Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 10

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 10
Kapp er bezt Þc(ta fróðlcga erindi flutti Jónas Guð- mundsson á fundi Rótarýklúbbs Kcfla- víkur nú í vctur, og hcfur hann góðfús- lega lcyft ritstjóra Faxa að birta það licr í blaðinu. Hr. forseti. Góðir rótarýfélagar. Mig langar að þessu sinni að fjalla lítil- lega um málefni sjávarútvegs og þá sér- staklega síldveiðarnar, sem hafa gengið vel undanfarin tvö ár. Það á við bæði um sumarveiðarnar, haust- og vetrarveiðarnar við Suðurland. Athygli manna hefir mjög beinzt að þessum veiðum og mönnum hættir til þess að gleyma því, að þorskur- inn hefir jafnan verið undirstaðan í fisk- veiðum okkar, og keppast nú við að flytja til landsins stærri og fullkomnari fiski- báta en áður hafa þekkzt. Ymsir eru nokkuð uggandi um framtíðarhag þessa nýfengna flota, og verður þá gjarnan hugsað til Nýfundnalands ævintýrsins sumarið 1958. Eins og mönnum er enn í fersku minni, var óvenju mikil karfaveiði á Nýjfundnalandsmiðum þetta sumar. Veiðarnar þarna gáfu útvegsmönnum og sjómönnum góðar tekjur, og áframhald- andi gróðavon varð til þess að nokkrir framsæknir útvegsmenn pöntuðu til lands- ins stærri og fullkomnari skip, sem ætlað var að stunda þéssar veiðar. Svo fór um þessa fyrirætlan, að karfamiðin voru ger- samlega upp urin áður en nýju skipin voru full smíðuð og fótunum þannig kippt undan hagkvæmum rekstri þeirra. Þessi dýru og fullkomnu skip hafa lengst af síðan verið eins og myllusteinn um háls eigenda sinna og næstum óleysanlegt vandamál þeim og jafnvel sjálfum stjórn- arvöldum landsins. Ég vil engu spá um það, hvort svipað kann að verða uppi á teningnum, hvað við kemur hinum nýju og fullkomnu fiskibátum okkar, en hitt er víst, að ýmis vandamál fylgja í kjölfar þessarar óvenjulegu aukningar bátaflot- ans. Eins og kunnugt er hefir þensla á vinnumarkaðinum verið mjög mikil að undanförnu, og það svo að til óheilla liorf- ir. Hinn mikli innflutningur fiskibáta nú mun sízt verða til þess að draga úr þess- ari þróun. Eigendur eldri og minni skipa verða nú meir og meir varir við vaxandi örðugleika á því að manna skip sín. Svo með forsjó kann jafnvel að fara, að ekki verði hægt að halda úti minni skipunum sökum skorts á sjómönnum, og virðist þróunin stefna í þá átt að skip undir 100 tonnum hverfi að mestu úr sögunni. Þessi þróun er í margra augum meira en varasöm, vegna þess, að slíkir bátar eru að mörgu leyti heppilegustu bátarnir til þorskfisk- veiða með línu og netum. Hinum stóru og dýru bátum verður tæplega haldið úti til slíkra veiða, með sæmilegum fjárhags- legum ávinningi. Síldveiðarnar eru alger undirstaða undir rekstri slíkra báta. Ef síldveiðar brcgðast um lengri tíma, er fjár- hagsleg afkoma þeirra í bráðum voða, nema til komi nýjar veiðiaðferðir og bætt aflabrögð á öðrum veiðum. A þessu hausti hafa síldveiðar gengið mjög treglega og mun vart ofsagt, að hálf- gert neyðarástand hafi skapazt af þeim sökum. Síldin hefir löngum verið kenjótt og varasamt að treysta um of á fljóttek- inn gróða af síldveiðum. Þrátt fyrir það er hinum nýju skipum flestum eða öllum ætlað að