Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 4

Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 4
Talið frá vinstri. Fremri röð: Sæmundur G. Sveinsson, ritari, Jakob Indriðason, form. Ásdís Ásgeirsdóttir, gjaldkeri. Aftari röð: Einar Olafsson og Skúli Oddlcifsson. Myndin tckin 1960 af þáverandi stjórn fclagsins. TVÍTUGT ÁTTHAGAFÉLAG Árið 1967 hinn 15. janúar var haldinn 20 aðalfundur Árnesingafélagsins í Kefla- vík, í Æskulýðshúsinu í Keflavík. Að þessu sinni áttu að ganga úr stjórn- inni þau frú María Arnlaugsdóttir er verið hefur formaður félagsins síðastliðin 2 ár og Einar Olafsson og Sæm. G. Sveinsson. Baðst frú María eindregið undan endur- kjöri. Formaður var kosinn Grímur Sigur- grímsson frá Holti. Aðrir í stjórninni eru Einar Daníelsson skipstjóri Silfur- túni í Garði. Eins og sjá má er þetta ósvikin skip- stjórafjölskylda, enda ættgengt frá Meiða- staðahjónum og landsfrægt. Mundi það verða mikil fúlga, ef saman væri dregið, allt það verðmæti, er niðjar þeirra liafa lagt í þjóðarbúið. En einu gildir hvert starfið er, alls staðar er þrótt og manndóm að finna. Líklega er það nokkuð fágætt, að svona mörg systkyni setjist öll að í nágrenni við foreldra sína. Er þetta mikil hamingja bæði fyrir foreldra og niðja og ævintýri líkast. Kæru hjón. Það er innileg ósk mín, að þið megið enn um mörg ár, sitja að búi ykkar og njóta samvistar barna ykkar og niðja. Megi lífslán ykkar fylgja niðjunum ár og síð þeim til margfaldrar blessunar. Marta Valgerður Jónsdóttir. þau Ásdís Ágústsdóttir gjaldkeri félagsins og Sæm. G. Sveinsson ritari félagsins hafa þau bæði verið í stjórn þess frá upp- hafi, Einar Olafsson og Skúli Oddleifsson, meðstjórnendur. Fyrsti formaður félagsins var Ingimundur Jónsson kaupmaður og síðan Jakob Indriðason. Lengst af síðan félagið var stofnað hefur verið starfandi ferðanefnd innan félagsins. Hafa þeir Einar Olafsson og Skúli Odd- leifsson átt sæti í þeirri nefnd frá upphafi að þessu sinni baðst Skúli undan endur- kosningu. 1 nefndina voru kosnir Jakob Indriðason, Einar Ólafsson og Sigurvin Pálsson. I félaginu eru nú yfir 70 félagar. Efnahagur félagsins er allgóður. Um störf félagsins er það helzt að segja að venjulega er farið í skemmtiferð að vor- inu til og í leikhús einu sinni til tvisvar á ári. Laugardaginn 28. janúar síðastlðinn hélt félagið árshátíð í Aðalveri með borð- haldi. Formaður skemmtinefndar Jakob Indriðason setti hófið og bauð gesli og félaga velkomna. Heiðursgeslir félagsins voru: formaður Árnesingafélagsins í Rvík, Ingólfur Þorsteinsson og frú hans Helga Guðmundsdóttir og Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu í Biskupstungum og frú hans Ágústa Jónsdóttir. Sæm. G. Sveinsson rakti sögu félags- ins í stórum dráttum, frú Kristín M. Waage las upp kvæði er félaginu hafði borist frá Frímanni Einarssyni frá Borg á Eyrarbakka í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Blómakurfa forkunnarfögur barst félaginu frá frú Ásgerði Eyjólfs- dóttur. Ingólfur Þorsteinsson flutti félaginu kveðjur og árnaðaróskir ásamt gestabók fagurlega útskorinni, frá Árnesingafélag- inu í Reykjavík. Þakkaði formaður gjöf- ina. Þá flutti Þorsteinn Sigurðsson félag- inu árnaðaróskir heiman úr héraði sínu og minntist tengsla þeirra er um langan aldur hefur haldizt milli Árnesinga og Suðurnesja. Haukur 'Þórðarson söng einsöng við undirleik frú Ragnheiðar Skúladóttir. Þá var fjöldasöngur við undirleik danshljóm- sveitarinnar. Að lokum var stiginn dans af miklu fjöri til kl. 2 eftir miðnætti. Hinn 1. febrúar heimsótti stjórnin Ingi- mund Jónsson og tilkynnti honum að hann hefði verið kjörinn heiðursfélagi í Árnesingafélaginu í Keflavík, í tilefni af 80 ára afmæli hans og 20 ára afmæli félagsins. Skýrsla um starísenii Hókasafns Keflavíkur 1965 og 1966: Gestir á lestrasal voru 1966: 1187 (árið 1965: (1311) og lánaðar voru út á lestrarsal 5.010 bækur og blöð (5.491). Lánþegar voru 742 (755 árið 1965). Útlán námu 17.165 ’bindum (18.086 árið 1965). Mest lesnir íslenzkir rithöfundar voru árið 1966: Ingibjörg Sigurðardótlir 293 Guðrún frá Lundi 278 Ármann Kr. Einarsson 176 Ragnheiður Jónsdóttir 170 Kristmann Guðmundsson 143 Elínborg Lárusdóttir 132 Þórunn Elfa Magnúsdóttir 128 Ingibjörg Jónsdóttir 102 Bókaeign safnsins var í árslok 1966 um 11.500 bindi og nemur aukningin á árinu um 1.200 bindum. Á þessu ári hefur aldrei verið varið eins miklu fé til kaupa á nýjum bókum eða um 130 þúsund. Eins og sjá má eru þessar tölur nokkru lægri í ár en í fyrra og stafar það af minnkandi útlánum eftir til- komu sjónvarpsins. Við höfum í samræmi við reynslu forráðamanna Borgarbókasafns Reykjavíkur ekið upp þá nýbreytni að klæða nýjar bækur í plastumbúðir, sem ver þær ó- hreinindum. Keflavíkurbær ber að sjálfsögðu hitann og þungan af rekstri stofnunarinnar. Á síðast liðnu ári nam framlag hans kr. 300 þúsundum og má það teljast þokkalegt. í haust létum við prenta skrá yfir væntan- legar nýjar bækur og var henni dreift í flest hús hér í bæ. Við vonum að aukin kaup nýrra bóka færi okkur fleiri við- skiptavini. Keflavík, 14. febrúar 1967. i' Hilmar Jónsson. 20 — F A XI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.