Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 8

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 8
NÍRÆÐ Guðfinna Einarsdóttir Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Ljóðlínur þessar úr haustkvæði Stein- gríms komu upp í huga minn, er ég leit inn til Guðfinnu Einarsdóttur, að heim ili hennar, Suðurgötu 16 í Keflavík. Hún hafði þann dag komið heim úr sjúkrahúsinu í Keflavík, þar sem hún hef- ur dvalið síðustu 8—9 mánuði. Og nú var hún komin heim til að halda jólin, og þá einnig að minnast 90 ára afmælisins, í dag, 19. desember. Glöð og furðu hress leysti hún úr nokkr- um spurningum mínum og kom þar í ljós skýrleiki hennar og furðu gott minni. Guðfinna er fædd að Höfða á Vatns- leysuströnd. Foreldrar hennar voru þau Einar Finnsson, smiður og Sólveig Ólafs- dóttir. Systkini Guðfinnu voru Guðrún, er bjó lengi í Hafnarfirði og Guðmundur, er var lengi forstjóri Timburverksmiðj- unnar Dvergs í Hafnarfirði. Þau eru nú bæði dáin. Hún ólst upp með foreldrum sínum þar til hún fór að Auðnum. Var hún þar í vist í 4 ár. Þar kynntist hún manni sínum, Helga Jónssyni frá Sólheimatungu í Borgarfirði. Þau fluttust nú til Keflavík- ur og giftu sig þar á afmælisdaginn henn- ar, 19. desember 1903. Og í Keflavík hefur hún átt heima síðan. Þau eignuðust einn son, er bar nafn föður hennar, og hét Einar Finnsson. Hann lézt 1935, aðeins 28 ára gamall. Einar var efnilegur ungur maður, sem foreldrarnir bundu eðlilega sterkar vonir við. Hann var listhneigður, músikalskur var hann og einnig kunni hann vel að fara með pensil, hvort sem um var að ræða vatnsliti eða olíu. En þá voru hér engin tækifæri, til að þroska slíka hæfileika. Hann var einnig hagur vel á tré og hafði komið sér upp trésmíða- vinnustofu í húsinu Suðurgötu 33, sem þeir feðgar byggðu. Einar hafði auðsjáan- lega fengið í arf frá móðurafa sínum meira en nafnið eitt, en afi hans, Einar Finnsson, var á sínum tíma þjóðhagasmiður. Það var því foreldrunum þungbær harm- ur, er hinn efnilegi sonur féll frá. Styrkur Guðfinnu og stoð var, þá sem ávallt, hinn ástríki og umhyggjusami eiginmaður, og hans naut hún enn um nokkur ár. En ör- lagabrautin er stundum vörðuð erfiðleik- um, sem erfitt sýnist að komast framhjá og þar kom, að hún varð að sjá á bak sín- um trausta og trygga förunaut. Helgi féll frá 14. apríl 1950 eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu. Síðan hefur Guðfinna búið ein og unnið við saumaskap á meðan heilsan leyfði. Því hún er hagleikskona á því sviði, sem hún á kyn til. Margan upphlutinn hefur hún saumað og þá einnig peysufötin, svo og önnur föt á karla og konur. Allt þetta hef- ur hún leyst af hendi með sinni einstöku snyrtimennsku, sem henni er í blóð borin. Og þrátt fyrir allt er þessi aldna kona, sem svo mikið hefur reynt, rík af þakk- læti. Þegar ég kveð hana, er þakklætið efst í huga hennar. Hún er þakklát sam- ferðafólkinu, sem rétt hefur henni hjálp- arhönd á erfiðum stundum. Hér verða ekki öll nöfn nefnd, er hún taldi upp, en sérstaklega vildi hún þó að getið yrði hjón- anna, Eyrúnar og Sigtryggs, er hún var lengi hjá og svo þeirra hjónanna, er hún nú dvelur hjá„ Jennýar og Arna Þorsteins- sonar. Ég flyt Guðfinnu innilegustu hamingju- óskir okkar hjónanna á þessum merku tímamótum og bið guð að gefa henni all- ar stundir góðar. Ragnar Guðleifsson. Að gefnu ('ilefni Að gefnu tilefni tel ég rétt að taka fram, að beiðni mín — í des. s. 1. — til fólks um að standa ekki á tröppum eða í forstofu póst og símahússins í Keflavík, var ekki að tilefnislausu. Það hlýtur öllum að vera ljóst, að mér ber að gæta aðstöðu viðskiptamanna pósts og síma, að þeir komist að póstkassa, sem er á tröppunum — geti athafnað sig við póstbox sín, er þeir hafa greitt fyrir, en þau eru á annað hundrað og staðsett í um- ræddri forstofu, og komist greiðlega inn í biðstofu og afgreiðslusal pósts og síma. En í jólaönnum og á öðrum annatím- um, er mikil notkun á tröppum og for- stofu, sem hvortveggja er mjög þröngt, svo að oft eru þrengsli, vegna þeirra mörgu, er hafa erindi að reka hjá pósti og síma — og því ekki hægt að heimila, að þessi anna- svæði séu notuð sem biðskýli fyrir flutn- ingafyrirtæki, enda slík skýli við Hafnar- götuna í ca. 200 m fjarlægð til hvorrar áttar og því óþarfi — nánast hugsunar- leysi, að standa þarna í vegi og valda töf -um og erfiðleikum við opinbera þjón- ustu. En auk þessa hafa þessar stöður far- þega Njarðvíkurrútunnar í dyrum póst- hússins aukið stórlega á slysahættu eftir að hægri umferð var upp tekin. Njarðvíkur- bílstjórinn vill sjáanlega vera kumpánleg- ur við sína viðskiptavini og stöðvar bíl sinn ætíð þannig að farþegarnir þurfa ekki annað en að hoppa af tröppum pósthúss- ins inn um bíldyrnar. Kannske gætir hann þess ekki, að hann brýtur lög næstum í hvert einasta skipti, er hann stöðvar þarna — eða metur meira hylli viðskiptavina sinna en lögin, því æfinlega leggur hann bíl sínum þvert yfir gangbrautina (Zepra- brautina) við horn pósthússins og lokar auk þess útsýni fyrir öðrum ökumönnum, sem ætla inn í götuna, og á bílastæðið, norðan við pósthúsið. Það skal að lokum tekið fram, að a. m. k. 80% af fullorðnu og þroskuðu fólki gerði sér grein fyrir ástæðum þessarar til- kynningar og hvarf af umræddu húsrými. Jón Tómasson. FAXI — 24

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.