Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1973, Blaðsíða 9

Faxi - 01.05.1973, Blaðsíða 9
í heimi listanna er ekki mikið gert af því að setja met., þar sem listaverkin skipta í flestum tilfellum meira máli en mennirnir, sem gera þau. „Lífi'ð er stutt — listin er löng“, segir gamalt spakmæli. Til eru ómetanleg listaverk frá öllum tím- um eft.ir menn, sem enginn veit neitt um. Enginn veit neitt með vissu um hina upprunalegu höfunda Hávamála, Völu- spár eða Njálu, en verkin eru jafn góð frir því. hann hafi ekkert unnið 1 ár af sinni löngu æfi. Það má því með nokkrum sanni segja, iað allt sem Picasso hafi snert á, hafi orðið að gulli. Hann málaði frægustu mynd aldarinn- ar (Guernica), hann seldi dýrasta lista- verk aldarinnar (verð kr. 195.000.000), hann fann upp fleiri listastefnur en nokk- ur annar málari og h.ann var líka talinn afkastamesti málari allra tíma. Met úr sögu myndlistarinnar Þó eiu til listamenn, sem hafa or'ðið að goðsögnum; ekki bara vegna verka þeirra, heldur einnig vegna einkalífs þeirra og perósnuleika. Um það bil nákvæmlega ári eftir að stærsta goðsögn íslendinga úri heimi myndlistarinnar dó — Jóhannes S. Kjar- val — dó frægasti málari aldarinnar, Pable Diego José Fransisco de Paulo Juan Nepomuceno Crispín Cripspano de la Santisim.a Trinidad Ruiz y Picasso. Þessir tveir málarar át.tu margt sameig- inlegt. Þeir voru keimlíkir í útliti og ýnts- um háttum, báðir fæddir í sporðdreka- merkinu á níunda tug síðustu aldar (Picasso árið 1881, Kjarval árið 1885). Báðir voru þeir afburða frumlegir, skiptu oft um stíl, fóru sínar cigin lei'ðir (eins og reyndar allir góðir listamenn gera), höfðu ótrúlega næma teiknigáfu, margbreytilegt litaskyn og voru þekktir fyrir furðulegustu uppátæki. Þótt finna megi listaverk eftir Kjarval í nokkium af frægustu nút.ímalistasöfnum heimsins, þá kærði hann sig aldrei um alþjóðlega frægð. Þegar sovézka mennta- málaráðuneyti'ð bauð honum að hialda veglega sýningu í einni mestu menning- armiðstöð Moskvuborgar eitt sinn, bar hann því við, að hann gæti kvefast heift- arlega í rússnesku kuldunum — og því varð ekkert úr sýningunni. Picasso var líka hundleiður á frægð- inni stundum; sérstaklega þegar honum fannst fólk gleypa við hverju smástiiki og bulli, sem hann gerði sem væru þau ómetanleg listaverk, enda eru lífstekjur hans áætlaðar um 750.000.000.000,00 krónur (sjö hundruð og fimmtíu þúsund milljónir króna. . . .) — eða um þúsund milljónir á ári, ef við reiknum með að En ekki megum við gleyma honum Kjarval okkar í öllunt ljómanum af Pi- casso. Sannleikurinn er nefnilega sá, að hann opnaði augu þjóðarinnar fyrir feg- urð íslenzkrar náttúru, eins og Jónas Hallgrímsson gerði reyndar líka á sínum tíma — og á sinn hátt. Stundum er ekki hægt a'ð setja mann í rnanns st.að — en það er kannski allt í lagi líka; tímarnir breytast og mennirnir með. Annars væri víst ekki mikið varið í þetta lífskerfi okkar. þorn Þór, Dóhann og Hamlet Þótt plata Magnúsar og Jóhanns (YAKETY YAK o.s.frv.), liafi ekkert verið auglýst á íslandi, hafa nú þega.r veri'ð pantaðar þrjár sendingar af henni hingað til lands. Ekki nóg með það; hún er LÍKA farin iað seljast. vel í Englandi. Næsta plata þeirra (PEANUTS og THEN), er nú loksins fullgerð, en mjög hefur verið vandað til hennar á allan hátt. Hins vegar er hún ekki væntanleg á markaðinn fyrr en eftir rnánuð, þar sem YAKETY YAK er ennþá að mjaka sér upp brezka vinsældalistann. Cliff Cooper, umboðsmaður og útgef- andi M&J, hefur nú farið fram á það við okkur þrjá (þar sem ég sem núorðið megnið af textunuin við lög þeirra), að við skiptuin um nöfn — svo að í st.áðinn fyrir „Sigmundsson, Helgason, Eggerts- son“ munu framvegis standa nöfnin „Thor, Johann, Hamlet“. Síðasta nafnið á ég. Picasso Magnús Kjartansson, sem nú hefur ýmsum hnöppum að hneppa (t.d. við endurvakningu Júdasar, spilerí hingáð og þangað, plötuhugleiðingar o.fl.), verður framvegis fastráðinn músíkant hjá M&J — og þegar þetta birt.’st á prenti veiða þeir þrír sennilega komnir til Lundúna til áð hljóðrita fyrstu breiðplötu CHANGE (eða aðra breiðplötu M&J). Meðal laganna á þeirri plötu má nefna Emily Reed, Sugar Doll Music, Silhouett- es, Candy Girl og l’m Ahead Of You. Öll eru lögin eftir þá Magnús og Jóhann en flest.ir textarnir eftir. . . . Þáð minnir mig á, að ég get ekki stillt mig um að geta þess að lokum, að ég hefi gert einhvern hagstæðasta samning sem nokkur íslenzkur textahöfundur hef- ur gert — fyrr eða síðar. Samningur þessi er ger'ður við útgáfufyirtækið ORANGE — og hljóðar upp á það, að ég skuli fá 50% af St.efgjaldaágóðanum, en það getur orðið dágóður skildingur ----- Hjálpi ntér hamingjian! Þess vegna bíð ég sennilega enn spenntari en þið eftir næstu plötu. F A X 1 — 85

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.