Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 7

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 7
SÆMUNDUR EINAP.SSON Fœddur 27. nóv. 1903. — Dáinn 28. jan. 1969. Fáein kveðjuorð. Þótt ég hafi þekkt hann Sæmund miklu minna en æskilegt hefði verið, get ég ekki látið hjá líða að skrifa þessar fáu línur, þótt ekki væri nema til að þakka honum þær gleðistundir, sem hann veitti mér í þau fáu skipti sem fundum okkar bar saman. Eg hef ekki verið Keflvíkingur nema í 8 ár, sem ekki telst langur tími í samskiptum manna, svo að kynni mín af Sæmundi gátu aldrei orðið mjög mikil eða náin, enda við sinn á hvoru aldursskeiöi og störf okkar mjög óskyld. Það var helzt að ég kynntist honum eitthvað að ráði í gegnum Bridgefélagið, en á þeim vett- vangi vorum við báðir mjög áhugasamir, þótt tíminn og atvinnan leyfðu þar ekk- ert óhóf á. Einnig kynntist ég honum nokkuð þann tíma, er hann ók sorphreins- unarbílnum hér í Keflavík. Þá skiptumst við nokkrum sinnum á tóbakskorni, um leið og við ræddum um landsins gagn og nauðsynjar, en þó öllu fremur um Bridge, sem okkur var báðum hugleikið umræðu- efni. Aldrei snerist tal okkar að bæklun hans, sem var svo mikil, að henni varð ekki leynt fyrir neinum og hlaut að valda honum miklum erfiðleikum og sárri þján- ingu, enda komst ég ekki hjá því að vor- kenna honum með sjálfum mér. En ég reyndi sem minnst að láta á því bera, enda veit ég, að það hefði ekki orðiö honum að skapi. I hvert sinn, er ég sá hann, þótt ekki væri nema tilsýndar, varð mér hugs- að til allra þeirra manna, sem kveina og kvarta hástöfum, þótt þeir fái aðeins kveisusti ng eða vindverki í einn dag á ævinni. En aldrei heyrði ég æðruorð af vörum Sæmundar, enda var hann hið mesta karlmenni, sem yfirsteig alla erfið- leika með hinu mesta jafnaðargeði. Lengst af stóð ég í þeirri tró, að hann hefði verið svona bæklaður frá fæðingu og hefði því aldrei þekkt annað hlutskipti í lífinu. En er ég frétti, nú fyrir skömmu, að hann hefði orðið svona eftir byltu, er hann hlaut í blóma lífsins, aÖeins 18 ára gamall, er ekki að efa, að „lífróðurinn“ hefur orðið honum þyngri en ella hefði verið. Sannfrétt hef ég, að oft hafi Sæmundur verið svo þreyttur eftir erfitt, en sam- vizkusamlega unnið dagsverk, að flestir alheilir menn heföu í hans sporum öllu fremur kosið að leggjast til hvíldar að kvöldi, jafnvel þótt Bridgekeppni stæði fyrir dyrum. En svo miklar mætur hafði Sæmundur Einarsson. hann á því, að „fletta spilum“ með félög- um sínum, að aldrei lét hann sig þar vanta né skarst úr leik, nema óviðráðanlegar or- sakir lægju þar að baki. Það var eins og hann finndi hvíld og fróun í spilamennsk- unni og eigum við spilafélagar hans auð- veldara með að skilja það en margir, sem aldrei á spilum snerta, því að við verðum hins sama varir, eftir erfiði og þunga dags- ins. I góðum félagsskap geta spilin fengið menn til að gleyma öllu öðru um stundar- sakir, þar á meðal öllum áhyggjum og basli, sem hverjum manni er lagt á lierð- ar, í misjafnlega ríkum mæli þó. Hversu leikinn Bridgespilari Sæmundur var, er mér ekki fyllilega kunnugt, til að geta dæmt þar um, enda er leiknin í sjálfu sér ekkert atriÖi á þeim vettvangi, heldur miklu fremur sú ánægja, sem menn hafa af drengilegri keppni og skemmtilegum leik. Hann var ekki að rífast eða skamm- ast, eins og svo mörgum hættir til, þegar mótspilarinn gerir einhverja augljósa vit- leysu. Ollu slíku virtist hann taka með jafnaðargeði, enda það skynsamur að vita, að ekki þýddi að sakast um orðinn hlut. Hann vissi, að menn reyndu alltaf, eins og hann sjálfur, að gera sitt bezta —, meira var ekki hægt að krefjast af nein- um. Sæmundur Einarsson sýndi Bridgefé- lagi Keflavíkur og nágrennis mikla rækt- arsemi alla tíð og lagði mikið af mörkum til eflingar þeirri félagsstarfssemi. Við fé- lagar þess, sem eftir lifum og höldum áfram að stytta okkur stundir þar, einu sinni í viku hverri, kveðjum nú Sæmund með sárum söknuði og þökkum honum hjartanlega fyrir allar samverustundirnar á liðnum árum. Við óskum honum góðr- ar feröar í hinu ókunna landi og vonum að andi hans megi alltaf vera á meðal okkar, þegar við á spilakvöldum heyjum okkar baráttu til vinnings eða taps. Okkur varð öllum ljóst hvert stefndi, þegar hann á einu keppniskvöldi í desem- ber s. 1. fékk aðkenningu að þeim sjúk- dómi (heilablóöfalli), er leiddi hann til dauða nokkrum vikum síðar. En við menn- irnir erum svo lítils megnugir, þegar dauð- inn ríður í hlað, að við getum engu þar um ráðið, þótt við vildum gjarnan geta tekið í tauminn og snúið „hestinum" af leið. Allt hefur sitt upphaf og sinn endi. Þannig er lífsins gangur. Eftirlifandi eiginkonu Sæmundar, börn- um þeirra, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum hans og vinum, vottum viö Bridge- félagarnir allir okkar dýpstu samúð og biðjum guð að blessa þau í mótlætinu. Bridgefélagið mun, svo lengi sem það verður við lýði, heiðra minningu hans og sýna honum þann sæmdarvott, er hann átti skilið. Keflavík, 5. febrúar 1969. Sigurgeir Þorvaldsson. Fcrðaáætlun. Sandgerði — Keflavík — Reykjavík. Frá Frá Frá Sandgerði: Keflavík: Reykjavík: 8,00 5,15** 6,50** 9,45 8,30 10,30 12,45 10,30 13,30 15,00* 13,30 15,30 17,00* 15,30 17,30 19,00* 17,30 19,00 20,20* 19,30 22,00 22,00 22,30 24,00 23,35* *ekið til Keflavíkur um Miðnesheiði annars um Garð. **ekki laugardaga og helgidaga. FAXI — 23

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.