Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 13
Skákþáttur FAXA!
Skákíþróttin hefur átt misgóðu gengi að
fagna á Suðurnesjum. Stundum hefur hún
verið iðkuð af miklum áhuga, skákfélög
starfað af krafti og keppt um ýmiskonar
titla, en þess á milli hefur hún legið í lág-
inni og sárafáir hafa haft eirð í sér við að
hanga yfir taflborði.
Eitt slíkt deyfðartímabil skáklistarinnar,
er nýgengið yfir hér á Suðurnesjum, eða
svo vona unnendur íþróttarinnar að
minnsta kosti. Æskulýðsráð Keflavíkur
ásamt Barnaskólanum, gengust fyrir skák-
æfingum og keppni á s. 1. vetri, með prýðis-
góðum árangri, og Skákfélag Keflavikur
hóf einnig starfsemi sína að nýju, eftir
margra ára hlé.
Okkur finnst því tilvalið — og bein-
línis skylt, að taka upp fastan skákþátt
í FAXA, til að koma á móts við áhuga-
menn þessarar göfugu íþróttar. Við mun-
um reyna eftir fremsta megni að birta
skákir og skákdæmi, eftir þekkta snillinga,
jafnframt því, sem við fylgjumst með því,
sem er að gerast á heimavígstöðvunum, og
skýrum frá því.
Okkur væri einnig mikill fengur í því,
að fá til birtingar skákir, sem tefldar hafa
verið af Suðurnesjamönnum.
(Hæg eru heimatökin! T. d. áttu Kefl-
víkingar Islandsmeistara í skák 1964,
Helga Olafsson)!
Okkur er kunnugt um margar vel tefld-
ar skákir og óskum eindregið eftir því, að
þið skákáhugamenn, sendið okkur þær
skákir ykkar, sem þið teljið þess virði, að
komi fyrir augu lesenda þessa þáttar, í
pósthólf 115, Keflavík.
Að þessu sinni er hugmyndin að birta
eina skák. Ætla mætti, að við tækjum ein-
hverja nýteflda skák, eins og t. d. frá
heimsmeistaraeinvíginu í skák, sem haldið
var í Reykjavík í sumar, en okkur finnst
eiginlega, að það sé að bera í bakkafullan
lækinn, að birta skákir þaðan. Fjölmiðlar
gerðu þeim svo rækileg skil, að stór hluti
heimsbyggðarinnar, gat fylgzt með skák-
unum, leik fyrir leik, þegar Bandaríkja-
maðurinn Robert Fischer, sigraði Rússann
Boris Spasský.
Við veljum því þann kostinn, að bregða
okkur dálitið aftur í tímann, svona á að
gizka 100 ár, og draga úr pússi okkar skák,
sem hinn óviðjafnanlegi snillingur Paul
Morphy tefldi, en hann var Bandaríkja-
maður eins, og núverandi heimsmeistari,
og fæddur í New Orleans, 22. júní 1837,
sonur dómara, en foreldrar hans voru af
írsku, frönsku og spönsku þjóðerni.
Fljótlega kom í ljós, að Morphy var
framúrskarandi vel gefinn. Þegar hann
20 ára kom opinberlega fram sem skák-
meistari, gat hann talað fjögur tungumál,
en auk þess hafði hann tekið fyrsta flokks
próf sem lögfræðingur.
Hann lærði skák jafnframt námi sínu
og gerði ekki einungis að auka skákstyrk-
leika sinn, heldur kom fram með margar
nýungar, í skáklistinni. Hann var fyrst og
fremst sóknarskákmaður, sem beitti oft
leikfléttum ástórfenglegan hátt, á hinum
stutta, en glæsilega skákferli sínum.
POUL MORPHY.
Árið 1857, sigraði Morphy á stóru skák-
móti i New York, og vann sér viðurkenn-
ingu, sem leiðandi skákmaður í Banda-
ríkjunum. Með þennan sigur að veganesti
hélt hann til Evrópu, þar sem hann kom,
sá og sigraði. Morphy sigraði alla skák-
menn, sem voguðu að mæta honum í
keppni. Þeirra á meðal voru þeir Harrwits
og Lövendahl.
Einn stærsta og athyglisverðasta sigur
vann hann í París, þar sem hann tefldi við
prófessor Adolf Andersen, frá Breslau, sem
tvímælalaust mátti álíta sterkasta meistara
í Evrópu. Eigi að síður varð hann að lúta
lægra haldi fyrir Morphy, sem sigraði með
yfirburðum, hlaut 8 vinninga gegn 3 vinn-
ingum Andersens.
En stjarnan, sem skinið hafði svo skært,
dvínaði aftur. Enginn skákmeistari gat
sigrað Morphy, en líkamskraftar hans voru
ekki í samræmi við andlegan styrkleika.
Eftir heimkomuna dró hann sig smám
saman í hlé frá opinberri keppni. Hann
varð sinnisveikur og lifði kyrrlátu lífi á
heimili sínu og lézt hinn 10. júlí 1884.
Skákin, sem hér fer á eftir, hefur senni-
lega verið birt oftar en nokkur önnur skák
í heiminum, en eins og góð vísa er aldrei
of oft kveðin, þá er snilldarleg skák aldrei
of oft skoðuð.
Hvítt: Paul Morphy.
Svart: Hertoginn af Brunswic\ og
Isouard greifi.
1. e2—e4
2. Rgl—f3
3. d2—d4
4. d4xe5
5. Ddlxf3
6. Bfl—c4
7. Df3—b3
8. Rbl—c3
9. Bcl—g5
10. Bc3xd5
11. Bc4xb5f
12. o-o-o
13. Hdlxd7
14. Hhl—dl
15. Bb5xd7f
16. Db3—b8f
17. Hdl—d8 mát.
e7—e5
d7—d6
Bc8—g4
Bg4xf3
d6xe5
Rg8—f6
Dd8—e7
c7—c6
b7—b5
c6xb5
Rb8—d7
Ha8—d8
Hd8xd7
De7—e6
Rf6xd7
Rd7xb8
ABCDEFGH
F A X I — 149