Faxi - 01.10.1979, Side 12
Nýr
skóli
vígðuv í
Vogum
Stóru-Vogaskóli
Nýtt skólahús vígt í Vogum
Samhugur og vilji flýtti
byggingunni um eitt ár
r
- Ræða Hreins Asgrímssonar, skólastjóra
Sunnudaginn 30. sept. flutti
Stóru- Vogaskóli í nýtt og veglegt
húsnæði.
Samkoman hófst með því að
sr. Bragi Friðriksson flutti vígslu-
bæn og kirkjukór Kálfatjarnar-
kirkju söng nokkur lög. Að því
búnu flutti Magnús Agústsson
ávarp, en síðan rakti Hreinn As-
grímsson skólastjóri og form.
bygginganefndar gang fram-
kvæmda. Ingibjörg Erlendsdóttir
afhenti skólanurn að gjöf málverk
af Viktoríu Guðmundsdóttur,
sem var skólastjóri í 31 ár í Vog-
unum, frá 1921 til 1952, en
myndin er máluð af Eiríki Smith.
Gefendur voru gamlir nemendur
hennar. Stefán Hallsson kennari
las þrjú kvæði eftir Davíð Stef-
ánsson. Helgi Jónsson fræðslu-
stjóriflutti ávarp og einnig Kjart-
an Jóhannsson ráðherra, sem
flutti kveðjur frá þingmönnum
kjördæmisins og árnaði skólan-
um allra heilla. Formaður kven-
félagsins, frú Margrét Jóhanns-
dóttir, færði skólanum 100
þúsund að gjöf til kaupa á
kennslutækjum, og Omar Jóns-
son færði sömu upphæð frá Umf.
Þrótti til kaupa á kennsluritum í
bókasafn skólans. Lionsklúbbur-
inn Keilir gaf nýtt ræðupúlt og
Patricia Hand gaf málverk. Þá
gaf frú María Finnsdóttir skólan-
um skrifborð til minningar um
mann sinn, Arna Kl. Hallgríms-
son, sem lengi var formaður
skólanefndar.
Að því búnu færði Hreinn As-
grímsson öllum sem unnið hafa
við bygginguna bestu þakkir, en
Jóhann Gunnar, sveitarstjóri, af-
henti Jóni Guðnasyni lyklana að
nýja skólahúsinu. Kynnir var Jón
Bjarnason, en að lokum var gest-
um boðið til kaffidrykkju í Glað-
heimum. Meðal gesta voru fjöl-
margir Vogabúar,formenn sveit-
arfélaga á Suðurnesjum, mennta-
mála í héraði, og þingmenn.
Ágsetu gestir.
Mér er það mikið fagnaðarefni að
standa hér í dag. Tilefnið er einkar
ánægjulegt og jafnframt hátíðlegt.
Hér erum við að taka í notkun nýjan
skóla, Stóru-Vogaskóla. Byggingar-
framkvæmdum hefur miðað mjög vel
og er skólinn tekinn í notkun einu ári
á undan áætlun, sem telst fremur
sjaldgæft með slikar framkvæmdir.
Aðaiástæður þess, að svona hefur
gengið vel tel ég vera samhug og vilja
allra þeirra aðila sem með bygginga-
mál skólans hafa farið á liðnum
árum, þar á ég einkum við þá aðila
sem hafa gert okkur fjárhagslega
kleift að koma skólanum upp. Vil ég
þá fyrst og fremst þakka okkar ágæta
sveitarstjóra, hans mikla dugnað og
velvilja, svo og einnig hreppsnefnd,
byggingadeild menntamálaráðu-
neystis, alþingismönnum og forráða-
mönnum lánastofnana. Þörf byggð-
arlagsins fyrir nýjan og stærri skóla
sáu allir og skildu, enda lágu fyrir
tölulegar upplýsingar þar um, sem
tóku af allan vafa.
Mitt hlutverk hér sem formanns
byggingarnefndar skólans er að
rekja stuttlega byggingarsögu þessa
húss.
Skólinn komst fyrst á blað á fjár-
lögum árið 1974, það sama ár var
hafinn undirbúningur að byggingu
hans. Arkitektastofunni sf. var falið
að teikna húsið, en Hönnun hf. var
Hreinn Ásgrímsson
skólastjóri
fengin til að annast verkfræðilega
þætti alla.
Arkitektar lögðu fram frum-
teikningar í október þetta sama ár,
en cndanlega voru samþykktar
teikningar síðari hluta ársins 1975
og höfðu þá verið gerðar ýmsar
breytingar á þeim frá upphaflegri
gerð ýmissa hluta vegna. Verklegar
framkvæmdir hófust þann 5. maí
1976 með þvi að Jón H. Kristjáns-
son, kennari við Brunnastaðaskóla
og fyrrum skólastjóri, tók fyrstu
skóflustunguna í kalsaveðri. Síðan
var viðstöddum boðið upp á kaffi í
samkomuhúsinu Glaðheimum.
Þetta sama ár var lokið við jarð-
vegsuppgröft, sökklar voru steyptir
og grunnur fylltur. Árið 1977 var
gólfplata steypt, svo og útveggir.
Árið 1978, þ.e.a.s. á sl. ári, var húsið
gert fokhelt og hefur síðan verið
unnið við það nokkuð samfellt.
Ymislegt er ennþá ógert eins og
menn hafa eflaust tekið eftir. T.d. er
eftir að ganga frá húsinu að utan,
svo og lóðinni endanlega.
Loftskiptikerfi er ókomið.
Millihurðir í þennan sal koma
innan viku, en allt mun þetta von-
andi koma innan tíðar, því að ég er
bjartsýnn að sá hugur sem hingað til
hefur ríkt í mönnum varðandi þessa
byggingu haldist áfram þar til allt
þetta er fengið.
Lítið hefur ennþá verið keypt af
stofnbúnaði, en væntanlega verður
úr því bætt á næstu tveim árum. Þó
hafa verið keypt 36 ný borð og
stólar fyrir nemendur auk tveggja
kennaraborða og stóla. Að öðru
leyti verður stofnbúnaður Brunna-
staðaskóla fluttur hingað.
Um sl. mánaðamót var
kostnaður við bygginguna orðinn
103 milljónir, en er líklega í dag um
110 milljónir.
Hygg ég þá tölu ekki vera
óhagstæða miðað við það hve gott
og fallegt hús við erum komin með.