Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1964, Side 2

Faxi - 01.10.1964, Side 2
Keflavíkingar íslandsmeisfarar í knattspyrnu 1964 Knattspyrnumóti íslands í fyrstu deild lauk sunnudaginn 27. september s.l. með keppni á Laugardalsvellinum i Reykjavík milli Akurnesinga og KR. Eftir leikinn fór fram verðlaunaafhend- ing. Keflvíkingar urðu nó í fyrsta sinn sigur- vegarar í íslandsmótinu og höfðu þeir tryggt sér sigurinn helgina áður, er þeir kepptu við KR á Njarðvíkurvelli. Hlutu Keflvíkngar 15 stig, Akurnesingar 12 og KR 11. Sigruðu Keflvíkingar því með nokkrum yfirburðum í mótinu, þar sem þeir fengu 3 stig umfram næsta lið og töp- uðu aðeins einum leik í öllu mótinu, enda voru hinir ungu sigurvegarar úr Keflavík almennt taldir vel að sigrinum komnir, þar eð þeir áttu jafn beztu leikina í mót- inu. Formaður KSI, Björgvin Schram, af- henti Keflvíkingum Islandsbikarinn og hverjum leikmanni verðlaunapening. Osk- aði hann flokknum til hamngju með glæsi- lega frammistöðu og taldi liðið vel að sigr- inum komið. Eftir verðlaunaafhendinguna í Reykja- vík var haldið til Keflavíkur, en þar hafði bæjarstjórn Keflavíkur boð inni fyrir knatt- spyrnuflokkinn, forvígismenn í íþrótta- málum Keflavíkur og ýmsa fleiri gesti. Forseti bæjarstjórnar, Alfreð Gíslason, stjórnaði hófinu og bauð knattspyrnuflokk- Hættulegt augnablik í leik Keflvíkinga og Akurnesinga, sem fram fór í Keflavík 30. ágúst. Fyrirliðinn Högni Gunnlaugsson og þjálfarinn, Oli B. Jónsson, með íslandsbikarinn. inn sérstaklega velkominn með íslands- bikarinn til Keflavíkur. þakkaði hann lið- inu fyrir þann mikla sóma, sem það hefði fært bæjarfélagi sínu með frábærri frammi- stöðu í nýafstöðnu Islandsmóti. Þá til- kynnti hann, að bæjarstjórn hefði í tilefni af þessum glæsilega sigri, samþykkt að veita IBK 150 þúsund króna aukafjárveit- ingu, sem verja skuli til knattspyrnumála í Keflavík. Sveinn Jónsson 'bæjarstjóri flutti knatt- spyrnuflokknum þakkir og árnaðaróskir. Einng ræddi hann nokkuð um fram- kvæmdir á íþróttasvæði bæjarins, en til þeirra hefði á s.l. ári verið varið einni milljón króna sem hefði farið í endur- byggja malarvöllinn og búa nýjan gras- völl undir sáningu. Formaður Kaupfélags Suðurnesja, Hall- grímur Th. Björnsson þakkaði flokknum góða frammistöðu og hvatti hann til frek- ari dáða. I nafni Kaupfélagsins og Hrað- frysthúss Suðurnesja afhcnti hann for- manni IBK fjárupphæð, scm varið skuli til eflingar íþróttum bæjarins. Sr. Björn Jónsson árnaði íþróttahreyfingunni allra heilla í tilefni sigursins og afhenti fagran blómvönd og skrautritað heillaskeyti frá Keflavíkursöfnuði. Formaður ÍBK, Haf- steinn Guðmundsson, þakkaði bæjarstjórn ríflega fjárveitingu til íþróttamála í Kefla- vík, cinnig þakkaði hann ræðumönnum vinsamleg ummæli og hlýjar óskir og bar fram þakkir TBK fyrir rausnarlegar gjafir. Hann gat þess, að auk nefndra gjafa, hefði bandalaginu borizt peningagjafir frá ýms- um fleiri aðilum, er hann tilnefndi, en sem of langt yrði upp að telja hér í blað- inu. Hann gat einnig útskorins fundar- hamars, sem Rótarýklúbbur Keflavíkur hefði sent IBK. Þá hafði bandalaginu bor- izt fjöldi af skeytum frá ýmsum aðilum víðsvegar að. Bar Hafsteinn fram hlýjar þakkir til Keflvíkinga og annarra, sem á ýmsan hátt hefðu veitt flokknum ómetan- legan stuðning. Hann lauk máli sínu með því að þakka bæjarstjórn þetta kvöldverðarboð og kvaðst Kjartan Sigtryggsson, hinn ágæti markvörður bjargar á síðustu stundu. 126 — FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.