Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 19

Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 19
heimleið i haustkyrrðinni, þessari mjúku, dimmhlýju haustkyrrð, sem minnir þig einna helzt á síðjúlíkvöld á Ytri Brekkunni á Akureyri, lifir saunglandinn í þér, og sem þú rjátlar upp brekkurnar, eftir mal- bikuðum stígnum í Þórshöfn, ræður þú naumast við þig, og þú getur ekki stillt þig um að valhoppa nokkur skref eins og kálfur á fyrsta úthleypingardegi og jafnvel saungla svolítið fyrir munni þér. Við skulum vona, að enginn hafi heyrt í þér eða séð til þín. Sjálfan þig skiptir það ekki máli þá stundina ... því að þú ert einn með ánægju þinni. Göturnar í Þórshöfn eru malbikaðar, það eru líka allir þjóðvegirnir. Þeir eru kannski ekki allir breiðir, og sums staðar Oshlíðarbrattar fyrir ofan og neðan, og kvenfólkið æjar og óar og ákallar drottin sinn og undrast glannaskap bílstjóranna og gleymir sínum eigin akstursmáta heima á gamla Fróni. En það er svo margt, sem fyrir augun ber, að svona smámunir sitja ekki lengi í manni. Blundandi bóndaeðli vaknar jafnvel, og maður fer að bera sam- an vænleika sauðanna og velta fyrir sér, hvort hnybbnu hestarnir þarna séu ekki af okkar kyni; maður sér vissan skvldleika í stærðinni, en finnst þessir ekki eins renni- legir, og svo er klippingin á faxi og tagli ankannaleg. Þessir hestar eru heldur ekki eins fallegir í framan, en kímnigáfan virð- ist í lagi: ég gleymi seint þessum, sem hafði svefnpokann á túninu hjá sér og var á litinn eins og gömul eirstytta, sem spanskgrænan er farin að setja svip sinn á. Það væri gaman að vita hvað hestalita- fræðingar vorir hefðu sagt um gripinn þann. Knútur er af bóndakyni og hann segir mér af færeyska hestinum, furðulegu kyni, sem nú er víst útdautjt. Þeir dugðu vel í brattanum, hentugur í smalamennsku og tamdir sérstaklega til að Ihalda kindun- um milli framfótanna, meðan bóndinn rúði þær. Hef ég ef til vill áður litið þenrtan fjörð? En því tala ég um uppvakningu bónda- eðlisins, að upplifun frá sveitavistardög- unum norður í Eyjafirði, — löngu horfin inn á milli allra blaðanna í lífsmöppunni, sem maður gengur með undir hendinni í þessari víxlasláttarlempni, sem við köll- um æviskeið á tuttugustu öld, — rifjaðist upp fyrir mér í þriggja alda görnlum bæ, sem stendur við gamlan víkingafjörð. Nú heitir staðurinn á landabréfinu Sak- sun, en það þarf ekki langa lcit til að fá skýringu á því, hvernig nafngiftin er til komin. Hún á rót sína að rekja til víkinga- tímabilsins, og hét þá Saxhöfn. Dúfu- garður heitir og hét bærinn, sem við heim- sóttum einn daginn. Þar sáum við hlóða- eldhús, taglreipi, klifbera, sauðskinnsskó og svo ótal margt fleira, sem allt var unnið af höndum úr því, sem fáanlegt var á bú- inu sjálfu, rétt eins og hjá okkur sjálfum fyrir svo tiltölulega stuttum tíma. Það er gömul kona, sem sýnir okkur um allt, og við skiljum hvert einasta orð, sem hún segir. Hún er ferðamönnum vön, og ætlar stundum að bregða dönskunni fyrir sig til skýringar, en um leið stöðva færeysku vin- irnir okkar hana, og segja henni, að við skiljum becur færeyskuna (hennar, — því að hlutirnir heiti sömu nöfnum á málum okkar beggja. A þessum stað verð ég fyrir furðulegum áhrifum. Hvort það er fyrir samtalið við gömlu konuna, sem mér finnst næstum því hafa verið að lýsa fyrir mér skagfirzku byggðasafni, engu síður en færeysku, dreg ég mig út úr hópnum, sem unir við nýlegri muni, þótt gamlir séu, og geng einsamall út á hlað. I