Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1970, Qupperneq 3

Faxi - 01.03.1970, Qupperneq 3
Sannleikurinn verður ekki lagður í salt Rœða Loga Þormóðssonar ó œskulýðsdeginum. GóSir samkomugestir. Jóhannes skírari var óvarkár maður! Hann trúði á sannleikann. Heródes kon- ungur lifði í hórdómi. Jóhannes fór á fund hans og sagði honum, að hann skyldi hætta því. Hann stofnaði lífi sínu í hættu með því að gera þetta. Og meira en það. Já, svo illa gat til tekizt, að Rómverjar tækju sér tilefni til afskipta af málinu, og það gat leitt Gyðingaþjóðina alla út á blóðuga braut. Hvers vegna þagði Jóhannes þá ekki? Það hefði verið helmingi meiri hyggindi og gætni. Já. Ætli það nú annars? Jóhannes var fylltur brennandi trú, — trúnni á það, að sannleikurinn væri til í því skyni, að menn segi hann. Þeir menn eru til, sem halda, að hægt sé að pækilsalta sannleikann. Menn geta súrsað hann, halda þeir, geymt hann í tunnu, og gripið síðan til hans eftir hent- ugleikum. Þeim skjátlast. Það er ekki hægt að leggja sannleikann í salt. Hann er ekki til öðruvísi en lifandi. Og það á að nota hann á sömu stundu og hann segir til sín. Sé það ekki gert, deyr hann og rotnar og reynist skaðsamlegur innan skamms. Því hættulegust allra lyga er dauður sannleikur. Nú í dag, þegar unga fólkið innan kirkjunnar kernur saman og heldur í sam- vinnu við þá eldri sérstakan æskulýðsdag, er okkur nauðsynlegt að hafa í huga, að í dag er æskan, — sú nýja kynslóð, sem er að vaxa upp — hún er sérstakt vanda- mál stórra og smárra þjóða. Hún er aðal- umræðuefnið. Æskan er brennidepill þjóð félagsins í dag. Og við þurfum að hug- leiða, hvers vegna er svo. Hvers vegna lætur æskan svo mikið að sér kveða? Er æskulýður nútímans verri en áður var? Er eitthvað sérstakt á seyði? Það eru alltaf uppi raddir um það, að heimurinn fari versnandi. Æskan sé að fara í hundana og svo framvegis. Þessar raddir hafa lifað lengi, meðal annars fannst fyrir nokkrum árum 2000 ára gömul steintafla, þar sem rist var áletrun, sem taldi unga fólkið glatað. Þegar rætt er um æskuna, þá verður að hafa þessar staðreyndir í huga. Við meg- um ekki horfa með svartsýni á nýja kyn- slóð. Við þurfum, og eldra fólkið líka, að reyna að skilja hlutina. Meta þá eftir gildi þeirra. Kanna aðstæður og forsendur, en ekki fordæma alla hluti fyrirfram. Unga fólkið gerir í dag miklar kröfur. Logi Þormóðsson. Það er líka alið upp við önnur lífsskilyrði en þeir sem á kröfurnar hlusta. Unga fólkið er alið upp í allsnægtum miðað við foreldra þess. Og því metur það hlutina frá öðrum sjónarhóli. Foreldrar okkar voru aldir upp við vinnu, — mikla og stranga vinnu frá barnsaldri. Tómstundir hafði það engar. Þær tómstundir einar að hvílast eftir erf- iðan og strangan vinnudag. Fátæktin var sú vofa sem allir hræddust. Og sú vofa kom víða við. Það fólk sem við þessi lífsskilyrði bjó, hefur því miður ekki að öllu leyti gert sér grein fyrir því viðhorfi, sem skapast hjá börnum og unglingum, sem hefur nægar tómstundir — æsku, sem leitar verkefna við sitt hæfi. Ef við einangrum hugsanir okkar nú við bæinn okkar og þau viðfangsefni, sem okkur finnst mest brennandi í dag, þá sjáum við, að æskulýðsvandamál er hér til. Hér í Keflavík tíðkast það, sem annars staðar, að skipta ungum og gömlum eða miðaldra í andstæða hópa, og síðan er stjórnað út frá því. Eg tel, að þessi skipt- ing sé báðum til tjóns. Eg tel það mjög mikilsvert í dag, að unga og gamla fólkið nálgist hvort annað, láti ekki tækniþjóð- félagið slíta bönd samskipta og skilnings, sem þarf að ríkja hjá þessum aðilum. Hér þurfum við, sem ungir erum, að segja sannleikann. Við þurfum að grípa í taumana og gera öðrum það ljóst, að sú stefna, sem uppi er í dag í þjóðfélaginu, að lausnin sé einfaldlega ekki sú að moka peningum í æskuna, hún sé ekki næg. Til þarf að koma lifandi áhugi beggja aðila, svo vandamálin leysist. Það dugir ekki að stofna ráð og nefndir og telja sér síðan trú um, að dæmið sé leyst. Hvort sem stofnuð eru æskulýðsráð, eða æskulýðsnefndir, er það engin lausn, ef þessir aðilar sitja hátt uppi yfir öðrum, — líkt og marghöfða þurs skilningsleysis og ráðleysis. I slíkum nefnd- um og ráðum verður að vera fólk, sem er lifandi í trúnni á framtíðina. Fólk sem trúir því, að með samvinnu þess sjálfs náist lengra en ella. Ég minntist áðan á Jóhannes skírara. Hann var einn þeirra, sem mat vanda- málin, fór síðan sínu fram og sagði mönn- um til syndanna, ef honum bauð svo. Við þurfum eins og hann að hafa það hugfast, að sannleikann leggjum við ekki í salt. Logi ÞormóSsson. ?>«><>«>««>«>«>«><>«><«>«><>««><>< Úfgerðarmenn! Uppsett lína og ábót Baujuluktir KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn- og skipadeild - Sími 1505 Verðlækkun á Trétexi Mótatimbri Smíðavið KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Jórn- og skipadeild — Sími 1505 FAXI — 35

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.