Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 14
Ragnarsbakarí eykur starfsemi sína
Ragnar Eðvaldsson hefur nýlega fengið
aukið húsrými fyrir starfsemi sína, en hann
hefur sem kunnugt er, rekið bakarí sitt á
Hringbrautinni — og var það fyrir löngu
orðið of lítið. Hið nýja húsnæði er milli
Smáratúns og Hátúns og er þar eingöngu
brauðgerð, en kökugerðin verður eftir sem
áður á Hringbrautinni.
Ragnar hefur fest kaup ó mörgum nýjum
og fuilkomnum vélum, sem auka afkastaget-
una, að miklum mun, en meðalframleiðslan
á dag, er um 1500 franskbrauð, og sama tala
af pylsulbrauðum, 500 rúglhveitibrauð, mjög
næringarrík, auk margra annarra gerða
brauða. Ragnar hefur markað á öllum Suður-
nesjum fyrir framleiðslu sína, meðal annars
á Keflavíkurflugvelli. Hjá Ragnari vinna nú
19 manns.
Heimir fluttur á Hafnargötuna
Heimir Stigsson, sem manna mest hetfur
reynt að varðveita ásjónu okkar og söguleg
augnablik, með ljósmyndagerð sinni, hefur
flutt Ijósmyndastofu sína af Túngötunni, þar
sem hún hafði starfað frá upphafi og í Haga-
fellsbryggjuna, á homi Hafnargötu og Vtík-
utbrautar. Sagði Heimir í spjalli við Faxa,
að þetta væri mun rýmra og hentugra hús-
næði, en hann hefði áður haft til afnota, og
á það jafnt við ljósmyndatökusalimin og vinnu-
herbergin, svo að öll vinnuskilyrði batna til
mikilla muna.
„Sœlgœtissígarettur" seldar börnum
,jSælgæfissígarettumar“ svonefndu skutu
upp taollinum í notakrum verzlunum í vor,
en hurfu blessunarlega af markaðnum fyrir
harðfylgi nokkurra hugsandi foreldra. Nú eru
þær farnar að sjást aftur, og eru aðeins
nolkkrir dagar aíðan ég tók sMkan pakka af
barmmgum sontnn mímum.
Það er eklki ástæða til að gefa upp nafn
„sjoppunnar", sem selur þennan fjára, að
þessu sinni, en ef eigandinn sér etaki að sér,
og nemur vaminginn á brott úr umferð, verða
viðeigandi róðstafanir gerðar.
Við skulum ekki fjölyrða um skaðleg áhrif
varnings af þessu tagi, heldur taka fyrir ó-
sómann í Upphafi. Eða hvað segið þið um það,
sem í kjölfarið kynni að koma: brennivíns-
flöskur með gosdrytakjum handa blessuðum
bömunum, til að venja þau við?
„Reiður faðir“.
Fundur um nýjungar í byggingariðnaði
Iðnaðarmannafélagið hélt fund um nýjung-
ar í byggingariðnaði fyrir noklkru. Flutt var
erindi og sýndar litskuggamyndir. Síðan vom
fyrirspumir leyfðar og þeim svarað.
Hœrra verð — minni neyzla.
A alþjóðaráðstefnu um áfengis- oog fíkni-
efnavandamálið, sem haldin var í Amsterdam
í byrjun september í ár, á vegum ICAA,’f var
kanadíski vísindamaðurinn Róbert Popham,
sæmdur Jellinekverðlaununum. Er það mesta
viðurkenning, sem veitt er vísindamönmnn,
sem að rannsóknum ó áfengis- og fíkniefna-
málum starfa.
Nýlega hefur Róbert Popham ásamt tveim
öðmm löndum sínum, Wolfgang Schmidt og
Jan de Lint, sem báðir eru þetaktir vegna
rannsókna sinna á áfengismálum, samið
skýrslu um tjón af völdum ófengisneyzlu.
Er slkýrslan samin á vegum einnar merkustu
rannsóknastofnunar heims ó þessu sviði,
Addiction Research Founidation of Ontario.
I skýrlslunni komast vísindamennimir að
þeirri niðurstöðu, að færri yrðu áfengi að
bráð, dryikkjusjúklingum fækkaði, ef verð
áfengra drykkja hækkaði verulega frá því,
sem nú er.
Vísindamennirnir segja: „Alit cfckar er, að
ríkisstjórnir ráði öflugu vopni, til að hafa
hemil á áfengisneyzlu. Samt sem áður er
margt, sem kemur í veg fyrir, að þVí sé beitt.
Til að fjörlægja þær hindranir, verður að
fræða almenning um hættur mikillar ófengis-
neyzlu.
Ekki leikur á tveim tungum, að neyzlan.
eýkst, ef verðið er lágt, en minnkar með
hækkuðu verði.
Það hefur komið í Ijós, að í löndum, þar
sem verð áfengis er hærra en til dæmis í
Kanada, er drykkjusýki (alkoholismi) fátíðari
og dauðsföll af völdum skorpulifrar færri.
Verðlag er alls ekki það eina, sem ahrif
hefur á ófengisneyzlu, en það virðist raun-
hæfasti þátturinn og sá, sem auðveldast er
að notfæra sér í baráttmmi við drykkju-
sýkina.“
(Frá Afengisvamarráði).
* ICAA i-International Council on Alchohol and
Addictions.
Aðalfundur Verzlunarmannafélags
Suðurnesja
Verzlunarmannafélag Suðurnesja hélt aðal-
fund sinn hinn 3. okt. í Iðnaðarmannafélags-
húsinu. I skýrslu formanns Karls Pálssonar,
kom fram, að félagið hefur fest kaup ó einu
orlofshúsi í Olvusborgum, tilafnota fyrir með-
limi sina. Samningar gengu yfirleitt vel fyrir
sig á órinu utan einu sinni. Mtíkill óhugi kom
fram á fundinum fyrir því, að leita hófanna
með að félagið eignist sinn eigin lífeyrissjóð,
og mun verða unnið að iþví á komandi ári.
Samþykkt var að taka hluta húseignar félags-
inis við Hafnargötu, undir starifsemina og ráða
mann hluta úr degi til að vinna fyrir félagið,
sem nú telur hátt ií 400 félaga. Stjórn félagsins
var endur kjörin, len hana skipa: Karl PáLsSon,
formaður; Gunnar Ámason, gjaldkeri; Ás-
björn Eggertsson, ritari; Guðfinnur Sigur-
vinslson, varaformaður og Finnur Magnússon,
Valgarður Kristmundsson og Emma Einars-
dóttir meðstjómendur.
Westinghouse uppþvottavélar
kæliskápar
Sierra sjónvarpsfæki
Frystikistur
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
Hafnarstrœti 61 — Sími 1790
^___________________________________________—s
150 — FAXI