Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 10

Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 10
Sveinameistaramót íslands Sveinameistaramót íslands í frjálsum í- þróttum fór fram í íþróttahúsinu í Keflavík sunnudaginn 5. febr. 1967. Keppt var í fjórum greinum þ. e. hástökki með og án atrennu, þrístökki án atrennu og langstökki án at- rennu. Allgóður árangur náðist í flestum greinum og þátttaka í mótinu var ágæt, m. a. voru 7 keppendur frá Í.B.A. Sveinameistaramót Islands innanhúss er haldið árlega og eru keppendur 16 ára og yngri. Helztu úrslit urðu þessi: Hástökk án atrcnnu: 1. Björn Kristjánsson KR 1,35 m. 2. Skúli Arason ÍR 1,35 m. 3. Elías Sveinsson ÍR 1,25 m. 4. Kristinn Aðalseins. ÍR 1,20 m. 5. Ólafur Sigurðsson KR 1,20 m. Hástökk með atrcnnu: 1. Skúh Arnarson ÍR 1,60 jn. 2. Sefán Jóhannsson A 1,60 m. 3. Elías Sveinsson ÍR 1,60 m 4. Björn Kristjánsson KR 1,50 m 5. Ólafur Sigurðsson KR 1,50 m 8. Ólafur Júlíusson ÍBK 1,45 m 10—11. Ingólfur Matthíasson ÍBK 1,40 m 14. Einar Leifsson ÍBK 1,30 m 15—16. Steinar Jóhannsson ÍBK 1,20 m 15—16. Helgi Hermannsson ÍBK 1,20 m l>rístökk án atrcnnu: 1. Árni Sigurðsson ÍA 8,25 m 2. Skúli Arnarson ÍR 8,04 m 3. Þorvaldur Baldursson KR 8,02 m 4. Elías Sveinsson ÍR 7,66 m 5. Helgi Helgason KR 7,56 m 8. Steinar Jóhannsson ÍBK 7,29 14. Axel Birgisson ÍBK 6,79 m 16. Einar Leifsson ÍBK 6,44 m 19. Guðmundur Axelsson ÍBK 6,25 m 21. Helgi Hermannsson ÍBK 5,83 m Langstökk án atrennu: 1. Árni Sigurðsson ÍA 2,73 m 2. Elias Sveinsson ÍR 2,71 m 3. Skúli Arnarson ÍR 2,62 m 4. Þorvaldur Baldurss, KR 2,62 m 5. Helgi Helgason KR 2,57 m 12. Axel Birgirsson ÍBK 2,29 m 14. Einar Leifsson ÍBK 2,23 m 19. Helgi Hermannsson ÍBK 2,07 m Frjálsíþróttaráð Í.B.K. sá um mótið. H. G. HVALSNESKIRKJU BERST VEGLEG GJÖF Við síðdegismessu í Hvalsneskirkju á jóla- dag síðastliðinn var vígður nýr skirnarfontur, sem krirjunni hafði borizt fyrr í vetur, með því að skírð voru fjögur börn. Skírnarfont- urinn, sem er mjög fagur og vandaður grip- ur, er gefinn af systkinunum í Fuglavík til minningar um foreldra þeirra, Vigdísi Sig- urðardótur og Sigurð Magnússon Bergmann. Fonturinn er gerðuil af Sveini Ólafssyni myndskera og er, eins og áður segir, hin vandaðasta smíð með fögrum myndskurði á þrem hliðum, en á fjórðu hliðinni er skjöldur með skurði þar sem segir frá hverjir eru gefendur og nánar greint frá tilefni gjaffar- innar. Skírnarfontinum fylgir skírnarskál, sem er mjög haganlega gerður leir sunnan af Reykjanesi. Þau hjón, Sigurður og Vigdís, bjuggu í Fuglavík um nær hálfrar aldar skeið. Þau eignuðust 10 börn, sem öll komust til full- orðins aldurs, en elzta barn sitt, Sigurð Bjartmar, misstu þau 22 ára gamlan, hin systkinin eru öll á líf. Fyrir hina rausnarlegu og fögru gjög eru gefendum fluttar innilegar þakkir frá sóknar- nefnd og söfnuði Hvalsnessóknar. Væntanlega verður hægt að segja meira frá þessum merku hjónum síðar hér í blað- inu. 26 — F A XI Ingimundur Jónsson ÁTT RÆÐU R Föstudaginn 3. febrúar átti Ingimundur Jónsson kaupmaður áttræðisafmæli, en hann er fæddur 1887 í Oddagörðum í Flóa. Oþarft er að kynna Ingimund fyrir Kefl- víkingum, því hér hefir hann lifað og starfað í full 35 ár og ávallt þannig, að eftir honum hlaut að verða tekið, slíka alúð og trúmennsku sem hann jafnan leggur í störf sín. I sem fæstum orðum sagt er hann fá- gætur félagshyggju- og ræktunarmaður í þeirra orða fyllstu merkingu. Það ættum við Faxamenn að vita eftir hart nær aldar- fjórðungs samstarf við hann í Málfunda- félaginu Faxa, — en þar er hann nú heið- ursfélagi, og í ritstjórn Faxa var hann um margra ára skeið. Um ræktunarstörf lians skal ekki fjölyrt hér, þar er sjón sögu rík- ari.. Blóma- og trjágarðurinn umhverfis íbúðarhús Ingimundar við Kirkjuveginn í Keflavík, er ljósast vitni þar um. Um dugnaðar- og framfaramann eins og Ingimund er ávallt mikið hægt að skrifa, því þar er oftast af miklu að taka, en þar sem Ingimundur hefir búið hér svo lengi, hefir að sjálfsögðu verið um hann ritað hér í blaðinu bæði af mér og öðrum á stórafmælum og slíkum merkis- stundum í lífi hans og verður nú lil þcss vísað. Er í þeim skrifum að finna ævisögu- ágrip þessa sístarfandi og einlæga heiðurs- manns, sem við Faxamenn erum í þakkar- skuld við fyrir hans merka þátt í félags- starfi okkar. H. Th. B. j

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.