Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 9
Minning:
Guðlaug Stefánsdóttir
F. 15. nóv. 1897. D. 1. jan. 1981
Guðlaug Stefánsdóttir
faeddist 15. nóvember 1897 í
Stardal í Stokkseyrarhreppi.
Foreldrar hennar voru Stefán
Þorsteinsson og Vigdís Gests-
dóttir ábúendur þar. Hún ólst
upp í fátækt og mikla erfiöleika,
en móðir hennar varð snemma
sjúklingur. Sjö ára að aldri flutti
hún með foreldrum sínum og
systur að Breiðumýrarholti og
hjuggu þau þar til 1915 er móðir
hennar veiktist svo, að heimiliö
var leyst uþp. Guölaug fór til
föðursystur sinnar aö Jaöri í
Hrunamannahreppi og var auk
þess öðru hverju vinnustúlka á
Tungufelli í sömu sveit.
Áriö 1918 réðst hún sem vetr-
arstúlka að prestssetrinu að
Stóra-Núpi hjá sr. Ölafi Briem,
en Stefán faðir hennar hafði
skömmu áður gerst þar vinnu-
maöur. Á því ári geisaði hin
skæða spænska veiki og Guð-
laug þá ung stúlka, látin hjúkra
fólki í sveitunum í kring, en hún
hafði sloppið viö þá drepsótt.
Veturinn eftir var hún í Fjalli á
Skeiðum, en kom til Keflavíkur
um 1920 og réðst í vist til Guð-
mundar Hannessonar, sem þá
var mikill framámaðurhérsyðra,
og einnia sem þjónustustúlka til
Eyjólfs Ásberg. Hennar starf var
meðal annars að fara daglega í
Þórukot og sækja þangað mjólk,
og urðu það hennarfyrstu kynni
af því sómafólki sem þar bjó. Var
vel tekið á móti gestum og gang-
andi og ævinlega einhverja
hressingu að fá. Þar bjuggu þá
systkinin Björn og Guðrún
ásamt aldraðri móður sinni
Gróu Björnsdóttur Beck, frá
Sjávarhólum í Kjós, fæddri 1845.
Þorleif Bjarnason, tengdaföður
sinn, sá Guðlaug aldrei, hann dó
hinn harða vetur 1918.
Hér hófust kynni hennar og
Björns og voru mjólkurferöirn-
ar í Þórukot upphaf nær hálfrar
aldar farsællar samfylgdar
þeirra Guðlaugar og Björns og
hjónabands í tæp 44 ár. Um
stund hvarf hún austur í sveitir,
þá nýtrúlofuö, aö þessu sinni í
vist aö Hala í Djúpárhreppi, til
• ngimundar Jónssonar, síöar
kaupmanns í Keflavík, en hann
var fæddur og uppalinn í Holti
skammt frá Stardal og þekkti vel
til fólks hennar. Hún dvaldist þar
frá hausti 1922 en fluttist i Þóru-
kot sumarið eftir. 27. des. 1924
giftust þau Guðlaug og Björn.
Björn var þá fertugur að aldri,
faeddur 13. okt. 1884. Hann and-
aðist 24. sept. 1968 og veröur
hún lögð til hinstu hvíldar við
hliö hans í gamla garðinum í
Keflavík.
Björn og Guðlaug eignuðust 5
börn:
Elstur er Þorleifur Kristinn, f.
24. jan. 1926, kvæntur Ragn-
heiði Björnsdóttur.
Gróa, fædd 1. sept. 1928. Hún
dó úr berklum 17. ágúst 1943,
tæplega 15 ára.
Stefán, f. 10. marz 1930. Kona
hans er Jóhanna Árnadóttir.
Þórir Vignir, f. 24. ágúst 1933.
Kona hans er norsk, Aud
Björnsson.
Vngst barna er Guðrún Asta,
fædd. 9. febrúar 1937. Maöur
hennar er Hreinn Óskarsson.
