Faxi - 01.10.1979, Page 7
ROTARYKLUBBUR KEFLAVIKUR:
Tvær eftir-
minnilegar
sumarferðir
Rotaryklúbbur Keflavíkur er um þessar mundir talinn einn
traustasti og best starfandi Rotaryklúbbur landsins. Hann er
þó ekki mikið í sviðsljósinu frekar en aðrir Rotaryklúbbar,
enda er það ekki eitt af markmiðum þeirra.
Félagarnir hafa mikinn áhuga á að skoða landið og kynn-
ast því, taka þá stundum gesti með sér eða stuðla aö því á
annan hátt að fólk kynnist landinu.
„Hvenær seldi ég hann Kola?“ En
Koli var fyrsti báturinn sem Hinrik
smíðaði. Það mun hafa verið árið
1947, sem Koli var seldur til sona
Agústar I Halakoti, en ekki er vitað
hvað endanlega af honum varð.
„Hvað bátarnir eru margir veit
ég ekki nákvæmlega, en við skulum
sjá, - ég er ekki alveg viss, ætli þeir
séu ekki níu stórir bátar, auk
margra stærri. Smíðaði Berkvikina
fyrir Leiru-Manga og þá félaga,
Elliða fyrir Sveinbjörn Berentsson í
Krókskoti, einn fyrir Gunnlaug
Stefánsson kaupmann, - fleiri man
ég ekki í svipinn, ég yrði að fá tíma
til að hugsa mig um. Allir eru bát-
arnir smíðaðir inni, nema einn sem
er smíðaður úti á túni við gafl á
kindahúsi. Gumundur Sigvaldason
hérna í Vesturbænum átti þann bát,
sem var nokkuð stór og hét Sigurð-
tir. Seinna var liann seldur inn í
hverfi og gefið nafnið Magnús, nafn
Magnúsar Pálssonar. Sigurðar-
nafnið var Sigurðar Olafssonar,
hann var faðir konu Guðntundar
Sigvaldasonar."
Þótt Hinrik hafi smiðað marga
báta um æfina og geti því meðsóma
kallast skipasmiður, þá er hann - og
það kom okkur nokkuð á óvart,
húsasmiður að iðn. ,,Ég er fæddur á
Eyvík í Grímsnesi og var svona sitt
á hvað. Foreldrar minir voru
vinnuhjú á einum þremur til fjórum
bæjum, fyrstu þrjú árin. Þá fór ég að
Búrfelli og dvaldi þar til átta ára
aldurs hjá Jóni Sigurðssyni og
Kristínu Bergsveinsdóttur. Jón var
bróðir Ögmundar í Flensborg, - var
líkur honum um margt, - ágætis
•nenn. Síðan fluttist ég til Eyrar-
bakka og þar fóru foreldrar mínir
að búa, í Sölkutótt. Þegar ég var um
16 ára fór ég með föður minum út i
Herdísarvík til sjóróðra og ilentist
svo hjá Þórarni Arnasyni sem
vinnumaður í þrjú ár. Þaðan lá
leiðin svo til Hafnarfjarðar. Eftir
ársdvöl þar fluttist ég til reykjavík-
Ur og lærði húsasntíði hjá Bjarna
Símonarsyni, meistara, en alfarið
suður í Hafnir kom ég árið 1934 og
hel verið hér síðan. Aður hafði ég
lesl fáð mitt. Eiginkonan heitir
Hólmfríður Oddsdóttir, ættuð ofan
J1 Kjalarnesi og af Seltjarnarnesi,
°8 börnin urðu fimm, Ellý,
Sigurjón, Þóroddur, Maron og Vil-
hjálmur, sem er látinn."
Ymislegt fleira bar á góma í sam-
Aeðunum við Hinrik, sem reyndar
1c'itir Vilhjálmur Hinrik, sem vert
V‘eri aðskrá.en viðerum bundniraf
aðsíðutalinu, svo ekki var eftir
nema að mynda Þorlákshafnar-
s >pið. Við brugðum okkur út á
að með Hkanið og tókst þrátt fyrir
estan garrann að hemja seglin, og
hiella af. Vonandi getum við því
fym lesendum okkar myndafþessu
fa‘lega skipi.
emm.
Tvö undanfarin sumur hafa
þeir boðiö Styrktarfélagi aldr-
aðra á Suðurnesjum í eins dags
skemmtiferð. Gengið var út frá
að þátttakendur hefðu náð líf-
eyrisþegaaldri.
I fyrra var farið um Árnes- og
Rangárvallasýslur með viðkomu
á merkustu sögustöðum, s.s.
Odda og Þingvöllum. Mikil þátt-
taka var og þótti ferðin takast
ágætlega.
