Faxi - 01.02.1967, Blaðsíða 1
Lið í. B. K. er lék til úrslita í innanfélagsknattspyrnuinóti Vals. Sigurvegarar mótsins B-lið í. B.K. í fremri röð, talið frá vinstri: Magnús
Iiaraldsson, Sveinn Pétursson, Þórhallur Stígsson, Grétar Magnússon,, Ríkliarður Jónsson þjálfari í. B. K., Kjartan Sigtryggsson, Einar
Gunnarsson og Guðni Kjarlansson. Aftari riið A-lið í. B. K. er lék til úrslita við B-lið Í. B.K. talið frá vinstri: Jón Jóhannsson, Einar
Magnússon, Ilögni Gunnlaugsson, Sigurður Albertsson, Jón Ól. Jónsson, Karl Hcnnannsson og Magnús Torfason.
I.B.K. SIGRAR
Fyrsta innanhús knattspyrnumót sem
haldið er í nýju íþróttahöllinni í Laugar-
dal í Reykjavík fór fram dagana 2. og 3.
febrúar s.l. Aður hafa slík mót verið hald-
inn í íþróttahúsinu að Hálogalandi en
vegna þrengsla þar hafa mótin ekki þótt
gefa góða raun. Með tilkomu nýju íþrótta-
hallarinnar í Laugardal hefur breyzt mjög
til hins betra og munu innanhúss knatt-
spyrnumót þar vafalaust verið mjög vinsæl
er tímar líða.
Þetta fyrsta mót í Laugardalshöllinni
var haldið í tilefni af 55 ára afmæli Vals
og var þátttaka í mótinti mjög góð eða alls
16 lið.
Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi
þ. e. það lið sem tapaði leik var úr leik.
Keflvíkingar sendu tvö lið til leiks og er
skemmst frá því að segja, að þau náðu
ágætum árangri, unnu alla sína andstæð-
inga og lentu að lokum í úrslitaleiknum
sem endaði eftir framlengdan leik með
jafntefli og var því hlutkesti látið ráða,
hvor væri sigurvegari mótsins og kom upp
hlutur 13-liðsins. Keppt var um fagran
verðlaunagrip sem afhentur var í lok
mótsins og veitti fyrirliði B-liðsins Kjartan
Sigtryggsson honum viðtöku.
Urslit í einstökum leikjum urðu scm
hér segir:
Þróttur a — Broiðablik 5;4
K.R. a — Þróttur b 7:1
Fram b — Haukar 5:1
Í.B.K. b — Valur b 4:3
Í.B.K. a — í. A. a 4:2
Valur a — K.R. b 3:2
Fram a — Víkngur 7:1
Síðara leikkvöld:
Þróttur a — K.R. a 5:3
Í.B.K. a — Fram b 3:2
Í.B.K. b — Í.A. b 5:2
Valur a — Fram a 5:2
Undanúrslit:
Í.B.K. a — Þróttur a 3:2
Í.B.K. b — Valur a 4:3
Úrslit:
Í.B.K. a — Í.B.K. b 4:4 og 5:5.
Hlutkesti: I.B.K. b vann mótið.
H. G.