Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1964, Qupperneq 15

Faxi - 01.02.1964, Qupperneq 15
Karlakórinn og sóknarpresturinn flytja kafla úr fornum tíðasöng. Hvaísneskirkja 75 ára Heilgt starf þitt hefur hér um þriðjung aldar lýst með lífsins krafti leiðir kynslóðanna. Kallað menn og konur: Komið, orðiÖ hljómar eitt, sem eilíft vakir ofar tíma og rúmi. ókunnugt um starfstíma hvers og eins. Sá fyrsti, sem gegndi því starfi var Jón Laxdal, tónskáld, hann var þá verzlunar- maður í Keflavík og búsettur þar, næstur var Jón Einarsson frá Endagerði, hann niun hafa lært að leika á orgel í þeim til- gangi að taka að sér þetta starf, hann var síðar búsettur á Brunnastöðum á Vatns- leysuströnd og var þá organisti í Kálfa- tjarnarkirkju. Þriðji í röðinni var Erlend- ur Hákonarson á Stafnesi. Fjórði var Þor- geir Pálsson síðar framkvæmdastjóri í Reykjavík. Þegar hann var organisti í Hvalsnesskirkj u var hann verzlunarmaður i Keflavík. Er hann hætti tók við starfinu Sigurbjörg Einarsdóttir frá Endagerði, eftirmaður hennar var Þorlákur Bene- diktsson í Akurhúsum í Garði og á eftir 'honum kom núverandi organisti, Magnús Pálsson á Hvalsnesi, en hann hefur gegnt starfinu þeirra lengst, eða um 44 ára skeið. Heðhjálparar við kirkjuna hafa verið, fyrst Hákon Tómasson í Nýlendu, en hann starfaði einnig við hina fyrri kirkju eða als um 40 ár, hann lét af starfi við brottflutning 1919. Við starfinu tók þá Guðmundur Guðmundsson, Nesjum og hafði það á 'hendi til 1940, en þá tók nú- verandi meðhjálpari við starfi. Hákon Tómasson var einnig hringjari i Hvalsnesskirkju allt til þess er hann flutti burt, er öllum eldri mönnum hér í byggð minnisstætt hve hringing Hákonar var taktfögur, en taktur við hringing klukknanna í Hvalsnesskirkju er nokkuð sérstæður, hefi ég hvergi heyrt sanra takt við samhringing kirkjuklukkna. Eftir Hákon tók við hringjarastarfinu bróðir hans Jón Norðfjörð Tómasson, og háfði það á hendi til 1929, er hann þá í árslok flutti burt, þá kom í starfið Júlíus Helga- son, Bursthúsum, og gegndi því svo að segja til æviloka, síðan hefur ekki verið fastur maður við það starf. Hér hafa nú verið raktir nokkrir þættir úr sögu kirkna á Hvalsnesi. Þó margt mætti að sjálfsögðu fleira segja þar um, verður þetta látið nægja að sinni og lýk ég því máli mínu. Gísli Guðmnndsson. KEFLAVÍK - SUÐURNES j Hér á helgum stundum hefur æskan bjarta kropið kóngi lífsins, kosið góða hlutann. Hingað hrelldir hafa huggun sótt í trúnni. Hér fær særður svölun, sannleikans er leitar. Sterk í stormi lífsins stendur þú á bjargi. Hærra heimsins röddurn hljómar náðar orðið. Ollum skuggum ofar er þinn kyndill bjarti. Kristur er þinn kóngur. Krossins sigur merki. Kóngur lífs þig krýni krafti sannleiks orða. Vertu vegfaranda viti á Hallgríms slóðum. Börn þín blessun hljóti, bæði í sorg og gleði, hér, við hjarta Drottins, hann á svar við öllu. FRAMKVÆMUM ALLSKONAR MYNDATÖKUR Á stofu. í heimahúsum. I samkvæmum. Passamyndir. Ökuskírteinismyndir. Eftirtökur á gömlum myndtun. Auglýsingamyndir. Pantið í síma 1890 eða 1133. Kirkja Krists urn aldir kynslóðunum lýsi veginn heim til himins, heil í köllun sinni. Biðjum Guð að blessa bjarta merkisdaginn. Gjöf þér beztu gefi: grósku um framtíð alla. Ljósmyndastofa Suðurnesja Túngötu 22 — Keflavík — Sími 1890 — Pósthólf 70 Ingibjörg Sigurðardóttir. F A XI — 31

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.