Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 11

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 11
Árshálíð Systrafélags Kcflavíkurkirkju verður haldin í félagsheimilinu Siapa sunnudaginn 9. marz næstkomandi, og verður vandað til hennar cins og undanfarin ár. Þar verður meðal annars fatasýning frá verzl. Kyndli, klæðadeild, undir stjórn frá Unnar Arngríms- dóttur. Sýndur verður allur algengur kven- og herrafatnaður, einnig táningaföt. Þá sýna börn úr Keflavík fermingarfatnað fyrir pilta og stúlkur. Sýningarfólk mun v.erða í skóm frá verzl. Guðrúnar Einarsdóttur, Keflavík, og bcra skartgripi og snyrtivörur frá vcrzl. Kyndli. Skemmtiatriði verða fjölbreytt, og verða flutt af félagskonum, sem einnig hafa saumað alla leikbúninga. Kaffiveitingar v,erða einnig með svipuðu sniði og áður. Þó verður tekin upp sú nýbreytni að selja börnum yngri en 12 ára miða á svalir, og er innifalinn kökuskammtur og öl, en verðinu mjög stillt í hóf. Á svölum verða konur sem líta eftir börnunum, og er þetta gert til að meiri ró vcrði í salnum fyrir fullorðna, sem vilja njóta. skemmtiatriða og sýninga. Kynnir verður Haukur Ingason, og mun hann cinnig sviðsetja og stjórna skemmtiatriðum. Það er von félagsins að Keflvíkingar og aðrir suðurnesjamenn fjölmenni, og njóti ánægjulegs sunnudags með fjölskyldu sinni og styrki með því starf félagsins. Allur ágóði rennur til Kcflavíkurkirkju, til kaupa á sjálfv.irku rakatæki, sem mun verða komið fyrir í orgcli kirkjunnar. Forsala verður á aðgöngumiðum í verzl. Kyndli, klæðadeild, 6.—8. marz, og munu þá borð verða tekin frá um leið. Góða skemmtun. — Stjórnin. <><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><3><><><><><><><><><><><><><> ♦ Ails konar málningarvinna. ♦ Málning á gömlu verði. GUÐNI MAGNÚSSON, málarameistari Suðurgötu 35 — Keflavík — Sími 2059 •><><><><><><>><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><í »<><><><><><><><><><><><><><><><><><>■>'> m Áfengismálafélag íslands. Áfengismálafélag Islands var stofnað fyrir nokkru af ungu, áhugasömu og hugsandi fólki, sem blöskrar það ástand er nú ríkir í áfengismálum landsmanna, og vill með stofn- un þessa félagsskapar vinna gegn þessu þjóð- arböli með sameiginlegu átaki margra þjóð- hollra manna. Nýlega sendu forgöngumenn þessara sam- taka frá sér þetta ávarp og óskuðu að fá það birt í blöðum landsins. Er fyllsta ástæða til að fagna þessum nýja félagsskap með þeirri einlægu ósk, að honum megi auðnast að vinna landi sínu og þjóð til heilla og blessunar. H. Th. B. Samborgari góður! Það kann að koma þér kynlega fyrir sjón- ir að fá orðsendingu sem þessa, en við lítum þannig á málið, að það sem við höfum að segja sé engum óviðkomandi, — ekki einu sinni þér og þínu fólki. Okkur langar til þess að kynna þér félags- skap, sem verið er að stofna. Þessi félags- skapur er Áfengismálafélag Islands, ÁMI. Nú kannt þú að spyrja hvaða erindi ÁMÍ eigi við þig, — ef til vill ekkert —. en að þessu getum við ekki komizt nema þú kynnir þér þessi mál. Ef þú aftur á móti telur málefnið þess virði, að þú viljir leggja því lið á einhvern hátt, þá mun sú liðveizla vel þegin. En þau mál- efni sem eru á stefnuskrá ÁMÍ, eru meðal annars að fræða sem allra flesta um alla mögulega og ómögulega þætti áfengismál- anna, sem við vitum öll að geta verið til skapraunar, heilsutjóns, fjárhagstjóns eða annarrar óhamingju hjá allt of mörgum okk- ar. Takmarkið er að koma á samstarfi að minnsta kosti tvö þúsund manns, sem áhuga hafa á þessum málum og vilja styðja að fram- gangi þeirra. Þetta kann í fljótu bragði að sýnast mikill fjöldi, en við nánari athugun er þetta aðeins 1% íslenzku þjóðarinnar. Við vonum fastlega, að stofnun þessa fé- lags snerti einhverja strengi hjá þér og þín- um nánustu, og einnig vonum við, að þið megið bera gæfu til að áfengi verði aldrei það vandamál í ykkar hópi, sem við verðum því miður að viðurkenna að er allt of víða. Við vonum ennfremur, að viðleitni okkar allra í sameiningu megi stuðla að því, að sem allra flestir upprennandi kynslóðar, börnin þín og börnin okkar, megi rata þann gullna meðalveg í þessum málum sem öðrum, sem æskilegur er til heilbrigðs og hamingjusams lífs. Með beztu kveðjum, Undirbúningsnefnd ÁMÍ. Til lesenda Faxa. Því miður barst blaðinu Kvcðja frá Vestur- hcimi, fróðlegt bréf sr. Ásgeirs Ingibergsson- ar, svo seint, að ekki var hægt að birta það í janúarblaðinu. REYKJAVIK ★ Borðið og búið lijá okkur FAXI — 27

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.