Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1973, Blaðsíða 5

Faxi - 01.05.1973, Blaðsíða 5
Stœrri verzlun - aukið vöruúrval í Skemmunni — Verzlunarrýmið í Skemmunni, að Hafnargötu 62, var orðið ónóg, svo við tókum þann kostinn að byggja við húsið 100 ferm., á tveim hæðum. Um annað var ekki að ræða til að geta sýnt við- skiptavinum okkar góða og sjálfsagða þjónustu, sagði Gunnar Sveinsson, kaup- félagsst.jóri, í stuttu spjalli við Faxa. — Við þessa stækkun eykst verzlunarrýmið um 200 fermetra, en þessu til viðbótar fengum við til um umráða 140 ferm. í Samvinnubankabyggingunni. — Við stækkunina gátum við aukið vöruúrvalið, en við fluttum búsáhalda- deildina frá Hafnargötu 30, úr kjallar- anum, og leikföng, sem áður voru í Vinnufatabúðinni á Hafnargötu 61, í Skemmuna. — Salan hefur aukizt til muna síðan við gerðum þessar breytingar, og ég vona að hún aukist enn rneir, þegar við höfum gengið frá fyrirhuguðu bifreiða- stæði, sem konra á þar sem Hafnargata 64 er, en þeirri lóð höfum við fest kaup á. Með þessu móti höfum við komið und- ir eitt þak flestum þeim vörum, sem fólk þarf t.il híbýla sinna. Á efri hæðinni eru hreinlætistæki, gólfdúkar, flísar og teppi, svo eitthváð sé nefnt. Á neðri hæð- inni eru leirvörur og ýmis búsáhöld, ís- skápar og frystikistur. Einnig eru þar út- varpsviðtæki (ferðatæki), það bið ég fólk iað athuga, þótt ekki heyrist glymj- andi tónlist úr útihátölurum hjá okk- ur. . . . Deildarstjóri Skemmunnar er Haf- steinn Magnússon, en auk hans starfar þrennt við afgreiðslu. Séð inn á ejri hœð Skemmunnar Ljósm. Heimir Hafsteinn Magnússon, deildarstjóri, ásamt tveimur viðskiptavinum Ljósm. Heimir F A X I — 81

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.