Þórukot á sér langa og merka
sögu og kemur bæjarnafnið oft
viö sögu Njarðvíkur og Suöur-
nesja. Þar var búskapur rekinn
bæði til sjós og lands og höfðu
Þórukotsbændur talsverð
umsvif, áttu víða tún og nokkra
strandlengju. Var þar oft tvíbýli.
Er Guölaug drap þar fyrst á dyr
var ein fjölskylda í Þórukoti, en
Guölaug og Björn hófu búskap
þar ásamt Guðrúnu systur
Björns og Sigurði manni
hennar, sem giftust um sama
leyti. Samstarf og samhugur var
meö einstökum hætti og er fjöl-
skyldnanna beggja ævinlega
minnst með viröingu og hlýhug.
Björn og Sigurður voru út-
vegsbændur. Fyrst og fremst var
það sjávarútvegurinn sem skipti
máli, þó þeir hefðu landbúnaö
eins og landstærö leyföi. Þeir
geröu sameiginlega út báta og
var oft mannmargt í Þórukoti á
millistríðsárunum. Oft mun hafa
verið erfitt hjá Guðlaugu og í
mörg horn að iíta, vinnudagur-
inn oft langur, þegar á annan tug
sjómanna var þar í fæði. Jafn-
hliða þurfti hún aösinna búverk-
um, verkaði fisk og gekk að öðru
sem til féll á svo stóru heimili.
Margur var á vertíð hjá Þóru-
kotsbændum og fékk góða
aöhlynningu. Eftir stríð var út-
gerð að mestu leyti hætt og
skipti það sköpum er bátur
þeirra, Ársæll, fórst árið 1943.
Guölaug og Björn ráku búið í
Þórukoti nokkur ár á eftir, en
gerðust umboðsmenn fyrirdag-
blöð og sáu um dreifingu þeirra
í tugi ára. Á þessum árum stækk-
aði byggö ört hér í Njarðvík og
hurfu tún bænda smám saman
undir íbúðarhús og kom þaö af
sjálfu sér, að þau hættu búskap.
Það var einlæg ósk hennar og
fjölskyldu, að kirkja risi hér í
Ytri-Njarðvík og lögöu þau sitt af
mörkum til að svo yröi. Þórukot
var með stærri jöröum hér og
gáfu þau vilyröi fyrir lóð undir
kirkju. 13. sept. 1969 tók hún
fyrstu skóflustunguna að þeirri
kirkju sem hér er nú risin. Hún er
fyrsta konan sem jarösungin er
frá Ytri-Njarðvíkurkirku. Kirkjan
og trúin, bænarlífiö og sálmarn-
ir áttu rík ítök í þessari sóma-
konu. Alla tíð var hún og Þóru-
kotsfólkiö mikið kirkjunnar fólk
og rækti hún trú sína af alúö og
sótti kirkju eftir því sem kraftar
leyfðu. Svo lengi sem þessi
kirkja stendur verður hennar
getiö. Guðlaug tók virkan þátt í
félagsmálum, var ein af stofn-
endum Kvenfélagsins Njarövík,
var mikilvirk félagskona og gerð
að heiöursfélaga, og starfaöi
ötullega að málefnum Slysa-
varnafélagsins í Keflavík.
Lauga í Þórukoti, eins og hún
var jafnan kölluö, er í augum
allra sem þekktu hana, ímynd
gæsku og góövildar. Fas hennar
allt og verk báru þess vitni að
hjarta hennar var hlýtt. Hún var
alls staðar boðin og búin til að
hjálpa og gleðja aöra. Mitt í önn-
um heimilisverkanna vitjaði hún
reglulega móður sinnar, er lá
sjúklingur á spítala í Reykjavík,
allt til þess er hún andaöist árið
1949. Faöir hennar Stefán var
hér viöloöandi í 30 ár. Hann átti
skjólshús og heimili hjá Guð-
laugu dóttur sinni þar til hann
andaðist í marz 1954. Þau eru
bæði jarösett hér syöra.
