Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 7
Frú Guðrún Sveinsdóttir
Hún Guðrún kona Guðjóns Einarsson-
ar átli einnig merkisafmæli í haust þann
13. september, en þá varð hún sjötug að
alclri. Það þykir nú ekki lengur í frásögur
færandi þótt fólk nái sjötugs aldri, svo
hefur ævin lengst, mætti gjarnan segja
sem svo: Flest er sjötugum fært.
Mér kom til hugar að nota þetta tæki-
færi og þakka Guðrúnu fyrir alla þá hjálp,
sem hún veitti mér, er ég var með Kirkju-
kór Keflavíkur fyrir 50 árum og það var
mikil stoð er hún veitti ér.
Ég hef oft hugsað um það síðan ltvað
mikið hefði mátt gera úr hinni þrótt-
miklu sópranrödd er Guðrún hafði fengið
í vöggugjöf ef hún hefði fengið þjálfun,
það var frábært og óvenjulega yfirgrips-
mikið raddsvið cr hún réð yfir og að
sama skapi var styrkur raddarinnar mikill.
Mig langar til að segja smásögu þessu til
sönnunar. Það var sunnudag einn á út-
mánuðum, að messa átti í Keflavíkur-
kirkju.
Flestir bátar liöfðu farið í róður til
þess að bjarga netatrossum sínum undan
skemmdum og eitthvað var unnið í landi
í sambandi við útgerðina. Það komu því
sárafáir af söngfólkinu til kirkju þcnnan
sunnudag og engin í efstu rödd nema
Guðrún. Konurnar í þeirri rödd munu
hafa verið löglega forfallaðar. Aður en
messa byrjaði spurði ég Guðrúnu hvort
hún treysti sér til að syngja ein fyrstu
rödtl. Hvað hún það vera og ég var með
sjálfri mér viss um að þetta mundi takast.
I hinum röddunum voru tveir í hverri
rödd. Hófst nú mesan, heyrði ég strax
— Hvað urn skemmtanalífið þá og nú?
— Segja má að Góðtemplarareglan héldi
þá uppi félags- og skemmtanalífi í land-
inu. Má þar til ncfna leikstarfsemi, sem
þá var með nokkrum blóma, dansleiki og
fundarhöld, þar sem rædd voru ýmis
konar framfaramál. — Allt var þetta gott
og gagnlegt fyrir mína kynslóð, en fólkið
í dag mundi ekki gera sér slíkt að góðu,
það hefir önnur og stærri spil á hendinni,
og skemmtanalíf þess virðist ekki eiga sér
nein lakmörk. — Ég held nú samt að
niig langaði ekki til að skipta.
Hér lýkur spjalli okkar Guðjóns, Þessa
aldna heiðursmanns, er nú lítur yfir far-
inn veg og rifjar upp minningar frá
nianndómsárum sínum.
Guðrítn Sveinsdóltir
að Guðrún var fyllilega örugg enda skil-
aði hún sínu hlutverki með sóma messuna
út. Ég man að séra Friðrik Rafnar dáð-
ist að þessari frammistöðu, er við hittumst
eftir messu, það gerði ég líka og hef alltaf
munað þetta atvik síðan.
Þegar ég hlusta á frægar söngkonur
kemur mér oft í hug rödd Guðrúnar,
tónninn laus og óþingaður, breiður og
öruggur og sönggleði hennar innileg.
Vissuega var hún ósvikin efniviður, sem
aldrei hlaut neina þjálfun í skóla. Þótt
ekki séu nema 50 ár, milli þessa tíma sem
ég rniða við, og til dagsins í dag, er það
óralöng leið í hugsunarhætti, getu og fram-
kvæmd. Nú getur ung stúlka, með svona
hæfileika, lagt út í söngnám. Þá var það
óhugsandi.
Guðrún er fædd á Stóra-Hólmi í Leiru
Fyrir tveimur árum var lionum ásamt
fleiri öldruðum sjógörpum sýndur sómi á
Sjómannadegi hér í Keflavík, þar sem
þeim voru færðar þakkir fyrir mikil og
góð sjómannsstörf.
