Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1979, Blaðsíða 8

Faxi - 01.10.1979, Blaðsíða 8
GUÐNI MAGNÚSSON: Hjónin í Garðbæ Eldsneytið var poki af hörðum þorskhryggjum Magnús Pálsson og Steinunn Úlafsdóttir, ásamt Magnúsi Kristinssyni, sem er fyrsta barnabarn þeirra Ég hef verið beðinn að festa á blað nokkur orð um foreldra okkar, þau Magnús og Steinunni í Garðbæ. Þar er um að ræða „rætur“ okkar í Garðbæjarfélaginu. Ég styðst við frásögn Árnheiðar systur minnar við þessa samantekt, ættartölu frú Fríðu Sigurðsson o.fl. Magnús var fæddur 16. ág. 1863 að Minni-Borg undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru Páll Jónsson og Kristín Einarsdóttir, bæði fædd 1893. Kristín var dóttir Einars Árnasonar bónda á Lambafelli og konu hans Margrétar Guðmundsdóttur. Systir Kristínar var Vigdís, móðir Einars Árnasonar smiðs í Keflavík, föður Jónu, sem kennd er við Sparisjóðinn. Önnur systir hennar var Helga, gift Sigurði bónda Ein- arssyni að Fagurhóli í Landeyjum, en synir þeirra voru Steinn kenn- ari og skáld í Hafnarfirði og Einar bóndi í Móakoti í Garðahverfi, faðir sr. Sigurðar í Holti. Móðir Páls, föður Magnúsar var Ásta Árnadóttir frá Selalæk, en um faðernið er allt óljóst. Hann var skráður sonur Jóns Magnússonar, sem Ásta giftist mánuði áður en hún ól barnið. Sögur munu hafa verið á kreiki um að það faðerni væri ekki öruggt, og jafnvel talið að um hefði verið að ræða sjómann af Iranskri skútu, sem strandað hefði þar á söndunum. Frú Fríða Sigurðsson ætt- fræðingur, sem rakið hefur þessa ætt, og varið hefir miklum tíma í að reyna að komast að hinu sanna í þessu máli, útilokar möguleikann um útlendan sjó- mann, því það strand sem næst kemst í máli þessu, verður tveim árum áður en Páll fæðist og voru skipverjar allir fluttir suður skömmu síðar. Hún telur hins vegar öruggt að Jón hafi ekki verið hinn rétti faðir Páls. Hefir hún haft uppi ýmsar tilgátur um hinn rétta föður, m.a. húsbónda Ástu, Pál á Keldum, en þar var hún vinnukona um þessar mundir, og gaf Páll henni 16 spesiur í morgun- gjöf og þótti það all rausnarlegt. Ymsir aðrir koma til greina, en að sjálfsögðu verður aldrei úr þessu skorið. Frú Fríða taldi þó ástæðulaust að rekja ættir Jóns Magnússonar i þessu sambandi. Hann var 9 árum yngri en Ásta og er talið vist að hann hafi verið fenginn til að með- ganga barnið og giftast henni. Þau eignuðust svo m.a. dóttur, sem Ásta hét og var móðir Sigurfinns Sigurðssonar ís- hússtjóra í Keflavik. Af 12 börnum þeirra Páls og Kristínar komust aðeins 5 upp, þar af ein stúlka, sem var blind frá öðru aldursári og náði 15 ára aldri. Bræðurnir voru auk Magnúsar: Einar bóndi á Fornu-Söndum undir Eyjafjöll- um, faðir Guðjóns i Berjanesi, Árni, bóndi og kennari í Narfakoti og Kristján á Hjalteyri. Þau Páll og Kristín voru mjög fátæk og urðu af þeim sökum að hætta búskap og fara í vinnumennsku. Var börnunum komið fyrir á ýmsum stöðum og mátti heyra á föður minum að hann hefði ekki alltaf átt góða daga í æsku, þó hann talaði fátt þar um. Þegar hann var 16 ára fór hann suður til Árna bróður síns, sem þá var kvæntur og farinn að búa, en hann var 9 árum eldri. Árið 1938 tók ég þátt í skemmtiför austur undir Eyjafjöll og tók þá föður minn með, en hann hafði þá ekki komið þangað siðan hann fórað austan, eða í hátt á 6. áratug. Kom hann þá m.a. að rústum bæjar, sem Svaðbæli hét, en þar hafði hann dvalið um tíma á æskuárum og ekki átt góða daga. Á heimili Árna átti hann svo heimili næstu árin, sömuleiðis Kristján bróðir hans og Kristin móðir þeirra. l.iklega hefur hún komið suður eftir lát manns síns, en hann andaðist 1879, en hún 1882 í Narfakoti. Hún er komin að Narfakoti 1880. Árni Pálsson flutti likræður yfir báðum foreldrum sínum, svo líklcga hefir hann fartð austur að jarðarför föður síns. Hefir hann þá máske tekið móður sina með sér suður. eða hún komið skömmu síðar. Og Magnús faðir minn um svipað leyti. Á þetta heimili