Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1979, Side 20

Faxi - 01.10.1979, Side 20
Baldur Waage —Minningarorð UTSVOR AÐSTÖÐUGJÖLD Næst síðasti gjalddagi útsvara og aðstöðu- gjalda er 1. nóvember. Dráttarvextir af vanskilum reiknast nú 4,5% á mánuði. Góðfúslega gerið skil svo komist verði hjá frekari innheimtuaðgerðum. Bæjarritarinn í Grindavík Guðmundur Axelsson múrari—Minning F»‘ddur 12. ágúst 1935. Dáinn 30. ágúst 1979. Það leita marfíar gamlar, góðar og hugljúfar minningar á mann, þegar sú frétt berst skyndilega, að vinur og gamall félagi hafi verið burt kailaður langt fyrir aldur fram. Ég man það alltaf, hvernig við kynntumst fyrst. Við vorum báðir á ferðalagi í fríufn okkar fyrir norðan. Baldur við nám í vélvirkjun og ég í trésmíði. Þarna fyrir norðan tókust þau kynni og sú vinátta, sem varað hafa í nærfellt 27 ár. Frá þeim árum ollum hefi ég og síðan fjölskylda mín margs góðs að minnast. Baldur var einn af þeim góðu drengjum, sem öllum vildi hjálpa í smáu sem stóru. Mér er það minnisstætt, að þegar ökutækið, er ég átti á þeim árum og við ferðuðumst þó nokkuð á, bilaði, þá var hann oft viljugri að koma því í lag en ég sjálfur — og þannig var það í æði mörgu. Kynni mín af foreldrum og bræðrum Baldurs voru einnig þannig, að á betra varð ekki kosið. Þær voru margar stundirnar, sem við eyddum í spila bobb í kjallaranum í Skipasund- inu, þegar þau áttu heima þar — og faðir Baldurs var enginn eftir- hátur annarra i þeim leik. Ég var tekinn sem einn af fjölskyldunni af þeim öllum. Og þegar við gengum út í lífið og lífsbaráttan hófst fyrir alvöru, tókust vináttuhönd einnig á milli fjöl- skyldna okkar. Það þurfti ekki að géra boð á undan sér, þegar fara átti í heimsókn til Baldurs og Stínn. Þar var alltaf opið hús fyrir vini i.g kunningja, enda tnikill myndarbragur á því heimili. — Handtökin voru ófá sem Baldur átl'. víð byggngu hússins og sama h\aða iðngrein atti i hlui Segja má, að hann hafi byggt sitt hús að mestu leyti sjálfur — enda var honum margt til lista lagt. Heimilið var söngelskt og tónlist þar mikið iðkuð. Baldur tók þátt í sönglífi í Keflavík og veit ég, að félagar hans þar hafa margs að minnast frá kynnum sínum af honum. Það er ekki lengra síðan en síðastliðið vor, að þau hjónin fóru utan — til að læra enskuna betur, eins og Baldur sagði, því lengi má betur gera. Þannig var hans hugs- un — að gera betur. Ég er ekki ættfróður maður og ætla því ekki að rekja ætt hans og uppruna. En ég vil að lokum þakka honum og fjöiskyldu hans góð og ánægjuleg kynni og vináttubönd. Örlögin spyrja aldrei að leiðarlok- um og svo er nú. Kristínu og bornunum vottum við hjónin okkar innilegustu samúð og vináttuhug og biðjum þeim öllum forsjár Guðs. Magnús G. Jensson. Ska-rt K*'ta leiftrin Iokbó. LiAin ok myrkvuA ár birtaat i blárri mAAu, acm broa i Kt'K'Uim tár. Bak viA heilaKa harma er hlminninn alltaf blár. I). Strfánaaon. Hann var fæddur 14. marz 1915 í Melgerði við Akureyri. Næstelzta barn hjónanna Lilju Hallgríms- dóttur og Axels Guðmundssonar, er lengst bjuggu í Stóra-Gerði í Hörgárdal. Alls urðu börn þeirra 6, og eru 4 á lífi. Stefanía og Sigríður, er búsettar eru í Kópavogi, og Ingvar og Lilja, búsett í Reykjavík. Ein systirin, Anna, andaðist 1942, aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri, en hún var fædd sama mánaðardag og Guðmundur. Snemma þurfti Guðmundur að fara að vinna fyrir sér, en þau störf, er hann fékkst við um ævina, voru aðallega vegavinnu- störf framan af, búskapur og múrverk. Vegna dugnaðar og vandvirkni við hið síðastnefnda hlaut hann múrararéttindi og starfaði sem slíkur æ síðan. Hamhleypa var hann til allra verka og var ekkert lát á því meðan hann lifði. Guðmundur kvæntist þýskri konu, Anný Gústafsdóttur, sem reyndist honum frábær lífsföru- nautur. Þau eignuðust 5 efnileg börn, Axel, Lilju, Ragnheiði, Loga og Olgu, sem enn er ófermd. Dætrum Annýar frá fyrra hjóna- bandi, Hönnu og Guðrúnu, gekk hann í föðurstað. Guðmundur var alltaf vakinn og sofinn að hugsa um heimilið og vinna því allt hið bezta. Hann var það sem sagt er, drengur góður, vildi ætíð rétta hjálparhönd, þar sem hann vissi að þess væri þörf, og þá ekki alltaf af miklum efnum. Alltaf þráði hann norður í sveit- ina sína, en örlögin höguðu þvi þannig, að hann bjó lengst af á Suðvesturlandi, síðustu 10 árin í Keflavík. Þar undi Guðmundur sér vel og hefði átt að geta farið að hægja á sér með vinnu og njóta árangurs erfiðis síns. En þá veikt- ist hann skyndilega og andaðist á Grensásdeild Borgarspítalans hinn 21. september eftir stutta en stranga legu, 64 ára gamall. Konu hans, börnum og öðrum venzlamönnum votta ég og fjöl- skylda mín innilega samúð, og óska Guðmundi mági mínum góðrar ferðar á ókunnum leiðum. Þorbjörg Guðmundsdóttir. Eigendur Daihatsu- bifreiða á Suðurnesjum Hef tekið að mér þjónustu ogsöluumboð fyrir DAIHATSU-bifreiðar. Sýningarbíll á staðnum. Pantið tíma fyrir 1000 km upphersluna. Bíla- og vélaverkstæði Kristófers Þorgrímssonar Iðavöllum 4b, Keflavík (v/Bifreiðaeftirlitið) Sími 1266

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.