Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1973, Blaðsíða 4

Faxi - 01.05.1973, Blaðsíða 4
 FAXI Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Rifstjóri og afgreiðslumaður: Magnús Gíslason Blaðstjórn: Gunnar Sveinsson, Jón Tómasson, Margeir Jónsson Auglýsingastjóri: Þórir Maronsson Verð blaðsins i lausasölu kr. 30.00 Setning og prentun: GRAGAS sf. r - #v#^\#\#\#\#^#\#\#\#\#\#s#^ Suðurnesjamenn, minnumst sameiginlega 1100 ára afmœlis islandsbyggðar Á undanförnum árum hefur sú þróun átt sér stað, að byggðarlög Reykja- nesskagans hafa þjappað sér meira saman um sameiginleg áhuga- og hags- munamál. Samstarfsnefndir hafa verið stofnaðar, byggðar hafa verið sam- eiginlega ýmsar þjónustustofnanir, og sveitafélögin í kjördæminu hafa stofn- að með sér samband. Mikið hefur verið rætt um sameiningu Njarðvíkurhrepps og Keflavíkur- kaupstaðar, og hér í blaðinu var stungið upp á því, að stofnaður væri einn kaupstaður við Stakksfjörð, er bæri nafnið Reykjaneskaupstaður. Tillagan fékk góðar undirtektir, og málið þokast áfram þó hægt fari. Ökumerm, bifreiðaeigendur Látið okkur gera við hjólbarðana Vanir menn Fljót afgreiðsla TT Hjólbarðaverkstœði ísleifs Sigurðssonar Aðalstöðinni Stór atburðir hafa nú gerzt í þessum málum á Alþingi íslendinga, er nú fyrir nokkru var samþykkt að sameina öll sveitafélög sunnan Hafnarfjarðar í eitt lögsagnarumdæmi, og gera bæjarfógetann í Keflavík að sýslumanni Gullbringusýslu. Er þar merkum áfanga náð í þróunarsögu Suðurnesja, og jafnframt lokið því leiðinda ástandi, að íbúar byggðarlaga hér á Suðurnesj- um þurfi að sækja til Hafnarfjarðar ýmsa eðlilega þjónustu. Nú stendur fyrir dyrum að minnast 1100 ára afmæli (slandsbyggðar á næsta ári. Er áformað að heima í héraði verði smærri hátíðir haldnar, en síðan ein stór hátíð á Þingvöllum eða í Reykjavík. Tillaga mín er sú, að Suðurnesjamenn haldi sameiginlega hátíð, á ein- hverjum fögrum stað í héraðinu. Kostir við að halda sameiginlega hátíð, en hokra ekki hver í sínu horni, er að með því undirstrikum við þá þróun, er átt hefur sér stað, og jafnframt yrði þetta mjög skemmtilegt verkefni fyrir sveit- arfélögin og félagssamtök héraðsins. Sannleikurinn er sá, að Suðurnesjabúa skortir skemmtilegan útivistarstað til að halda stórar samkomur, þar sem mikill hluti íbúanna gæti komið saman á hátíðlegum stundum til leikja og skemmtunar. Og hér er mjög gott tækifæri til að hefjast handa um að koma upp slíkum stað. Ýmsirstaðir hafa verið nefndir, s.s. Höskuldarvellir, Svartsengi, Vigdísar- vellir, og efalaust eru margir staðir sem koma til greina, og hafa sína kosti og galla. Vigdisarvellir hafa marga kosti að bjóða í þessu augnamiði, og þann stað tel ég að ætti að taka sérstaklega til athugunar í þessu sambandi. Verði af slíkum hátíðahöldmu, ættu þau ekki að greiðast af sveitafélög- unum, nema að einhverju leyti; heldur borin uppi af félagasamtköum byggð- arlaganna og undirbúin og unnin í sjálfboðavinnu, með heimafengnu skemmtiefni. Við verðum að íhuga málið, það er lítill tími til stefnu. Gunnar Sveinsson Ég er að velta því jyrir mér, hvort Suður- nesjatíðindi haji kastað sauðargœrunni upp á Jökul 80 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.