Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 2
FÆREYJAFERÐ L.K.
Baldur Hólmgeirsson:
„HEPPiN ISLENDSKUR SJONLEIKUR
í SJÓNLEIKARHÚSINU"
— Þegar þú kemur næst, þá komdu í
maí og sjáðu, hvernig gróðurinn fikrar sig
upp eftir hlíðunum, svo að eyjarnar verða
grænar á örfáum dögum ...
Það var, þegar ég var að dást að gróðr-
inum og þessu sérkennilega landslagi í
Færeyjum, að einn þeirra mörgu vina, sem
ég eignaðist meðal þessarar bræðraþjóðar
okkar sagði þessi orð við mig.
Það var um miðjan september, að leik-
flokkur frá Keflavík hélt til Þórshafnar í
Færeyjum til að sýna leikritið „Kjarnorku
og kvenhylli“ eftir Agnar Þórðarson, en
á síðastliðnu vori sýndum við leikritið hér
í Keflavík. Frá því að uppvíst varð um
ferð okkar og næstum fram á síðasta dag
var reynt að telja mér trú um, að vikan
nægði mér fyllilega, til þess að kynnast því,
sem markvert væri í Færeyjum. Reynslan
leiddi aldeilis annað í ljós. Vissulega sáum
við ýmislegt, fórum víða og kynntumst
mörgum, en hitt er mér mæta ljóst, að svo
stuttur tími nægir engan veginn, þó að
inaður hafi sig allan við.
Það má vel vera, að kringumstæður
okkar Keflvíkinganna hafi verið á þá lund,
að ferðamaður, sem til Færey.ja kemur,
sjái þær ekki í sama ljósi. Eg skal ekki fara
út í röksemdafærslur í þeim efrtum, — en
hitt skal reynt: að láta hugann hvarfla
smástund við ritvélina aftur til sæludag-
anna, sem við eyddum þarna, og bið ég
þig þegar forláts, lesari minn góður, ef þú
fylgist ekki með mér á þann veg, að þú
hafir ánægju af, er ég reyni að gera þig að
hlutdeildarmanni í samfagnaði, sem lífs-
glatt fólk fær því miður svo alltof sjaldan
að upplifa, en getur aðeins gerzt meðal
beztu vina.
Knút Wang — íslandsvinurinn
mikli
Knút Wang sagði eitthvað á þá leið,
þegar hann fagnaði okkur, að bæði hefðu
eylönd okkar byggzt af sömu þjóðum, og
því hefðum við talað sömu tungu, og ætt-
um sama uppruna. Nú væri að hefjast
nýtt landnám í Færeyjum, landnám af-
komenda landsnámsmannanna íslenzku,
og værum við frændurnir hjartanlega vel-
komnir, en alltof sjaldséðir.
En því get ég Knúts hér í upphafi, að mér
fer eins og fornmanninum að sé minnzt
á vini eða góða menn, hlýtur Knút að
koma mér í hug. Undir þau orð mín veit
ég alla ferðafélaga vilja mega taka heils
hugar, því hann á naumast sinn líka. Þar
kemur ekki aðeins til gestrisni og höfðing-
lund, heldur fyrst og fremst sá innileiki í
viðmóti, sem gerir hann öðrum mönnum
glæsilegri. Hlýi glettnisglampinn í aug-
unum kemur upp um hann sem forystu-
mann á stjórnmálasviðinu, og skörpu
drættirnir í munnvikjunum gefa til kynna
að það sé ekkert grín að karpa við hann
á þeim vettvangi, þótt svo þessi tvö höfuð-
einkenni undirstriki meðfædda skophæfi-
leikana, sem mér er sagt, að hann kunni
öðrum betur að beita á lei'ksviði. Eg læt
þess ógetið, hvað hann sagði við okkur að
skilnaði, þvi að þau orð voru fyrst og
fremst ætluð til þess að meitlast í vitund
ckkar í virðingu og þökk til þess, er þau
mælti og þeirra, sem hann var fulltrúi
fyrir, en aldrei hef ég heyrt jafn listilega
þakkað góðum gestum.
Lögmaður, ritstjóri o. fl.
Eftir á er það mér undrunarefni, hvernig
þessi önnum kafni lögþingsmaður, rit-
stjóri, pólitíkus og hvaðeina fleira, gat
fundið sér tíma til að eyða með okkur,
létta undir með okkur í hvívetna, sýna
okkur sögufræga staði, tala við okkur og
útskýra, og það meira að segja á íslenzku,
því að hana kann hann reiprennandi. Við
skulum nefnilega ekki ganga að því grufl-
Knút Wang í ferðaskapi, með brandara á vör.
138 — FAXI