Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 8

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 8
r~ ; Útgefandi: Malfundafclagiö Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgreiðslumaöur: || Hallgrímur Th. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrímur Th. Björnsson. Margeir JL Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guöni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 15,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. V____________________________________________________________________________________________/ Staldrað við á áramótum Fátt er Faxa kærkomnara en hlý og upp- örvandi hvatningarorð frá velviljuðum les- endum blaðsins, er ósjaldan berast þvi viðs vegar að af landinu. Það er svo með öll okkar mannanna verk að þau geta orkað tvímælis og verið á stund- um býsna vafasöm í framkvæmd, einkum þegar ófyrirséðir erfiðleikar steðja að og ýms- ar aðstæður eru þess eðlis að maður staldrar við og spyr: — A að halda þessu áfram eða láta hér staðar numið. Og sannarlega var þannig ástatt fyrir mér gagnvart blaðinu nú fyrir síðustu jól, þegar jólablaðið stöðvaðist hálfprentað, vegna verk- falls prentara, og miklar likur fyrir að það kæmist ekki út fyrir jól. Undir slíkum kringumstæðum cr gott að fá hvatningarorð í eyra frá málsmetandi mönnum. Þau geta þá orðið lausnarorðið, — ráðið úrslitum um áframhaldandi starf og stefnu. I framhaldi af þessu rabbi, leyfi ég mér að birta hér kafla úr bréfi, sem blaðinu barst nú eftir áramótin frá Helga Elíassyni fræðslu- málastjóra, um leið og ég þakka honum vel- vilja hans og skilning á útgágustarfi okkar Suðurnesjamanna. Ritstj. „Faxi er vel séður gestur hér í Fræðslu- málaskrifstofunni — og kærkominn. En sjald- an hefur mér þótt hann eins margfræðandi, — þó léttur og vekjandi — og í síðasta jóla- blaði hans. Segja mætti mér, að sagnfræð- ingar síðari tíma og aðrir, sem leita þurfa •heimilda um þjóðleg fræði og sitt hvað ann- að, er gerzt hefur og gerast mun „á Suður- nesjurn" eigi eftir að þakka félaginu Faxa og blaði þess fyrir störf og heimildir, sem án þessara aðila mundu hafa gleymzt og orðið vafasamari en efni standa til. Um leið og ég þakka þeim, er stýra Faxa fyrir þá þætti, sem þar eru skráðir vegna skóla- og uppeldismála, árna ég sömu aðilum alls hins bezta um ókomin ár.“ Nætur- og helgidagslæknar í Kcflavíkur héraði: I janúar: 17. Arnbjörn Olafsson. 18. —19. Guðjón Klemenzson. 20.—21. Kjartan Ólafsson. 22.—23. Arnbjörn Ólafsson. 24. Guðjón Klemenzson. 25. —26. Kjartan Ólafsson. 27.—28. Arnbjörn Ólafsson. 29.—30. Guðjón Klemenzson. 31. Kjartan Ólafsson. I febrúar: 1.—2. Arnbjörn Ólafsson. 3.—4. Guðjón Klemenzson. 5.—6. Kjartan Ólafsson. 7. Arnbjörn Ólafsson. 8.—9. Guðjón Klemenzson. 10.—11. Kjartan Ólafsson. 12.—13. Arnbjörn Ólafsson. 14. Guðjón Klemenzson. 15.—16. Kjartan Ólafsson. 17,—18. Arnbjörn Ólafsson. 19. —20. Guðjón Klemenzson. 21. Kjartan Ólafsson. 22.—23. Arnbjörn Ólafsson. 24.—25. Guðjón Klemenzson. 26. —27. Kjartan Ólafsson. Gcngið liafa í hcilgl hjónaband. Eftirfarandi brúðhjón hafa nýlega verið gefin saman af sóknarprestinum í Keflavík: Einarína Einarsdóttir og Skafti Þórisson, Kirkjuvegi 36, Keflavík. Guðfinna Jóhannesdóttir og Friðrik Heiðar Georgsson, Faxabraut 28, Keflavík. Sóldís Björnsdóttir og Svavar Geir Tjörfa- son, Hringbraut 85, Keflavik. Fríða Guðrún Felixdóttir og Guðmann Rún- ar Lúðvíksson, Skólavegi 18, Keflavík. Minnie Gunnlaug Leósdóttir og Eiríkur Haukur Stefánsson, Suðurgötu 8, Sauðár- króki. Guðrún Jónína Einarsdóttir og Loftur Eð- varð Pálsson, Njarðargötu 5, Keflavík. Sigríður Friðjónsdóttir og Þórhallur Arnar Guðmundsson, Borgarvegi 4, Ytri-Njarðvík. Agústa Kristín Agústsdóttir og Stefán Egils- son, Hafnargötu 82, Keflavík. Jóhanna Ingibjörg Magnúsdóttir og Her- mann Páll Níelsson, Vallargötu 27, Keflavík. Jakobína Guðný Karlsdóttir Hall og Robert Arthur 'Waterhouse, Keflavíkurflugvelli. Sigríður Marta Guðmundsdóttir og Joseph Louis Miolla, Faxabraut 38 A, Keflavík. Halldóra Hafdís Ellertsdóttir og Óskar Teit- ur Teitsson, Hafnargötu 68, Keflavík. Ingimar Rafn Guðnason og Erla Sylvía Jóhannesdóttir, Tjarnargötu 6, Keflavík. Ella Sjöfn Ellertsdóttir og Ólafur Björg- vinsson, Nóatúni 5, Garði. Elsa Björk Kjartansdóttir og Axel Þorberg Ingvarsson, Kirkjuvegi 8A, Keflavík. Gréta Svanhvít Jónsdóttir og Guðmundur Snæbjörnsson, Syðri-Brú, Grímsnesi. Guðrún Meyvantsdóttir og Bárður Bárðar- son, Garðavegi 7, Keflavik. Vigdís Ester Ólafsdóttir og Árni Sigfrcð Guðmundsson, Kirkjuvegi 44, Keflavík. Helga Halldóra Hjartardóttir og Eyjólfur Bjarnason, Holtsgötu 22, Ytri-Njarðvík. 1 FLUGVALLARLEIGAN SF. GÓNHÓL, YTR Í-NJARÐVÍK - - SíM í 1950 8 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.