Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 8

Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR HEEUA 0 ALL! LSVARTIR þjálfari hjá liðinu Haka, kom og bauð Kjartan Sigtryggsson, sem eins og kunn- ugt er, gegnir lögregluþjónsstarfi hjá Sam- einuðu þjóðunum, hefur sent FAXA bréf það sem birtist hcr á eftir, og kunnum við honum hinar beztu þakkir fyrir. „Loksins læt ég nú verða af því að skrifa, eins og ég var búinn að lofa, en ég biðst fyrirgefningar á, hvað það hefur dregizt. Ymislegt hefur drifið á dagana, síðan ég kom hingað til Júrvíkur. Eftir að hafa dvalið hérna í tvo mánuði, áttaði ég mig á því, að nógur tími var aflögu hjá mér, svo ég ákvað, að draga fram fótboltaskóna og skella mér útí íþróttina af fullum krafti. Hið fyrsta var auðvitað, að reyna að finna eitthvert lið, til að æfa með. Ég fór því að svipast um hér á knattspyrnuvöllun- um, hvort ekki væri til lið, sem ég gæti komizt í. Sú athugun bar þann árangur, að mér var boðið að leika með liði, sem „Zenith“ heitir, og tók ég því boði með þökkum, og var mér jafnframt sagt, að mæta til æfinga hjá þeim næsta sunnudag. Þegar hann loks rann upp, mætti ég í fullum skrúða með pump og prakt, en augun í mér urðu nokkuð stór, þegar ég sá alla meðspilara mína, þeir voru allir kolsvartir. Með þessu liði lék ég nokkra leiki, sem miðivörður og hafði ánægju af. En svo bar það til eftir einn leikinn, að mér að leika stöðu markvarðar hjá þeim. Eg sagði honum eins og var, að ég væri ekki í nógu góðri æfingu, til að spila í markinu hjá þeim, en svo sló ég þessu bara upp í kæruleysi og lét tilleyðast. — En erfitt var það. A einum mánuði léttist ég um 15 pund (ég sé nú reyndar ekkert eftir þeim), en að þeim tíma loknum lék ég nokkurs konar úrtökuleik hjá þeim, um það, hvort menn fengju samning. Tóti Trymbill (það er Þórir Maronsson. Innskot blaðsins)), var viðstaddur þennan leik og hann sagði að ég hefði staðið mig þokkalega. Sennilega var það rétt, því fé- lagið bauð mér samning, en það er ekkert offjár, 40 dollarar fyrir hvern leik, en auk þess fáum við ýmiskonar fríðindi, sem erf- itt er að meta til fjár. Deildin, sem Hota leikur í, heitir „Ger- man American League“, og eru liðin fjór- tán í henni. Við höfum núna leikið fimm leiki og erum í 2.—3. sæti með sex stig. Við höfum unnið tvo leiki, tvö jafntefli og eitt tap; búnir að skora sex mörk, en fá á okkur tvö. Þykir árangurinn góður, einkum ef tekið er tillit til þess, að við erum fimm nýliða. Hota er þekkt lið hérna, þeir urðu deild- armeistarar 1970, en númer tvö í fyrra, 'Kjartan Siglryggsson í lögreglubúningi S.Þ. töpuðu úrslitaleiknum í vítaspyrnukeppni. Félagið var stofnað árið 1922, svo það verður 50 ára á þessu ári. Með félaginu leika nokkrir atvinnumenn, sem leika með öðrum liðum í atvinnudeildinni. Leikir í þeirri deild fara fram á laugardögum, svo þessir félagar geta spilað með okkur á sunnudögum. Knattspyrna er ekki hátt skrifuð hérna í Bandaríkjunum, en þó eru um 1000 lið í New York og þar af eitt full-atvinnulið, og urmull af hálfatvinnuliðum. Jæja, þá er bezt að fara að slá botninn í bréfið í þetta sinn. Eg hef í hyggju að skrifa seinna og segja meira frá dvölinni hérna. Að lokum bið ég að heilsa öllum vinum og kunningjum heima. Kjartan Sigtryggsson, Andersson Room 3b-9, JJnited Nations, New Yor/{ 10017, N. Y. U. S. A. Munið SP0RTVÍK Hafnargötu 36 - Keflavík Nýff símanúmer: 2006 v--------------------------------------------> 144 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.