( sumar var farið um Kjósar-
skarösveg, fyrir Hvalfjörð til
Akraness. Þar tók séra Björn
Jónsson á móti hópnum. Hann
flutti stutt ávarp í kirkjunni og
síðan voru sungnir sálmar. Þvi
næst var bráðmy ndarlegt
Byggðasafn Akraness skoðað.
Séra Jón Guðjónsson, víðkunn-
ur hugsjónamaöur, á mestan
heiður að skipulagi og
uppbyggingu safnsins. Því
næst var ekiö að Saurbæ á Hval-
fjaröarströnd og rifjuð uppsaga
Hallgríms Péturssonar og tilurð
Passíusálmanna. Síðan ekið um
Svínadal, fyrir Hafnarfjall og
Skarðsheiði, yfir Hvítá og Gufuá
að Krumshólum, býli sem
nokkrir klúbbfélagar eiga. Þar
var hópnum haldin veisla mikil
af þeim Rotaryfélögum er þá
áttu þar dvalardaga, en þeir voru
Ómar Steindórsson, forseti
klúbbsins, Bjarni Einarsson,
varaforseti, Margeir Jónsson og
Egill Jónsson ásamt fjölskyld-
um sínum.
Að borðhaldi loknu var stað-
urinn skoðaður og rökrætt um
búsæld og laxveiði. Sjálfurbær-
inn stendur í fögru umhverfi álfa-
kletta og huldufólkshóla, sem
kannski spilla búsæld, en bæta
það því betur upp með nábýli við
þessar hugþekku verur, sem
margir finna í návist við sig, en
fáir fá að sjá.
Frá Krumshólum var ekið um
Lundarreykjadal yfir Uxahryggi
á Kaldadalsleið til Þingvalla. Þar
bauö Sparisjóöurinn ( Keflavík
upp á ágætar veitingar í Valhöll.
Síðla kvölds var svo haldið
heimleiðis um Mosfellsheiði og
Mosfellsdal. Þessi dagleið er
ákaflega fjölbreytileg og for-
vitnileg. Örfáir þátttakenda
höfðu áður farið um alla þá staði
er leiðin lá um. Jón Böðvarsson,
skólameistari, var leiðsögumað-
ur og fræöari í ferðinni, eins og í
öllum öðrum ferðum sem klúbb-
urinn hefur staðið fyrir, síðan
hann gerðist þar félagi. Hann er
afburða fróður og var fyrirlestur
hans nær samfelldur meðan
ekin var þessi fjögur hundruð
kílómetra leið. Matti O. Ás-
björnsson, form. Styrktarfélags
aldraðra, undirbjó ferðina af
þeirra hálfu. Að leiðarlokum
þakkaði hann öllum þeim er
gjört höfðu þessa ferð svo góða
og eftirminnilega.
—oOo—
Undir septemberlok sl. fór
klúbburinn inn í Þórsmörk og
hélt þar einn af vikulegum fund-
um sínum. Allmargir gestir voru
með í þeirri ferð. Farið varaf stað
á föstudageftirmiBdegi og
komið heim síðla sunnudags.
Nokkrar göngu- og skoðunar-
ferðir voru farnar. Aðal göngu-
stjórar voru þeir Jón Böðvars-
son, Jóhann Pétursson og Hall-
dór Ibsen. Hátíðarkvöldverður
var framreiddur á laugardags-
kvöldinu. Heimir Stígsson var
yfirbryti og þótti takast afbragðs
vel. Síðan var efnt til kvöldvöku
með fjölbreytilegu efni, m.a.
flutti Jón Böðvarsson fróðlegan
og skemmtilegan fyrirlestur um
Þórsmörk ( heimleið á sunnu-
deginum var ekið inn í Bása,
gengið i Stakkhólsgjá og siðan
haldið suður í Eyjafjallasveit og
Gljúfrabúi skoðaður, en það er
sérkennilegur foss, er mörgum
sést yfir að skoða, þegar farið er
þar um. Hann er fagurlega
mynstraður inn í fjallsveginn -
nokkurs konar felumynd. Á
vesturleið var staðnæmst í
„hólmanum þar sem Gunnar
sneri aftur", með upprifjun á
þeim sögulega atburði. Ekið var
í Odda og kirkjumunir skoðaðir,
en þar er m.a. kaleikur - dýrgrip-
ur mikill, fagur og forn.
Þá var haldið í Þykkvabæ, ekið
meðfram kartöfluekrum, en þar
var víða unnið að uppskerustörf-
um. Sumarið var óhagstætt fyrir
kartöfluvöxt og þessi síðsumar-
vinna því ekki jafn skemmtileg
og jafnan áður. Nokkrar
torfærur urðu á leiðinni upp með
Þjórsá - en allir lögðust á eitt til
að yfirstíga þær og reyndust
'þær verða skemmtileg tilbreyt-
ing í ágætri ferð.
J.T.
I
Á ferð í Þórsmörk
FAXl - 7