Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1979, Side 19

Faxi - 01.10.1979, Side 19
IÞROTTIR Mjög lífleg íþróttastarfsenii fer fram hér á Suðurnesjum. Stærri stað- irnir áttu allir marga flokka í Is- landsmótinu í knattspyrnu og náðu mörg liðanna góðum árangri. Skemmst er að minnast góðrar frammistöðu IHK gegn Kalmar í UEFA-keppninni. Af öðrum sumaríþróttum er það að frctta, að aldrci hefur jafnmikil gróska verið í starfsemi Golfklúbbs Suðurnesja. 23. sept. sl. tóku tæplega þúsund manns þátt i Trimm-keppni við vinabæi Keflavíkur. Þátttakendur lögðu hver 5000 m að baki þann dag og er það ekki svo lítið. Tími vetraríþrótta fer nú í hönd. Aðstaða til iðkunar á þeim mun batna til muna i vetur. Iþróttahúsin í Sandgerði og Keflavík verða nú scnn tilbúin og mun það verða geysimikil lyftistöng fyrir þá er inniíþróttir stunda. Lið Njarðvíkur í körfubolta leikur i úrvalsdeild KKI og leikir liðsins draga sífellt að sér Ijölmerga áhorf- endur. ÍBK og UMFG eiga lið í I. deild og hyggjast bæði stefna að sigri í vetur. Mandboltamenn æfa nú vel undir sína vertíð, en með tilkomu hinna nýju sala þá munu þar verða stórstigar framfarir. • Sund, júdó, horðtcnnis, skíði o.fl. greinar vetraríþrótta munu einnig setja svip sinn á komandi mánuði. Faxi mun reyna að flytja fréttir af viðhurðum vetrarins á sviði íþrótta. II. H. Hjónin í Garðbæ Framhald af 9. síðu Þó hygg ég að það hafi verið draumur þeirra að eignast kú. Með það fyrir augum hygg ég að þau hafi verið að reyna að stækka túnblettinn með útfærslu, og varði hann til þess miklum tíma og erfiði, með ('rumstæðum verk- færum. Sömuleiðis að hlaða upp kofa- tóftina og gera að hlöðu og hlaða tún- garð, hvort tveggja að hluta til úrgrjóti, sem hann klauf uppi i hólnum fyrir ofan blettinn, og dró heim á sleða. Eg hjálpaði honum nokkuð við þetta, þegar cg komst á legg. Þetta var erfitt starf, en þá var lika oft litið um vinnu, sem gaf arð í aðra hönd. Árið 1887 var stofnuð stúka i Narfa- koti, sem hlaut nalnið Hófsemd, sem seinna var breytt i Djörfung. Meðal stofnenda voru þeir þrír bræður, Árni, Magnús og Kristján. Voru þeir allir upp frá því einlægir bindindismcnn, og gegndu forystuhlutverkum i stúkunum, hver á sínum stað. Pabbi var nokkrum sinnum æðsti-templar í sinni stúku og tók við hcnni eftir lát Árna, sem andaðist aðeins 46 ára gamall árið 1900. Mamma var líka í stúkunni eftir að hún kom að Narfakoti og meðan hún starf- aði. Pabbi var alllengi meðhjálpari í Njarðvíkurkirkju. hefir ef til vill tekið við því af Árna eftir lát hans og gent því þar til kirkjan var lögð niður. Faðir minn var allstór vexti, en móðir mín fremur smávaxin. Það mun hafa verið erfitt fyrir hana, þegar faðir minn fór að fara að heiman á sumrin, og hún var ein með börnin ung og móður sína, sem komin var að fótum fram. Annað barnið, Sigurbjörn, fæddist 4. jan. 1898. Árnheiður fæddist 2. sept. I900ogég2l. nóv.1904. Eitt barn fæddist andvana 1903. Árið 1925 veiktist móðir mín af brjósthimnubólgu. Var hún oftast við rúmið næstu þrjú árin. En þá fékk hún mænulömun og steig ekki í fætur eftir það. Hún andaðist 18. júni 1944. í þcssum bæ voru því langlegusjúklingar ýmist einn eða tveir í 33 ársamfieytt, eða frá 1911 til 1944. Við þetta bættist svoað þremur árum eftir lát mömmu, lagðist faðir minn og var rúmfastur í þrjú ár. Hann andaðist 4. maí 1950. (Flutt á ættarmóti í Garðbæ, 16. júní 1979). Guðni Magnússon Gísli Guðmundsson Framhald af 21. síðu um. Virðist sá yngri taka í arf kosti foreldra sinna og frænda. Eg vil færa Gísla, vini mínum, miklar þakkir fyrir hans góðu viðkynningu og samskipti okkar sem voru einatt heil og sönn frá hans hendi eins og maðurinn var sjálfur. Guð blessi minningu hins mæta manns, Gísla B. Guðmundssonar. Innilegar samúðar- og blessun- arkveðjur til Guðrúnar frænku, dætranna og fjölskyldna þeirra, systkina Gísla og annarra ætt- •ngja- Guðmundur A. Finnbogason Auglýsið í FAXA Þessi mynd er úr leik ÍBK og Kalmar FF. Hún er nokkuð táknræn fyrir leikinn, því þarna hafa Svíarnir pakkað í vörnina og var það ekki óalgeng sjón í leiknum. „Við arinn“ Ljóðabók eftir Sigrúnu Fannland ,,Ég hafði aldrei ætlað mér að gefa út ljóð min og lausavísur, en svo vildi til að Kristmundur Bjarnason, forstöðumaður Skjalasafns Skagafjarðar, óskaði eftir því að fá eitthvað af kveðskap mínum í safnið," sagði Sigrún Fannland í samtali við Faxa, en við höfðum frétt á skotspónum, að innan tíðar kæmi út ljóðabók eftir hana. „En ég hef nú verið fremur hirðulaus um að halda kvæðunum saman. Samt fann ég talsvert, sem Olafur Haukur Árnason las yfir. Fyrir hans áeggjan var ákveðið að gefa þetta út með aðstoð góðra manna, í 300 eintökum, með svartkrítarmyndum við hvert ljóð." Sigrún er fædd í Skagafirðinum, en flutti til Keflavíkur fyrir 18 árum. Nokkur kvæða hennar hafa birst í tímaritum, þará meðal Faxa. Hún segist hafa byrjað að yrkja sem unglingur, „en svo datt það alveg niður um 20 ára skeið vegna annrikis, en svo vaknaði áhuginn aftur, þegar ég flutti suður og tómstundir gáfust fieiri." Þeir sem hafa áhuga á að eignast ljóðabók Sigrúnar, sem ber heitið „Við arinn“, geta haft samband við hana í Kefiavík. Og hér kemur eitt ljóða hennar úr væntanlegri bók: SOFANDI BARN Er þögn í húmið skuldir dagsins skrifar, hún skilur alll sem grætur, IjóskUeddir draumar drengsins lilla vitja í djúpi blárrar nœtur. Þeir sýna honum fjöll og fagra dali, fáséð blóm og steina, roðagu/l í lófa smáa leggja, og leið til himins beina. Þeir sýna honum ótal undramyndir, en í þeim fátt hann skilur, þeir rétta að honum kaldar kristalsperlur er kannski tárið dylur. í Ijúj'um blundi berst að eyrum þínum, bjartur englahreimur. Ungi sveinn, ég veit að vel þig dreymir, ó, vektu hann ekki, heimur. FAXl - 19

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.