Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 9

Faxi - 01.01.1964, Blaðsíða 9
9 2282oéo»o2o*o2o2o»oS SSSSSS3SSSS^SSSSSSSSSSSSSWS»SSSSSSSSSSS? Vilhjálmur Þórhallsson, hdl. Ingunn Alda Magnúsdóttir og Alexander Jóhannesson, Faxabraut 36 C, Keflavík. Hrefna Pétursdóttir og Tómas Skarphéðinn Sigurgeirsson, Suðurgötu 29, Keflavík. Pálína Sigrún Þorláksdóttir og Sigurður Steinsson, Holtsgötu 20, Ytri-Njarðvík. Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Sigurður Ragnar Skagfjörð Sigurðsson, Skipasundi 54, Reykjavík. Aðalfundur Vestfirðingafclagsins í Keflavík var haldinn í Tjarnarlundi 9. janúar síðast- liðinn, Fráfarandi formaður, Sigfús Kristjáns- son, flutti skýrslu stjórnarinnar. Gjaldkeri, Guðmunda Sumarliðadóttir, gerði grein fyrir fjárreiðum félagsins. Því næst var gengið til stjórnarkjörs, og hlutu kosningu: Hilmar Sölvason formaður, Gunnar Sveinsson, Bjarni Friðriksson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Jó- hann Friðriksson, Albert Sanders og Karítas Finnbogadóttir. Endurskoðendur voru kjörn- ir: Sigurður Sturluson og Guðfinnur Sigur- vinsson. Rætt var um félagsstarfið og kosin briggja manna nefnd til að vinna að skóg- ræktarmálum á vegum félagsins. Akveðið er að hið árlega Sólarkaffi verði í Ungmenna- félagshúsinu laugardaginn 8. febr. næstk. l’i'efalí kirkjubrúðkaup. Á jóladag, 25. des. síðastliðinn, fór fram breföld hjónavígsla í Keflavíkurkirkju, en bað mun vera í fyrsta sinn í sögu þeirrar kirkju. Meðfylgjandi mynd sýnir brúðhjón- in, og eru þau þessi, talið frá vinstri: Halldóra Hafdís Ellertsdóttir og Óskar Teitur Teitsson, Erla Sylvía Jóhannsdóttir og Ingi- mar Rafn Guðnason, Ella Sjöfn ELlertsdóttir og Ólafur Björgvinsson. Þess má í þessu sam- bandi geta, að Halldóra Hafdís og Ella Sjöfn oru systur. — Sóknarprestur framkvæmdi vígsluna. Litlu jólin í Keflavík. Jólaleyfið í barnaskólanum hófst þann 18. desember, en þann dag héldu börnin sín „Litlu jól“ í skólanum, eins og tíðkazt hefur mörg undanfarin ár. Hófust „Litlu jólin“ að þessu sinni í íþróttahúsinu, þar sem lúðra- sveit drengja undir stjórn Herberts Hriber- scheck Ágústsonar flutti jólahugleiðingu í tali og tónum. Kristín Hafsteinsdóttir flutti hið talaða mál. Hugleiðing þessi var uppfærð af stjórnanda lúðrasveitarinnar á mjög smekk- legan hátt og var hin mesta unun á að hlýða. Á eftir ávarpaði skólastjóri nemendur, er gengu síðan í fylgd með kennara sínum hver til sinnar kennslustofu og héldu þar sín litlu jól með svipuðu móti og undanfarin ár. Jólatrcsfagnaður. Eins og undanfarin ár hélt Kaupfélag Suð- urnesja jólatrésfagnað fyrir börn félags- manna sinna á þriðja í jólum í Ungmenna- félagshúsinu. Voru skemmtanirnar 3 yfir dag- inn, eins og tíðkazt hefur og allar mjög fjöl- sóttar, enda nýtur þessi starfsemi kaupfélags- ins almennra vinsælda meðal bæjarbúa. Þá hélt Kvenfélagið einnig sína árlegu jólatrés- fagnaði fyrir unga og gamla, og má með sanni segja, að bæði þessi félög vinni gott verk með þessum samkomum, þar sem fyrst og fremst er leitazt við að gleðja börn og gamalmenni og gera þeim jólahaldið sem ánægjulegast í kristilegum anda. Látnir í Kcflavíkurprcstakalli frá 1. nóv. 1963 til 19. jan. 1964: Vigfús Guðmundsson, Njarðvíkurbraut 16, Innri-Njarðvík. F. 10. okt. 1884, d. 15. nóv. 1963. Ásmundur Karl Friðriksson, Faxabraut 2, Keflavík. F. 31. ágúst 1909, d. 17. nóv. 1963. Lögfræðistörf. Fasteignasala. Vatnsnesvegi 20. — Keflavík. Sírnar 1263 — 2092 STEINHÚDUN H.F. Jafnt íyrir híbýli sem vinnustaði: ULBRIKA húðun á GÓLF og STIGA, án samskeyta. mikið slitþol, einlitt og og litmynztrað. ULBRIKA á LOFT og VEGGI. Vamar sprungum. spara má fínpússningu, fjölbreytt áferð og litaval. Simi 2 38 82 C»G**Ío«0«OéíéO«%0«0,%%n*%*éU*oÍo,G*S«oío«OÍQ»S«0»Sío«?í Ragnhildur Pétursdóttir, Vatnsnesvegi 28, Keflavík, f. 12. maí 1877, d. 18. nóv. 1963. Sigríður Sverrína Sveinsdóttir, Elliheimil- inu, Keflavík. F. 2. des. 1882, d. 21. nóv. 1963. Sigrún Sigmundsdóttir, Faxabraut 25, Keflavík. F. 9. jan. 1961, d. 6. des. 1963. Þórlaug Magnúsdóttir, Höskuldarkoti. F. 18. okt. 1901, d. 8. des. 1963. Sigurður Hjalti Jónsson (frá Stapakoti), Freyjugötu 32, Reykjavík. F. 16. apríl 1936, d. 24. des. 1963. Valgerður Jóna Pálsdóttir, Hólabraut 16, Keflavík, F. 22. okt. 1891, d. 5. jan. 1964. F A X I — 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.