Faxi - 01.10.1979, Page 10
Svipast
um...
Á þessum árstíma virðist vel til
fallið að svipast um meðal hinna
mörgu hafna, sem hér eru á
Suðurnesjum. Hafnir eru miklar
lífæðar og hér á Suðurnesjum,
þar sem sjávarútvegur skipar
æðstan sess, eru góöar hafnir
lífsnauðsynlegar. Meðfylgjandi
myndir tala sínu máli og sýna
best þá aðstöðu, sem hafnirnar
bjóða upp á. Miklu fé hefur á
undanförnum árum verið varið
til uppbyggingar hafnanna í
Sandgerði, Grindavík og Njarö-
vík. Þar hefur því aðstaöa öll
gjörbreyst og batnað til muna.
Þó þyrfti á öllum þessum
stöðum að dýpka til muna.
Keflavíkurhöfn er vel djúp en er í
þrengra lagi fyrir stærri skiþ.
Áætlun er til um byggingu við-
1. Njarðvíkurhöfn
2. Keflavíkurhöfn
3. Höfnin í Garði
4. Sandgerðishöfn
5. Höfnin í Vogum
6. Grindavíkurhöfn
legugarðs undan Saltsöluhus-
inu.
Minni sveitarfélögin eiga skilj-
anlega í erfiðleikum meö að
leggja mikið fé í hafnarmann-
virkjagerð. Það er því líklegt að
hinar stærri hafnir þjóni smærri
sveitarfélögunum í framtíðinni í
ríkari mæli en hingað til.
FAXl - 10