Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 6

Faxi - 01.10.1972, Blaðsíða 6
HÖNDIN HREINA SMASA6A Einu sinni var ungur maður, Asím að nafni, færður fram fyrir kalífann í Bagdad. Hann hafði stolið brauði. Nú kraup hann á kné fyrir framan hásætið og horfði biðjandi augum á hina ströngu ásjónu kalífans. „Þú hefur smánað boð kóransins (trúarbók Múhameðstrúarmanna), og lítilsvirt lög mín“, mælti kalífinn. „Hvað kom þér til slíkra verka?“ „Mik'li voldugi herra“, mælti ungi maðurinn. „Eg á gamlan og sjúkan föður. Ég verð að hjúkra honum og get því ekkert unnið. Hungrið neyddi mig ;til að stela brauðinu.“ Kalífinn horfði hörkulega á unga manninn og mælti: „Algóður guð, sem veit, hvað í mannshjörtunum býr, mun ef til vill fyrirgefa þér þessa yfirsjón þína, en ég, sem hinn jarðneski dómari, verð að fullnægja fyrirmælum laganna og láta þig taka út hegningu.“ Kalífinn gaf einum þjóni sínum méfki. Sá bar sverð dómarans. Þegar Asím sá það, hvíslaði hann að kalífan- urrt! „Ég bý yfir leyndarmáli, leyf mér að létta því af hjarta mínu, áður en ég dey. Fyrir tveimur nóttum sat ég sem oftar við sóttarsæng föður míns. Þá mun ég hafa sofnað, því að ég 'hafði vakað lengi. En er ég var sofnaður, birtist mér Salómon hinn vitri. Hann kenndi mér merkilega töfraþulu. Ef hún er lesin yfir gullpeningi og hann síðan lagður á jörðina, vex upp af hon- um gulltré með ávöxtum úr gulli. En enginn má þó nota þessa töfra í eigin- hagsmunaskyni. „Komdu út í garðinn“, mælti kalíf- inn. „Þar reynum við töfra þína, og gullið mun ég nota í þarfir ríkisins.“ Þegar komið var út í hallargarðinn, var gullpeningurinn lagður í lófann á Asím. Hann mælti fram töfraþuluna, og rétti síðan kalífanum peninginn og mælti: „Aðeins 'hrein og flekklaus hönd, sem aldrei hefur tekið neitt frá náung- anum, verður að leggja peninginn á jörðina. Annars kemur máttur töfranna ekki fram. Legg þú peninginn á jörð- ina, voldugi herra. Mín hönd er ekki hrein.“ „Guð er mikill“, mælti kalífinn. „Ég get ekki lagt pening þennan á jörðina. Þegar bróðir minn sat í hásæti því, er ég nú skipa, tók ég hlut af skatti þeim, sem honum bar. Tak. þú við peningn- um, stórverzír.“ Stórverzírinn tók við peningnum og mælti: „Virðulegi herra. Allt fé ríkisins fer í gegnum mínar hendur. Ég held, að mín hönd sé ekki nógu hrein til að gefa töfrum þessum mátt.“ Hann rétti síðan æðsta prestinum peninginn, en presturinn varð niður- lútur og mælti: „Ég hef umsjón með fé kirkjunnar, og ég veit ekki, hvort hönd mín er sak- laus af því að hafa tekið annarra fé.“ „Hermálaráðgjafi. Tak þú við pen- ingnum“, mælti kalífinn. Ráðgjafinn tók við peningnum, en lagði hann í lófann á Asím og mælti: „Ég greiði 'hermönnunum mála sinn og skipti herfangi. Ég þori ekki að taka við peningnum.“ Asím varð litið til 'hins mikla og volduga kalífa. Kalífinn mælti: „Asím, ég þakka þér fyrir þennan lærdóm. Frá þessari stundu ert þú dóm- ari í Bagdad.“ YETURSNN Veturinn er voðatíð. volar ellin bleika. Krakkar fagna kafaldshríð, komum út að leika. Kristján frá Djúpalcc\. (H. /. M. þýddi). LITLILESANDINN Umsjón:Á.M. Til lesendas Góðir lesendur. 1 þessu blaði hefst nýr þáttur, sem við nefnum „Litla lesandann“, og er hann, eins og nafnið ber með sér, ætlaður yngstu lesendunum. Ég mun leit- ast við að hafa eitthvað, bæði til skemmt- unar og fróðleiks, ásamt myndum. Líka vonast ég til að þið skrifið þættinum og sendið honum eitthvert efni, eða ráðlegg- ingar um efnisval. Með kærri kveðju og ósk um góð sam- skipti. Asta. 142 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.