Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1979, Page 5

Faxi - 01.10.1979, Page 5
ÁRSHÁTÍO LEIKFÉLAGA Á SUÐURNESJUM Árshátið leikfélaga á Suðurnesjum var haldin í Samkomuhúsinu í Sandgerði 7. október sl. Venja hefur verið aö félögin skiptust á aö halda þessa hátíð og kom það nú i hlut Sandgerðinga að halda hana. Sú ákvörðun þeirra að halda hátiðina svo fljótt vakti mikla óánægju meðal fólks i hinum leikfélögunum oq var mæting af þeirra hálfu vaegast sagt léleg. I ræðu sem formaður Leikfélags Sandgerðis hélt á árshátíðinni, sagði hann m.a. að Sandgerðingar teldu sér ekki fært, ettir þessa framkomu allra hinna f.élaganna, nema Litla leikfélags- ins, aö halda sameiginlega árshátíð félaganna. Því er alls óvíst hvert framhald verður á þessari samvinnu leikfélaganna á Suðurnesjum. Sé vikið að sjálfri árshátiðinni tókst hún ágætlega. Byrjað var að dansa klukkan níu um kvöldið og ekki hætt fyrren klukkan aðganga fimm. Frá klukkan tíu til tólf voru skemmtiatriði og matur. Sungnar voru gamanvísur og Ómar Ftagnarsson skemmti drjúga stund. KROSSINN AÐ HVERFA LANDBURÐUR af loönu og síld hefur verið síðustu vikurnar víða um land. Einkum hefur loðnan fyllt allar þrær umhverfis landið, þar sem á annað borð er tekið á móti þessu silfri hafsins. Einnig hefur síldveiðin verið miklu betri en undanfarin ár, og víða búið að salta mikið af henni. mikil umsvif hafa verið við höfnina í Sandgerði þaðsem af erárinu. Frááramót- um hafa togarar landað þar37 sinnum og fragtskip 13sinnum fengið afgreiðslu þar. Að jafnaði landa þar 30-40 fiskibátar árið um kring. Humarveiði hefur gengið vel í sumar og rækjuveiði sæmilega, búið að Ianda527 tonnum af 700, en það er hámark veiðiheimildar. Annar afli hefur verið tregur í sumar þrátt fyrir mikla sókn og öll tiltæk veiðarfæri í notkun s.s. troll, lína, net og færi. skipakomur hafa verið tíðar, 35 vöruflutningaskip á móti 32 i fyrra. Þau hafa tekið 10825 tonn til útflutnings, eingöngu fiskafurðir. En til landsins hafa þau flutt 1154 tonn. Þá hefur 6600 tonnum af olíumöl verið skip- að þar út, til flutnings á innlendar hafnir. ÁFORMAÐ VAR aö vinna í sumaraðendurbótum í höfninni, dýpka innsiglingarrás- ir>a, og var fjárveiting til verksins 53 milljónir frá ríki og Grindavíkur- t>as. En dýpkunarskipið Grettir bilaði og varð því ekki af fram- kvaemdum. Samkomuhús þeirra Njarðvíkinga og reyndar allra Suðurnesja- manna um tveggja áratuga skeið, hverfur brátt úr byggingarsögu Njarðvíkur. Upphaflega var ,,Krossinn“ byggður sem hersjúkrahús og þaðan mun nafnið dregið, en árið 1942 mun Magnús i Höskuldar- koti hafa gengiö frá kaupunum á byggingunni. Kvenfélagiö og Ung- mennafélagið áttu bygginguna og ráku hana, þar til Stapinn vartek- inn í notkun. Eftir það hötðu ýmis félög afnot af byggingunni, skáta- hreyfingin, æskulýösráö, hjálparsveitin o.fl. Vafalítið hafa margir átt skemmtilegar stundir í Krossinum, þegar dansinn dunaði og svall, eða þegar skemmtiktaftar tróðu þar upp á tyllidögum. Hvort bygg- ingin rís einhvers staðar að nýju skal ósagt látið, en það er „riflildis- maðurinn" Sigtryggur Árnason, sem annast niðurrifið. Hann sagðist muna eftir 18 dansleikjum einn vetrarmánuðinn og ávallt húsfyllir, um 400 manns. Þótt Krossinn hverfi er vonandi aðeinhver hafi skráð eða skrái sögu hans, sem er mjög sérstæð í félagslífi á Suöurnesjum. LÖGREGLUNNI GEFIN SÚREFNISTÆKI Fyrirtækið Kambur hf. í Keflavík heiðraði minningu eins félaga síns, Viðars Þorsteinssonar, ökumanns, með því að gefa lögreglunni í Keflavík súrefnistæki, sem hún getur auðveldlega haft með sér á slysstað. Auöunn Guðmundsson, formaður Kambs, afhenti Jóni Ey- steinssyni bæjarfógeta tækin, tvö sett, en viðstaddir auk þeirra voru Siguröur Gunnarsson, stjórnarmaöur í Kambi, Hjörleifur Ingólfsson frá Rauða Krossi íslands, en hann kennir meðferð tækjanna, og Sig- tryggur Árnason yfirlögregluþjónn, sem veitti súrefnistækjunum móttöku úr hendi bæjarfógeta, fyrir hönd lögreglunnar. Austurbakki flytur inn þessa tegund tækja, sem eru mjög handhæg. Auk súrefnis- grímu ersogpípaog fleiri áhöld, sem geta komiðaðgóöu haldi þegar slys ber aö höndum. 7300 TONN af loðnu er búið að landa í Sandgerði og allar þrær fullar (18/10), en meiri hluti loðnunnar fer í bræðslu, smávegis fryst. Engri síld hefur enn verið landað þar, enda söltun ekki hafin og óvíst hvort nokkur síldarsöltun fer þar fram í haust. LOÐNUSKIPIÐ SELEY frá Eskifirði kom þar inn i haust með fullfermi. 440 tonn Svo óheppilega tókst til, aðskipið lenti utan i jaðri innsiglingarrásarinnar og stóð þar. Skipið varferðlaust er það tók niðri og varð tjón þvi mjög lítið, ein botnplata litiö eitt dælduð, en sakaði ekki að öðru leyti. TIL GRINDAVlKUR hefur borist miklu meiri afli en á sama tíma í fyrra (19/10), t.d. af síld 2352 tonn, 453 t. í fyrra, en allt árið 1978 var landað þar 5472 tonnum af síld. Loðna 24824 tonn nú, 18870 i fyrra. Bolfiskur 26584 tonn nú, 19153 I fyrra. Humar 92 tonn nú, 110 í fyrra. að staðaldri eru heimabátar milli 40 og 50, en á vertíð landa þar 60 til 80 bátar. Oft er þá aflanum að hluta ekið til annarra verstöðva skagans og til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. i axi - 5

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.