Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 3

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 3
— Alveg prýðilega. Hann var maður hreinn og beinn og kunni vel til verka. — Hvenær kvæntist þú, Ingólfur? — Árið 1918. Kona mín var Anna Guð- jónsdóttir, systir þeirra bræðranna Valdi- mars, sem var búsettur í Keflavík og er nú látinn fyrir nokkrum árum, Þorbjörns, sem er bóndi á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum og Guðjóns O., bókaútgefanda í Reykjavík. — Hvar byrjuðuð þið að búa? — Við hófum búskap okkar í búsi Ein- ars afa míns í Keflavík, en hann var föður- bróðir konu minnar. Þaðan fluttumst við til Reykjavíkur og áttum þar heima um tíma, en fluttumst þá til Borgarness og svo skömmu síðar aftur til Reykjavíkur. Bjuggum þar í 'nokkur ár, en fluttumst þá aftur hingað að Litla-Hólmi og síðar til Keflavíkur. Aftur lá svo leiðin til Reykja- víkur og þaðan til Hafnarfjarðar, þar sem við bjuggum í all mörg ár. Enn fluttumst við í Leiruna, að Gufuskálum og síðar austur að Bjólu í Holtum og bjuggum þar í nokkur ár, fórum þá aftur til Kefla- víkur og áttum um skeið heimili í húsi Valdimars, bróður Onnu, þar til við flutt- umst á ný hingað í Leiruna og höfum síðan búið hér, eða þar til Anna lézt, þann 24. ágúst s. 1. Eftir fráfall hennar hefi ég hokrað hér einn á Reynistað. Ætti ég að gefa skýringu á þessum tíðu bústaðaskipt- um okkar, væri nærtækast að nefna stop- ula og óstöðuga atvinnu, sem leiddi af sér margvíslega erfiðleika við að framfleyta stórri fjölskyldu og sjá henni farborða á vandræðatímum kreppuáranna. — Hvað áttuð þið mörg börn? — Við eignuðumst 9 börn, 2 fæddust andvana, en þau sem upp komust voru: Kristín Salvör, gift Jóhanni Steinssyni rit- höfundi, Theodór, sem andaðist 28 ára gamall, Guðbergur, kvæntur Magnþóru Þórarinsdóttur, Inga, gift Skúla Vigfús- syni bifreiðastjóra, Þórdís, og yngstur er Einar, sem kvæntur er Ingibjörgu Jóns- dóttur frá Hellissandi. — Hvað búa margir nú í Leirunni, Ing- ólfur ? — Á hinu forna höfuðbóli, Gufuskál- um, eru nú viðloða 2 aldraðar manneskjur, ég er einn hér á Reynistað. Á landnáms- jörðinni Stóra-Hólmi eru 2 ungir menn, synir Kjartans Bjarnasonar, sem enn er talinn fyrir jörðinni, þó hann stundi þar ekki búskap. I Leiru munu því alls vera skrásett 6 manns. Að vísu kunna fleiri að skrifa sig hér, þó ég viti það ekki. Þá er þess vert að geta í þessu sambandi, að Golf- klúbbur Keflavíkur hefir keypt Hrúðu- nesið og leigt túnið á Stóra-Hólmi undir starfsemi sína, svo að þrátt fyrir fámennið, er hér töluverð mannaferð í sambandi við völlinn og langar mig að láta þess hér getið, að ég dáist að því, hve mikið þeir félagar eru búnir að gera hér fyrir landið. Þeir hafa ræktað það og prýtt á ýmsan hátt og finnst mér þeir eigi mikinn heiður og þökk skilið fyrir þessa starfsemi sína. Um hitt, hvort landið sé þannig rétt nýtt, frá hagrænu sjónarmiði séð, læt ég ósagt. Þar verða aðrir mér fróðari um að dæma. — Eins og þér er kunnugt, Ingólfur, hefir hér í Faxa á umliðnunm árum og áratugum, birzt margháttaður fróðleikur um merkilegt athafnalíf í Leirunni frá horfnum tímum, og er raunar einn þess- ara greinaflokka um þessar mundir í blað- inu. Þar sem ég þykist vita, að þú sért hafsjór af þekkingu um þessa hluti, langar mig nú að lokum að fræðast af þér um byggðasögu Leirunnar. — Já, nokkuð á ég til hennar að þekkja og er mér ljúft að leggja þar orð í belg, ef verða má til að varpa nokkru ljósi á sögu þessa staðar, sem nú er sem óðast að hverfa undir fannir tímans og gleymsk- unnar. Mun ég þá fyrst nefna bæina og <íxí><í^>0<><><í><><><><c><><^<><í>C><><X><><&<><Þ<><S<><><S><><>0<><í><í><><c><><><><><í>0<í<><> <<><X><><X><><><><><X><><X><&<><><><><><><<><><X><><^<><><<><><í<><^0<^^ tJ tgerðarmenn! FYRIRLIGGJANDI: Þorskanetaslöngur, teinatóg 16 og 10 mm, bólfœraefni 12 og 1-4 mm, belgir, baujur, bambus, netasteinar, línusteinar. Kaupfélag Suðurnesja Jórn- og skipadeild, sími 1505 H úsbyggjendur! Húseigendur! Framkvœmum alls konar mólningar- vinnu ó gömlum og nýjum íbúðum ó ódýran og smekklegan hótt. Höfum sérstakt vetrarverð. Athugið hin sérstœðu kjör og reynið viðskiptin. ATLI & SIGURÐUR Austurbraut 1 — Keflavík — Sími 2771 <><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><x><><x><><><><><><><x><><><><><>^^ F A XI — 19

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.