Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1966, Page 9

Faxi - 01.10.1966, Page 9
I’rentsmiðja. „Grágás s. í.“, er naín á nýju prentverki í Keflavík, sem verður til húsa á Hafnargötu 33, þar sem Prentsmiðja Suðurnesja var áður. Eigendur þessa nýja fyrirtækis eru tveir ungir prentarar úr Reykjavík. Annar þeirra, Runólfur Elintínusson, er raunar borinn og barnfæddur Keflvíkingur, en fluttizt liéðan ungur með móður sinni. Meðfélagi hans í þessu nýja prentverki er Jóhann Vilberg Arnason og rekur hann einnig ætl sína hingað suður. Er ég nú á dögunum leit inn hjá þeim félögum, voru þeir í óða önn að koma sér fyrir og skipuleggja starfið. Hváðust þeir hafa keypt allar vélar úr Prentsmiðju Suður- nesja og væri ætlunin að auka við þann véla- kost á næstunni. Þegar ég spurðist fyrir um framtíðar áætlanir þeirra, töldu þeir ekki tnikið um þær að segja á þessu stigi, en voru bjartsýnir og þeirrar skoðunar, að hér væru ærin verkefni fyrir eina prentsmiðju. Mundu þeir kappkosta að koma sér þannig fyrir, að þeir gætu með góðu móti uppfyllt þarfir og óskir Suðurnesjabúa og annarra, sem til þeirra leituðu. — Oneitanlega er mikil þörf á vel rekinni prentsmiðju hér í Keflavík, sem getur annast þarfir manna á þessu sviði, og ber því að fagna þessum ungu mönnum og framtaksvilja þeirra og bjóða þá velkomna til starfa. Vonandi kunna menn að meta við- leitni þeirra og sjá þeim fyrir nægum verk- efnum. II: Th. B. Eins og margir viia, er Sigurður frá Val- braut Magnússon, vistmaður á Ellliheimilmu Hlévangi í Keflavík, og þann 22. júní í vor hafði dvöl hans þar varað í rétt þrjú ár. Þessara tímamóta minntist hann í eftirfar- ani stöku: Sögu skal ég segja þér, sem tilheyrir einum mér. Þung er ellin, því er ver, þrjú ár búin vera hér. Herbergisfélagi Sigurðar, Jóhannes Arna- son ,hefir um skeið dvalizt á heilsuhælinu í Hveragerði og þann tíma hefir Sigurður verið einn á herbergi þeirra félaga og saknað vinar í stað. Hann kveður: Vill nú hugur víða reika, vona minna slokknar bál. Einverunnar ömurleika oft má þola gömul sál. Innlak þessarar vísu er sannleikur, sem okkur hinum yngri og hraustari ber að hafa í huga og sýna gömlum vinum okkar þá sjálf- sögðu ræktarsemi, að líta inn til þeirra við og við. Okkar tími kemur sjálfsagt, þótt seinna verði, og þá munum við kunna að meta þá hugulsemi, er í stuttri heimsókn góðra vina felst og um leið eiga auðveldara með að sætta okkur við hlutskipti ellinnar, aldur- dóminn og fylgifiska hans, svo „einverunnar ömurleiki" verði okkur ekki of þungbær. H. Tli. B. Nýlega cr lokið Firmakeppni Golfsklúbbs- Suðurnesja. Alls lóku 72 firma þátt í keppn- inni, sem var útsláttakeppni, með forgjöf. Mörg óvænt úrslit komu fyrir í þessari keppni og lá margur kappinn flatur fyrir þeim, sem skemmra voru komnir í íþrótt- inni. Svo fór þó um síðir, að Suðurnesjameist- arinn Þorbjörn Kjærbo, stóðst allar árásir, þrátt fyrir mikinn mismun í forgjöf og sigr- aði hann fyrir hönd Skóbúðar Keflavíkur hf., Þórir Sæmundsson sem keppti fyrir Bruna- bótafélag Islands. Kepptu þeir 18 holur til úrslita og liafði Þorbjörn 6 holur yfir þegar 5 voru eflir. Suðurnesjameistarinn Þorbjörn Kærbo, hefir alls leikið golf í 3 sumur, en á þessum skamma tíma hefir hann náð undraverðum árangi. Hann sigraði á Suðurnesjamótinu með yfirburðum og svo nú í firmakeppninni. Fyrr í sumar sigraði iiann í Coca Cola keppn- inni í Reykjavík, varð annar í Meistarakeppni Flugfélags Islands á Nesvelli og í þriðja sæti á landsmótinu á Akureyri. Nú hefir Golfsamband íslands valið Þor- björn í landslið, sem keppir á Eisenhower- keppninni í Mexico dagana 27. til 30. okt. n.k. G. S. í Leiðrétting. I síðasta tölub. Faxa í frétt frá Slysavarna- deild kvenn þar sem sagt er frá gjöfum er deild inni hafa borizt misritaðist nafn eins gefand- ans. Þar átti að standa Kristínu en ekki Kristin I sama blaði: íafmælisgrein Lúðvíks Jónssonar bifreiðastj. félli niður lína. Þar átti að standa: sonur hjónanna Halldóru Jónsdóttur og Jóns Magnússonar, valinkunna sæmdarhjóna. Og í frétta af gullbrúðkaupi var ranghermt. Brciðaból í stað Breiðakoti, og Jónatansdóttir í stað Jónsdóttir. Eru hlutaðeigendur toeðnir velvirðingar á þessum mistökum. H: Th. B. Fyrir nokkru var úthlutað svonefndum Togently-verðlaunum í The Cemtral Scliool of Speech and Drama í London, og hlaut að þessu sinni ung íslenzk stúlka, Jónína M. Olafsdóttir frá Keflavík. Verðlaun þessi eru veitt fyrir framúrskarandi námsárangur og eru veitt einu sinni á hverju námstímabili, sem er 3 ár. Jónína er á öðru námsári í skól- anum. Áður en hún fór til London hafði hún lokið námi við Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Rúrik Haraldsson hefur lokið námi í The Central School, en auk hans hafa dvalizt þar við nám Guðrún Ásmundsdóttir og Benedikt Árnason. Þessi frétt birtist í einu dagblaðana nú í sumar, en eins og margir vita, er Jónína héðan úr Keflavík, dóttir hjónanna Margrétar Guðmannsdóttur og Ólafs Gíslasonar.. Er því fyllsta ástæða til að samfagna henni og þeim hjónum með þennan frábæra frama, á leik- listarbrautinni. H. Th. B. FRAMLEIÐIR GLUGGA í STÖFUM EÐA SAMKVÆMT TEIKNINGU GLUGGAVERKSMIÐJAN RAMMI H.F. 1 Iafnargötu 90 . Sími 160] . Pósthólf 14 P’ramkvæmdastjóri: Hyjólfur Þórarinsson FAXI —137

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.