Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 3

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 3
Þetta var fyrsta fasteignin Um leiö og Andreas segir þetta, réttir hann mér skýrslu frá Öryggiseftirliti rikisins frá 9/11 '80, en þar voru engar athugasemdir, eru þeir þó fund- visir á agnúa. Hvaö notar þú svo neðri hæöina? - Þar er fyrst og fremst nóta- geymsla og vörulager, og nú um áramótin opnaöi ég veiöarfæra- verslun á götuhaeöinni. Einnig er ég nýbúinn að fá vírpressu og er hún á neðri hæðinni. Þaötæki léttir af mönnum mikilli og vondri vinnu viö vírsplæsingar. Tekur ekki veiöarfæraversl- unin mikiö gólfrými? - Hún er meö um 100 ferm. ásamt lager. Það veröur aö ætla þessu mikið pláss. Við erum með allar tegundir af veiöarfær- um og allt sem þeim tilheyrir. Ég tel það fara vel saman viö þann rekstur sem fyrir er í húsinu. Helduröu aö þetta hús nægi þér til frambúöar? - Nei. Það er sjánalega aö verða of lítið. Næturnar hafa stækkað svo ofboöslega og út- heimta stööugt meira húsrými. Það er þvi fyrirsjáanlegt að hér þarf úr að bæta ef þróunin verð- ur svipuð. Hefur veriö stigandi og jöfn þróun í fyrirtækinu alla tiö? - Það var vitanlega langmest útþensla á árunum fram til 1968. Þá vorum viö alltaf með 15 fasta menn og komst upp í 35 manns. Nú hefur veiðiskapur, sem kallar á okkar þjónustu, dregist verulega saman, einkum síldveiði. Enn eru þó að jafnaði 15 menn í fastri vinnu. Sumir þeirra búnir að vera hjá mér frá því ég fór að ráða menn í vinnu, og margir árum saman. Eru ekki miklar launagreiösl- ur til allra þessara manna ? - Jú, aö sjálfsögðu. Árið 1980 voru launagreiðslur 98.752.780 kr. og launatengd gjöld eru til viðbótar í 15 liöum, sem gera verulegar upphæðir, t.d. greiddi ég 1.291.346 kr. í launaskatt 3 síðustu mánuöi sl. árs. Fleira þarf að greiða, t.d. greiddi ég í desember 360 þús. kr. fyrir raf- magn og 273 þús. kr. í hita, svo eitthvað sé nefnt. Já, þetta eru háar tölur, en þetta er nú lika eitt alstærsta iön- fyrirtæki hér um slóöir - en aö lokum, Andreas? - Ég vil gjarnantakaþaðfram, að samstarf bæði við skipstjóra og útgeröarmenn hefur alla tíð veriö meö ágætum. J.T. I þeasum bragga var byrjaö ELLEINI NYRTIVÖRUR Imvötn og baðvörur í úrvali. APÓTEK KEFLAVÍKUR NJAROVIK FASTEIGNA- GJÖLD 15. janúar sl. var fyrsti gjalddagi fasteignagjalda 1981. Þeir gjaldendur sem ætla að notfæra sér þrjá gjald- daga, verða að greiða gjöldin á tilsettum tíma, því annars falla öll gjöldin í eindaga. Gjalddagar eru 15. jan., 15. marz og 15. maí. Innheimta Njarðvíkurbæjar KEFLAVÍKURBÆR FASTEIGNA- GJÖLD Fyrri gjalddagi fasteignagjalda var 15. janúar, og bar þá að greiöa helming þeirra. Innheimta Keflavikurbæjar FAXI - 3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.