Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 11
Námskeið ken
Dagana 4.—7. febr. s.l. var efnt til nám-
skeiðs fyrir alla starfandi barnakennara á 9.
kjörsvæði S. I .B., en það nær yfir Suðurnes.
Hafnarfjörð, Álftanes og Garðahrepp.
Stjórn kennarafélagsins á þessu kjörsvæði
gekkst fyrir þessu námskeiði í samráði við
námstsjórann, Bjarna M. Jónsson.
Námskeiðið var haldið í barnaskóla Garða-
hrepps í Silfurtúni undir handleiðslu skóla-
stjórans Vilbergs Júlíussonar, sem var for-
maður undirbúningsnefndar og setti nám-
skeiðið. Að lokinni setningaræðu Vilbergs
ávarpaði formaður félagsins, Haukur Helga-
son skólastjóri, þátttakendur og gesti og bauð
þá velkomna. Einnig tók námsstjórinn til máls
þakkaði stjórn félagsins fyrir námskeiðið og
ræddi nauðsyn þess, að halda slík námskeið
sem oftast.
Aðalleiðbeinendur á námskeiði þessu voru
þeir Sigurþór Þorgilsson kennari, Jónas
Pálsson sálfræðingur og Guðmundur Arn-
laugsson rektor, er ræddi um ný viðhorf í
stærðfræði, og lagði til grundvallar hina
nýju reikningsnámsbók sína Tiilur og mengi,
sem nú er að komast í notkun í menntaskól-
um landsins og víðar eftir skólakerfinu, allt
VERTÍÐIN
Vetrarvertíðin á verstöðvum Suðurnesja er
hafin fyrir nokkru.
Allt frá því í haust hafa verið miklar
ógæftir á þessu svæði, enda var útkoma
smærri bátanna mjög léleg fram að ára-
mótum. Virðist þetta ætla að endurtaka sig
nú á vetrarvertíðinni, eða svo hefur það
reynst fram að þessu. Sárafáir róðrar hafa
enn verið farnir og aflinn fremur tregur þá
sjaldan að gefið hefur á sjó.
Búizt er við að um 40 bátar muni verða
g erðir út frá Keflavík á þessari vertíð, þegar
allir verða tilbúnir, en fram til þessa hafa
um 20 bátar stundað héðan linuveiðar og
nokkrir hafa verið á trolli.
Stærri skipin hafa verið að tínast heim af síld-
veiðunum fyrr austan og eru nú sem óðast
að búa sig til netaveiða, sem nú mun þykja
liklegri til góðs árangurs heldur en þorska-
nara
niður á gagnfræðastigið og reyndar tekið að
kynna það í efstu bekkjum barnaskólanna.
Erindi sálfræðingsins, Jónasar Pálssonar hét
Nemandinn og kennarinn, sem manneskja.
Sigurþór Þorgilsson kennari, var aðalleið-
beinandi námskeiðsins og flutti þar alls 5
erindi um skólastarfð með skýringamyndum.
Erindi Sigurþórs voru þessi: 1. Undirstöðu-
atriði fræðslunnar, 2. Um námstækni, 3.
Skipulagning námsgreina, 4. Starfsleiðir, hóp-
vinna og einstaklingsstarf, 5. Hjálpargöng og
heimildir.
Að loknu hverju erindi fóru fram umræður
um efnið, þar sem fyrirlesarar og leiðbein-
endur gáfu svör við fyrirspurnum.
Námskeið þetta sóttu á annað hundrað
kennarar, en þeir eru 126 á félagssvæðinu.
Á þriðjudagskvöld 7. febrúar var árshátíð
félagsins haldin í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði.
Hófst hún kl. 19 með borðhaldi. Undir borð-
um var flutt Sonata undir stjórn Guðm.
Nordahl. Þá flutti Vilbergur Júlíusson snjall-
ann frásöguþátt, Mánakvartettinn söng nokk-
ur lög og Ól. Þ. Kristjánsson stjórnaði spurn-
ingaþætti. Að lokum var svo stiginn dans af
miklu fjöri. II. Th. B.
nótin og loðnunótin, sem stærri skipin notuðu
aðallega í fyrra. Smærri bátarnir, þeir sem
verið hafa með línu, munu fylgja fordæmi
hinna stærri og skipta yfir á netin mjög bráð-
lega.
I Grindavík hafa fram til þessa 6 bátar
róið með línu og aðrir 6 með troll. Af línu-
bátunum hafa 2 skipt yfir á net, en auk
þeirra munu um 12 bátar róa þaðan með net.
Mun fleiri báar eru nú sem óðast að búa
sig á veiðar í Grindavík.
Frá Sandgerð hafa 15 bátar róið með línu
fram til þessa og með 2 troll. Búizt er við að
yfir 20 bátar rói frá Sandgerði í vetur þegar
allir eru byrjaðir, — ýmist með net eða
nætur.
II. Th. B.
Jóhannes Árnason andaðist á elliheimil-
inu Hlévangi í Keflavík fimmtud. 2. feb. á
71. aldursári. Utför hans var gerð frá
Innri Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 8.
febrúar. Jóhannes var austfirskrar ættar,
cn hafði átt heima hér í Keflavík mörg
undanfarin ár og síðast á elliheimilinu
Hlévangi.
Á s. 1. hausti varð Jóhannes sjötugur og
í tilenfi þess var viðtal við hann
hér í Faxa, þar sem drepið var á það
helzta sem íyrir hann hafði borið um
dagana og sagt frá foreldrum hans og upp-
vexti. — Vísast hér til þessa viðtals, sem
var í októberblaðinu 1966.
Eftir að Jóhannes tók að reskjast var
hann lengst af heilsulítill, en hann var alla
ævi vænn maður og vinnufús.
Blessuð sé minning hans.
H. Th. B.
Huntley
Palmers
F A XI — 27