stunda síldveiðar mestan liluta ársins og í sumum tilfellum jafnvel alls ekki gert ráð fyrir öðrum veiðiskap. Ut- vegsmenn veðja þannig öllu sínu á einn hest, ef svo má segja, og augljós vá fyrir dyrum, ef síldveiðar bregðast í lengri eða skemmri tíma. Ýmsir halda að nú þegar séu síldveiðar við Suðurland stundaðar af of mörgum skipum. Síldin fái ekki næði til þess að lyfta sér í sjónum, en það hefir verið ein megin orsök aflaleysisins í haust, hversu djúpt hún hefir staðið. Aukinn fjöldi skipa getur þannig valdið minnkandi heildarveiði og sjá þá allir, hver áhrif það hefir á afkomu hvers einstaks skips. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort ekki hefði verið skynsamlegra, að verja minna fjármagni til bátakaupa og þá meiru í þeim tilgangi, að fullnýta þann afla, sem á land kemur. A þann hátt mætti sennilega auka gjaldeyristekjurnar að miklurn mun án þess gengið sé nær fisk- stofnunum en nú er gert. Margir óttast að vaaxndi liaust- og vetrarsíldveiðar hér við land kunni að valda minnkandi afla í framtíðinni, vegna ofnýtingar síldarstofns- ins. Við skulum þó vona, að hin miklu bátakaup nú, séu ekki upphaf nýs Ný- fundnalands ævintýris, því slíkt gæti haft geigvænlegar afleiðingar, ekki aðeitls fyr- ir sjávarútveginn, heldur og allt atvinnu- líf landsmanna. Eins og nú standa sakir, þá steðja að útgerðinni ýmsir erfiðleikar aðrir en afla- leysið á síldveiðunum. Nærtækast er að minnast á verkfall landverkafólks, sem ekki er séð fyrir endann á og kann að valda útgerðinni miklu tjóni áður en því lýkur. Annað sem miklum erfiðleikum veldur er rekstrarfjárskorturinn, sem er enn tilfinnanlegri nú en áður vegna afla- leysisins. Það kostar mikið fé að halda skipunum gangandi, til dæmis er kaup- trygging áhafnar á síldarbát nú um 100 þús. kr. á mánuði. Gera má ráð fyrir að annar kostnaður við rekstur báts nemi minnst sömu upphæð og geta þá allir gert sér grein íyrir þeim erfiðleikum, sem hljóta að fylgja langvarandi aflaleysi. Fjöldi báta hefir enn ekki fengið neinn afla á þessu hausti og er vandséð hvernig útvegsmenn, sem margir stóðu höllum fæti fyrir, komast klakklaust frá þessum vanda, nema verulega batni í ári með vinnufrið og aflabrögð. Jónas Guðmundsson. Nýtt fyrirtæki. A öðrum stað hér í blaðinu er auglýsing frá nýju fyrirtæki, sem hóf starfsemi sína þann 11. janúar. Er þetta málningarvöru- verzlun og skiltagerð. Nefnist hún Björn og Einar h.f. og er til húsa í Hafnargötu 56 í Keflavík. Eigendur þessa nýja fyrirtækis eru málararnir Björn Helgason og Einar Erlends- son, sem Keflvíkingum eru að góðu kunnir. Auk almennrar sölubúðar hyggjast þeir fé- lagar einnig starfrækja skiltagerð, sem er al- gert nýmæli hér í Keflavík og til mikils hag- ræðis fyrir bæjarbúa. >á munu þeir taka upp ýmiskonar ný- breytni, t. d. munu þeir leiðbeina fólki um lita- og vöruval, áætla efnisþörf og jafnvel lána mönnum verkfæri fyrir væga þóknun. i0*0*0*0« •' KEFLAVÍK - SUÐURNES Kenni á bíl — VOLKSWAGEN Júlíus Kristinsson Kirkjuteigi 7. — Keflavík. Sími 1876. l•o•oio•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•o•ott 10 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.