regnúðanum skyggnist ég um af hlaðinu, yfir fjörðinn, grænar hlíðarnar, niðandi fossana, sem hlaupa stall af stalli, lemjandi klettana og klappirnar, sem þeir hafa ekki megnað að grafa sig niður úr gegnum aldirnar — og því lengur sem ég horfi á þennan stað, því betur finnst mér ég þekkja hann. Hyldjúpan, þröngan fjörðinn með bröttum grænum hlíðum á beggja vegu, skipalægi, öruggt fyrir vind- um og sjóum, og niður aldanna lætur mér í eyrum eins og bergmál. Skrautbúin skip, flytpandi fríðasta lið að landi, — eða ef til vill í skynjun íbúa þessa staðar grenjandi víkingahjörð, til alls vísa, steðjandi upp frá lendingunni. Hef ég ef til vill áður litið þennan fjörð af knarrailþiljum og ráðizt til landgöngu neðan úr botninum? Hver veit, — og hver fær skilið þagnarmál hlíð- anna, fossanna og gömlu bæjarrústanna, þar sem óskráðir atburðir hljóta að hafa gerzt ? Jón Sivertsen og Eiríkur rauði Og svo allt í einu hrekkur maður upp við það, við það, að ritstjórinn segir, að plássið sé þrotið, og þótt engan veginn sé unnt að segja amen eftir efninu, skal botn- inn sleginn í. Eins og það er þó margt eftir, sem gam- an væri að minnast á; túrinn til Kirkju- bæjar og ferðasaga Jóns Sívertsen, þess létta og káta gestgjafa okkar, sem vissu- lega átti sinn stóra þátt í að gera ókkur dvölina þarna ánægjulega — að ógleymdri hans alúðlegu og hörkuduglegu ekta- kvinnu — og svo voru kynnin við. Akureyringinn Eirík rauða, — sem var búinn að læra tíu saungva, — og hans indælu konu. Þá væri gaman að segja frá firðinum, þar; sem bátsbryggjan var svo lág, að maður hélt, að hún hefði verið sett upp í gríni. En þarna gætti alls ekki flóðs og fjöru! Ein upprifjun að lokum ... Við hjónin höfðum skroppið niður í miðbæ síðla kvölds, tvö ein. Það var fátt á götunum, konditóríið lokaði klukkan ellefu, og út um gluggann hafði ég fylgzt með unga fólkinu, sem var að koma út úr safnaðarheimilinu Ebenezer. Þeir viðhafa niðurdýfingarskírn, eiga þetta stórglæsi- lega félagsheimili, þar sem þeir halda sam- komur sínar og föndurkvöld, aðallega fyrir unglinga. Þarna er mikið um músík. Leiðrétta hvert annað ísálmasöngnum A leiðinni heim — í myrkrinu og kyrrð- inni — stöldrum við um stund við hjá sjálfsala inni í húsagangi. Ég er afskap- legur klaufi á sjálfsala, og þeir væru búnir- að féfletta mig stórlega, ef ekki væru jafn- an einhverjir góðir menn nærstaddir til að leysa úr vandræðum mínum. Inni í húsa- ganginum hanga þrjú ungmenni, á ferm- ingaraldri, eins og við myndum segja, því að það hugtak er afskaplega teygjanlegt. Með sítt hár, vannæringarútlit unglings- ins og í þessum lörfum, sem hvað helzt eru í tízku. Þau eru að rabba saman og raula einhver beat-lög, eða lagstúfa og bera sam- an bækur sínar. Allt í einu kemur annar strákurinn til mín og segir mér, að svona eigi ég ekki að fara að, heldur hinsegin, og sjá! Sjálfsalinn opnast eins og fyrir töfraorði! Eg þakka, en hann ypptir öxl- um, ekkert sjálfsagðara. Við göngum út. Krakkarnir eru aftur farnir að raula og karpa um lagatextana sína, og á leiðinni framhjá þeim heyri ég, að Jesús, Jesús, kemur fyrir hvað eftir annað! Þau eru þá að leiðrétta hvert annað í sálmasöngnum, sem þau hafa verið að læra eða æfa um kvöldið niðri í Ebenezer. Og sá áhugi var ótvíræður. Eg ætla ekki að fara að prédika, en þessa mynd varðveiti ég sem einhverja óvænt- ustu stemninguna í endurminningahópn- um frá kynnunum af bræðraþjóðinni okk- ar. FAXI — 155

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.