A áttræðisafmæli Guðjóns var hann
heimsóttur af vinum og vandamönnum,
sem færðu honum gjalir og árnaðaróskir.
Við þetta tækifæri bárust honum einnig
hlýjar kveðjur víðs vegar að, og hefir hann
beðið Faxa að korna á framfæri þakklæti
sínu til alls þessa góða fólks, sem hann
segir að hafi með nærveru sinni og hlýjum
kveðjum gert sér daginn ánægjulegann
og minnisstæðan.
H. Th. B.
13. september 1896, þar bjuggu foreldrar
hennar Sveinn Helgason bóndi þar og
seglasaumari og kona hans Þórey Guð-
mundsdóttir, f. 1852 í Bakkasókn í Oxna-
dal. Sveinn var sunnlenzkur, f. 10. sept.
1854 í Rófu í Leiru. Foreldrar hans voru
Helgi Jónsson og kona hans Guðrún
Sveinsdóttir, þau bjuggu síðan í Ivars-
húsum í Garði. Faðir Helga var Jón
hreppstjóri og bóndi í ívarsshúsum,
Helgason. Voru þeir feðgar allir hagsýnir
vel, dugnaðar og manndómsmenn og vel
greindir. Sveinn og Þórey fluttu til Kefla-
víkur rétt eftir aldamótin, scttust að og
keyptu Asbjarnarhús, sém þá tilheyrði
Klapparstíg. Er hús Guðrúnar og Guðjóns
á sama stað þótt nú teljist það með Vallar-
götu. Það var mikið sungið í Sveinshúsi,
Sveinn hafði mikla rödd og börn þeirra
öll, en þau voru.
Helgi, lézt á síðasta ári í Keflavík,
Anna, lézt 1918 í Keflavík úr afleiðingum
spönsku veikinnar, Jón bryggjuvörður í
Hafnarfirði og Guðrún yngst.
Guðrún mín, þótt seint sé og nokkur
tími liðinn síðan afmælisdagur þinn var
ætla ég að óska þér allra heilla á þessum
tímamótum. Megi ljós og ylur leika um
öll þín æviár og ástvinum þínum bið ég
heilla og hamingju.
Marta Valgerður Jónsdóttir.
l>akkir írá Elliheimilinu Hlévangi, Kcflavík.
Um þessi jól, svo sem önnur liðin, urðu
margir til þess að senda vistfólkinu á Elli-
heimilinu Hlévangi gjafir og hlýjar kveðjur.
Viljum við sérstaklega færa Lionslklúbb
Keflavíkur, Sjálfstæðiskvennafélaginu Sókn,
Ólafi Lárussyni útgerðarmanni í Keflavík,
Baptista- og Lúterskasöfnuðinum á Kefla-
víkurflugvelli og reyndar mörgum öðrum fyr-
ir góðar gjafir og hlýjan hug til okkar.
Heimsóknir mjög kærkomnar fengum við
einnig um jólin og nýárið, sem urðu okkur
til óblandinnar gleði og ánægju, og biðjum
blessunar og þakklæti því fólki, sem til
okkar kom. Viljum við þakka sérstaklega
sóknarprestinum séra Birni Jónssyni, Kefla-
víkurkvartettinum, sem aðstoðaði við messu-
gjörð, Skátastúlkum úr Njarðvíkum, Haraldi
Guðjónssyni ásamt hans söngfólki og mörgum
fleirum.
Þá sendum við alúðarþakkir og árnaðar-
óskir il leikfélaganna í Keflavík og Njarðvjk-
um fyrir þá rausn og hugulsemi að bjóða
okkur á leiksýningar sínar.
F. h. vistfólksins á Hlévagni
Scsselja Magnúsdóttir.
Helga Geirs liefir sérstaklega beðið Faxa
fyrir innilegt þakklæi til allra þeirra sem
glöddu hana með gjöfum og annari vinsemd
um hátíðarnar.
FAXI — 23