kom síðar móðir mín sem vinnukona og þar kynntust þau. Stcinunn Olafsdóttir var fædd 8. júni 1862 í Rólu í Leiru (sjálf hélt hún afmæli sitt jafnan á hvítasunnudag). Foreldrar hennar voru Olafur Jónsson f. 1825 og Guðný Vilhjálmsdóttir f. 1837, Brands- sonar, Guðmundssonar, hreppstjóra, skipasmiðs og skálds i Kirkjuvogi (Vikingslækjarætt). Eina systur átti Steinunn, sem Sólveig hét. Foreldrar þeirra voru mjög fátæk, svo að þegar Steinunn var 6 ára, urðu þau að hætta búskap. Fóru þau þá í vinnumennsku að Kalmannstjörn og höfðu Sólveigu með sér, sem þá var fjögurra ára, en Steinunn var tekin í fóstur af frænda sinum, Salómoni Björnssyni, Brandssonar í Kirkjuvogi og konu hans Sigurlaugu Guðmundsdóttur. Olst hún þar upp ásamt börnum þeirra, Guðmundi og Margréti, og dvaldist þar til 26 ára aldurs að hún var léð inn að Narfakoti 1888. Upp frá því átti hún heimili sitt í Njarðvikum. Sólveig systir hennar gift- ist Stcfáni Jóhannssyni, ættuðum norð- an af Vatnsnesi. Þar bjuggu um tíma i Narfakoti, síðan í Reykjavík, en fluttu til Ameríku um aldamót. Þau áttu tvö börn, Oskar, sem féll í fyrri styrjöldinni, og Ráðhildi, sem giftist vestra, en er látin fyrir allmörgum árum. Þau Magnús og Steinunn voru sam- tíða i Narfakoti frá 1888. Hvenær þau fóru að fella hugi saman, eða hvenær þau bundust heitum er mér ekki kunn- ugt, enda mun það aldrei hafa verið fest á blað. En þann 25. febrúar 1893 fæddist þeim sonur, sem ykkur mun ekki vera ókunnur. Hann var vatni ausinn og gefið nafnið Kristinn Jóel, eftir Kristínu ömmu sinni og i höfuðið á Jóel I Njarðvik. Eftir þetta hófu þau búskap í Móa- koti. Þar voru húsakynni léleg. Baðstofan hriplek og var reynt að bæta úr þvi, með þvi að smyrja mykju á þekj- una. Eina eldsneytið, sem þau fluttu með sér þangað var einn poki af hörðum þorskhryggjum. Þarna voru þau í tvö ár, en fluttu aftur að Narfakoti 1895. Þar bjuggu þau svo í 10 ár í norðurendanum niðri, en öll erum við systkinin fædd í Narfakoti. Þau gil'tu sig ekki fyrr en 24. jan. 1897. Var það systrabrúðkaup, því Sólveig og Stefán giftust um leið og fór athöfnin fram í Njarðvíkurkirkju, veisla var í skólahúsinu. Að Garðbæ fluttu þau svo vorið 1905 og bjuggu hér upp frá því. Húsið mun hafa verið byggt um aldamótin. Jón Jónsson i Njarðvík smíðaði það fyrir Guðlaug Halldórsson og k.h. Sigriði Sigurðardóttur. Þau munu svo ekki hafa getað haldið húsinu vegna skulda. Fluttu þau þá að Móum og bjuggu þar til 1911 að þau hættu búskap. Var þeim þá ráðstafað af sveitinni. Guðlaugur fór að Stapakoti en Sigríður að Garðbæ, þar sem hún dvaldi til dauðadags 1929, mest allan tímann rúmföst, eða frá 1912, og blind i 12 ár. Varð 98'A árs. Guðný móðuramma kom með okkur frá Narfakoti og dvaldi hjá okkur þar til hún dó 1916. Var hún einnig rúmföst í 5 Garðbær, eins og hann lítur út í dag ár. Voru þær báðar i „kamesinu", sem svo var nelnt, hvor á móti annarri. Okkur nútímamönnum gæti fundist að ekki væri í ýkja niikið ráðist að kaupa þetta hús, sem hvorki var stórt né vandað. Það mun þó hafa reynst foreldr- um okkar fullerfitt að inna af höndum þær greiðslur, sem þurfti til að halda húsinu. Enda voru þá engir húsnæðis- málasjóðir eða veðdeildir sem lánuðu út á hús. Mér er kunnugt um að pabbi skuldaði pöntunarfélaginu Bárunni 100 krónur ogátti í miklum erfiðleikum með að greiða þá skuld. Það er erfitt að gera sér grein fyrir lífskjörum þess fólks, sem uppi var um síðustu aldamót, svo ekki sé lengra farið og þeim möguleikum til at- vinnu og lífsafkomu, sem tómthús- menn höfðu, en svo voru þeir nefndir, sem ekki höfðu jarðarafnot og engar skepnur. Aðalbjargræðistíminn hér var vertiðin. sem stóð aðeins í tvo ntánuði eða svo, frá marzbyrjun og fram í maí. Ekki var nema um árabáta að ræða og þeir gátu ekki sótt nema á grunnið. Lengst var sótt í Garðsjóinn, en það var þriggja til fjögurra klukkutíma róður FAXl - 8

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.