Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.10.1979, Qupperneq 16

Faxi - 01.10.1979, Qupperneq 16
Hilmar skallar að marki Betra að stunda knatt- spyrnu ytra en heima - segir Hilmar Hjálmarsson, sem lék með sænsku liði Glæsileg frammistaða ÍBK á knattspyrnuvellinum hefur vakið áhuga erlendra félaga fyrir leikmönnum IBK. Stórt skarð verður því að líkindum höggvið í raðir þeirra að vori. Nokkrir leikmenn hyggjast herja á Norðurlöndum næsta leiktímabil. Utlit er því ekki sem bjart- ast, en maður kemur ávallt í manns stað. Hins vegar hlýtur það að vera mönnum nokkurt ihugunarefni, ef sú verður þróunin, að bestu leik- mennirnir yfirgefa IBK og kjósa jafnvel að leika með þriðju deildar liðum í Svíþjóð, en herja á heimavígstöðvum. Keflvískir knattspyrnumenn hafa áður hleypt heimdraganaum. Einn þeirra er Hilmar Hjálmars- son, sem lék í Svíþjóð, en er nýkom- inn heim. Við hittum hann að máli til að reyna að kanna það hjá honum hvað það er, sem veldur því að menn kjósa að leita út fyrir land- steinana, án þess að gull og grænir skógar séu i boði, en hann lék með III. deildar-liðinu Hjarsas IF, sem er samnefnt smábæ ekki langt f'rá Málmey. ,,Eg rakst á auglýsingu í blaði frá þessu félagi, og setti mig í samband við þá. Reyndar kom annað lið líka inn í myndina. Þeir buðu mér starf í minni iðngrein. trésmíðinni, og ýmis fríðindi, sem við höfum ekki séð hér heima. Aðstæður til að stunda íþróttina og sinna fjölskyld- unni voru greinilega betri, en eftir að ég hafði spilað reynsluleiki fór ég heim og sótti konuna og dóttur- ina,“ sagði Hilmar. ,,Eg vann frá 7 til 4 á daginn. Síðan fór ég á æfingu, þær voru að jafnaði tvisvar sinnum í viku og einn leikur um helgar, eftir að keppnistímabilið hófst, en fyrir þann tíma er æft sðeins meira og mikið um æfingaleiki. Karl Sveins- son frá Vestmannaeyjum vareinnig hjá Hjaras og stóð sig vel. Islenzkir knattspyrnumenn eru í miklu áliti i Svíþjóð og ber hæst Teit Þórðarson, sem leikur með Oster og er talinn einn besti ef ekki besti framherji i sænsku deildinni. A hverju sumri er gefið mánaðarfrí í deildarkeppninni og þá hvila men sig kannski í tvær vikur, en nokkuð stíft er æft hinar tvær. Tíu lið eru i hverjum riðli III. deildar. Löng ferðalög fylgja því leikjunum, en ég var ekki leiður á þeytingnum og hafði gaman af því að skoða landið.“ Hilmar sagði að áhorfendur að leikjunum væru þetta frá 1500 til 1000 manns, enda byggðu félögin ekki á tekjum af þeirn. Fjármögn- unin er svipuð og hér heima, með ýmsum ráðunt, happdrættum, framlögum frá velviljuðum mönn- um og fyrirtækjum, og sjálfboða- vinnu. Formaður félagsins var kaupmaður, fórnaði miklum tíma og áreiðanlega fjármunum í félagið. Félagið þurfti ekki að hafa áhyggj- ur af knattspyrnuvellinum, - ein- hverjir óþekktir aðilar önnuðust hann, þeim að kostnaðarlausu og svo mátti lengi telja. ..Svíarnir eru indælis fólk og gott að kynnast þeim," sagði Hilmar. „Aðeins einn maður í liðinu sýndi okkur Karli Sveinssyni óvild, - það var Dani." ,,Framan af gat ég lítið talað við Svíana. Reyndi fyrst ensku við verk- stjórann minn i trésmíðinni, en hann kunni ekkert í því máli. Kom oft upp misskilningur þegar hann var að biðja um eitt og annað, t.d. kúbein og ég rétti honunt siig. Mjtig gott var að umgangast fólkið i bæn- um, en lífið gekk fremur rólega. Sjónvarpið er lélegt og eitt kvik- myndahús er þarna ekki all langt í burtu. Svo var hægt að skreppa í vatnið og lá sér sundsprett." Minnstu munaði að Hilmar lenti hjá öðrtt félagi þegar hann fór fyrst út til Svíþjóðar. Sama daginn og hann fór frá fósturjörðinni hafði annað félag haft samband við hann, Vattlanda. Eitthvað rugluðust heimilisföng félaganna, svo Hilmar fór ekki fyrst til Hjaras, heldur til Vattlanda, sem var 8 tíma járn- brautarferð upp í Smálönd. „Hjaras leituðu að mér um alla Svíþjóð þegar ég ktrm ekki fram á réttum tima, en þeir í Vattlanda voru ekkert að segja mér strax frá því að ég væri hjá „vitlausu" félagi, fyrr en eftir einn dag, og vildu ólntir fá mig í sínar raðir. Mig langaði til þess, enda mjög öllugt félag í mörg- um íþróttagreinum, - en éggat ekki svikið Hjaras. Ég var kvaddur með virktum þegar þeir höfðu fundið út fyrir mig hvert ég átti að halda. Formaðurinn kallaði á blaðaljós- myndara og lét taka mynd þarsem hann kvaddi mig með handabandi. Blöðin eru mjög lifandi þarna hvað íþróttir snertir og það sem i kring- um þær snýst." Þrátt fyrir fimm aðkeypta leik- A í * l FAXI - 16

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.