Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 9

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 9
MINNING STEFÁN M. BERGMANN Því miður fer þeim nú ört fækkandi, gömlum Keflvíkingum, þeim, sem hafa sett svip á þennan bæ, bæði með ævistarfi sínu og þeim frændgarði sem til þeirra verður rakinn. Einn þeirra var Stefán M. Bergmann, sem lézt í Sjúkrahúsi Kefla- víkur 17. janúar s. 1. Stefán M. Bergmann var fæddur 9. sept- ember 1885 að Brekku í Garði. Foreldrar hans voru Magnús Bergmann frá Stað í Grindavík, siðar búndi og hreppstjóri í Fuglavík á Miðnesi og kona hans, Jóhanna Sigurðardóttir bónda og bókbindara í Tjarnarkoti bjá Fuglavík. Stefán var af kynslóð þeirra aldamóta- manna, sem víða er að góðu getið, þeirra manna sem fást við að breyta því kyrr- stæða bændaþjóðfélagi sem lítt hafði færzt úr stað langa bríð, veita viðtöku nýrri tækni, brydda upp á nýjum verkefnum í atvinnulífi; þessir menn sköpuðu það Is- land, sem gekk í nýtt umbrotaskeið á stríösárunum síðari. Stefán hóf starfsævi sína á sjómennsku eins og algengast hef- ur verið um Suðurnes. En hann vendir fljótt kvæði sínu í kross, fer til Reykja- víkur að læra ljósmyndaiðn og setur fyrst- ur manna upp ljósmyndastofu bér syðra, það var árið 1904. Fyrir þær sakir eru Suð- urnesjamenn þeirra tíma til á ágætum myndum í miklu ríkari mæli en ella. Arið 1911 varð Stefán fyrir því óláni að hús hans brann til kaldra kola og þar með ljósmyndastofan. Síðar reisti hann allmikið hús, tvílyft, á Hafnargötu 16 og bjó þar alla ævi síðan. Eftir þetta áfall sneri Stefán sér um skeið að hefðbundnari viðfangsefn- um. Hann vann á hollenzkum togurum, var formaður, stundaði útgerð og fiskverk- un og fleira í þeim dúr. En þegar fer að síga á þriðja áratug aldarinnar ræðst Stefán enn inn á nýtt svið. Bílaöld var að ganga í garð að marki og á því sviði hefur Stefán útgerð, er með þeim fyrstu sem skipulegg- ur reglulega vöruflutninga milli Keflavík- ur og Reykjavíkur svo og fólksflutninga. Synir Stefáns unnu mikið með honum að uppbyggingu þessa fyrirtækis, sem varð allmikið á þeirra tíma mælikvarða. Stefán rak einnig búskap og kom sér upp mynd- arlegu túni þar sem nú rís m. a. barna- skóli Keflvíkinga. Stefán gerðist þannig allumsvifamikill bæði á sviði hefðbundinna og nýrra greina í íslenzku atvinnulífi og komst í viðleitni sinni að jafnaði skör lengra en ætla mátti fyrirfram. En þegar seinni heimsstyrjöldin hefst og í kjölfar hennar nýtt og æsilegt breytingatímabil, þá er sem þessum sanna fulltrúa aldamótakynslóðar sé brugðið. Bæði er að nú tekur aldurinn að segja til sín með minnkandi starfsþreki og svo hitt, að honum mun að líkindum hafa fundizt að tímarnir, þessar snöggu breytingar, væru móthverfar hefðbundnum hugmyndum hans um framtak, meðferð fjármála, um persónulegan dugnað, sem hann átti kapp- nógan — og um ávexti slíks dugnaðar. Hann dregur sig smátt og smátt út úr atvinnurekstri. Um tíma ók hann skóla- börnum, í annan stað rak hann litla verzl- un í húsi sínu. Hin síðari ár var hann mjög farinn að heilsu. Kona Stefáns var Guðlaug Bergsteins- dóttir, einstaklega geðþekk kona, þau voru gefin saman árið 1906. Þau eignuðust sex börn: Jóhann, bifvélavirkja, Hreggvið, forstjóra, Þorstein, bifreiðarstjóra, Guð- rúnu, Onnu og Stefaníu, sem allar eru húsmæður í Keflavík. Niðjar þeirra hjóna eru nú um fimmtíu að tölu. Þau Guð- laug og Stefán ólu upp Sigurð Jóhanns- son Bergmann og var þeim mikill harm- ur kveðinn við dauða þessa efnilega pilts, sem bar að höndum er hann var aðeins 14 ára gamall. Guðlaug andaðist 22. febrúar 1952, 68 ára að aldri. * Sá sem þessar línur ritar er í hópi þeirra, sem vel man margar stundir í húsi afa og ömmu. Þar var einatt mannmargt og gleð- skapur á hátíðum, og á kyrrlátari stund- um var þar nóg rannsóknarefni og um- talsefni við görnlu hjónin í anda þeirrar dæmalausu forvitni, sem flestu ræður á þeim aldri. Þessar stundir eru sjálfsagður þáttur hlýlegra bernskuminninga. Síðar meir gat það vel komið fyrir að við Stefán settumst á tal saman: það var ekki lítils virði að kynnast í senn tengslum milli kynslóða sömu ættar og um leið því, hve gerólíkar þær voru að viðhorfi og reynslu og það af dæmi jafn sterks og gáfaðs manns og Stefán var. Nú að leiðarlokum er eftirsjá í því, að þær stundir urðu ekki fleiri. Arni Bergmann. KEFLAVÍK-SUÐURNES Á stofu. í heimahúsum. í samkvæmum. Passamyndir. Ökuskírteinismyndir. Eftirtökur á gömlum myndiun. Auglýsingamyndir. Pantið í síma 1890. Ljósmyndastofa Suðurnesja Túngötu 22 — Keflaví\ — Sími 1890 — Pósthólf 70 'l__________________________________________________J ---------------\ FRAMKVÆMUM ALLS KONAR MYNDATÖKUR \______________J FAXI — 25

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.