaxandi netaveiða og leit að úrbótum á þessu mikla vanda- Angantýr Guðmundsson. máli þjóðarinnar. Má vænta þess, að nú verði þessi mál tekin til rækilegrar athug- unar og úrlausnar til þess að fyrirbyggja markaðshrun. í Keflavík varð afli að þessu sinni 27.291.9 lestir í 3411 sjóferðum, en var í fyrra 24.639.5 lestir í 3039 róðrum. Veið- arnar stunduðu nú 56 smærri og stærri vélbátar. Aflahæstur varð Askur, skip- stjóri Angantýr Guðmundsson, næstur í röðinni var Olafur Magnússon, skipstjóri Oskar Ingibersson, aflakóngur Kefla- vfkur frá s.l. ári Þriðji varð Báran, skip- stjóri Jón Sæmundsson. Afli opinna vélbáta hefir að þessu sinni orðið talsvert minni en í fyrra, en þó hefir þessum bátum fjölgað á árinu. Aflahæsti báturin í Grindavík og annar aflahæsti bátur landsins, varð Arnfirðing- ur, skipstjóri Gunnar Magnússon, annar f röðinni varð Þorbjörn, skipstjóri Þórar- inn Ólafsson og sá þriðji varð Hrafn Sveinbjarnarson, skipstjóri Sigurður Magnússon, en hann hefur verið afla- kóngur Grindavíkur 2 s.l. ár. Frá Sand- gerði voru gerðir út 16 bátar á þessari vertíð. Var samanlagður afli þeirra 11.569 tonn í 1313 róðrum. Auk þess var lagt á land í Sandgerði af aðkomubátum 2244 tonn, sem öfluðust í 373 róðrum. Saman- lagður afli alls er 13.804 tonn í 1686 sjó- ferðum. 1 fyrra voru gerðir út í Sandgerði 19 bátar, og var afli þeirra 11.333 tonn í 1265 róðrum. Þá var heildarmagn alls, sem landað var í verstöðinni 12.460 tonn í 1477 sjóferðum. Mismunurinn er 1353 tonn, sem nú hefir fiskast meira í 209 róðrum. Bátarnir tóku allir net um miðjan marz, nema einn, Jón Gunnlaugsson, sem reri með línu alla vertíðina og aflaði 770 tonn f 89 sjóferðum. Aflinn áf Jóni Gunnlaugssyni var allur hraðfrystur, enda fyrsta flokks vara. Því miður náðist ekki í myndir af aflakóngum Sandgerðis og Grindavíkur. r Óskar Ingibersson

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.