Bláfátæk sveitastúlkan, sem
víöa hafði þurft að treysta á vin-
áttu og greiöasemi frændfólks
og vina austanfjalls, gleymdi
seint þeirri reynslu bernskuár-
anna. Hún vísaði engum frá sem
knúði dyra er hún hafði sjálf
eignast sitt eigið heimili, og
margur átti leiö í Þórukot til
Laugu. Gott var til hennar að
leita og aldrei var hún svo önn-
um kafin aö ekki væri tími til aö
sinna gesti. í veikindum hennar
nú síöustu árin kom fram hversu
stóran vinahóp og tryggan hún
átti.
Börn hennar, tengdabörn sem
og barnabörnin 13, reyndust
henni vel árin sem hún var ekkja
og átti við veikindi að stríöa.
Skömmu eftir að Björn dó, í sept.
1968, fluttist hún til Guðrúnar
Ástu, dóttur sinnar, og Hreins,
tengdasonar, aö Hólagötu 3, og
þar andaöist hún á nýársdags-
morgun, 83 ára.
Oft á tíöum er einhver innan
fjölskyldna og meðal ættingja
sem tengir saman meö hlýju og
elsku bönd milli einstaklinganna
og kynslóðanna, án þess að
mikið fari fyrir þeim eða að þeir
beri höfuöog herðaryfiraðraaö
öðru leyti. Guölaug heitin hefur
gegnt þessu hlutverki meðal
barna sinna og ættfólks og hér i
Njarðvík verður hennar minnst
sem eins af innviðum bæjarlífs-
ins. Þar er skarö fyrir skildi. En
eitt sinn skal hver deyja og
engan þarf að undra fráfall
hennar. Hún var komin nokkuö
til aldurs. Með henni hverfur
góður drengur hér úr bæ og um
leiö sjáum við aö baki enn einum
sem átti rætur sínar að rekja til
síöustu aldar. Víst er að Guð-
laug hefur þekkt tímana tvenna.
Hún ólst upp sárafátæk um alda-
mótin, unglingur varö hún að
segja skilið við móður, föður og
systur og horfa á hvert eitt þeirra
ganga sinn veg. Samt var hún
létt og hress og ekki að sjá aö
hún bæri merki sárrar reynslu
bernskunnar né erfiöi unglings-
áranna. Hún gladdist meö glöð-
um og reyndi eftir megni að
draga úr sárindum. Þannig
minnast hennar allir sem þekktu
elskuðu hana og virtu, svo sem
fjölmargar vinkonur, nágrannar,
og ekki síst börn og venslafólk.
Þegar hún lagði leið sína
austur til Ingimundar fyrir tæp-
um 60 árum, skapaðist vinátta
með henni og dætrum hans,
Ingunni, Ingibjörgu og Kristínu,
sem síðar varð vinnukona einn
vetur hjá Guðlaugu. Þær þekktu
hana af því einu að vera kær-
leiksrík kona, sem var fyrsta
manneskja til hjálpar er aörir
liöu. Og gömlu nágrannarnir á
Grund, sem einnig minnast
hennar hér í dag, munu seint
gleyma velvild hennar og hjálp-
semi í þeirra garð.
Guðlaug gleymdi ekki sínum
ættingjum, og þeirra er missir-
inn mestur, er við á þessari
stundu minnumst hennar og
þökkum fyrir það sem varog gaf.
13 eru barnabarnabörnin orðin.
Eitt barnabarna hennar og
nafna, sem búsett er í Bandaríkj-
unum, minnist hennar nú í dag,
sem og Guömunda systir henna
í Geirakoti i Flóa, en hún treysti
sér ekki til að vera hér vegna las-
leika, hún þakkar hvað Guölaug
heföi reynst sér og sinni fjöl-
skyldu góö.
Líf mannsins er stórbrotið og
margþætt. Það er þó fyrst og
fremst gjöf frá Guði skapara
allra manna. Okkar er að ávaxta
þá gjöf svo aðrir megi njóta.
Þannig finnum við tilgang og
gleði þessa lífs og mætum um
leið skaparanum i meðbræðrum
og systrum. Jesús agöi: ,,Sælla
er að gefa en þiggja". Það er
mikil blessun að mega kveðja
þetta líf með þeim einkunnar-
orðum:
Við þökkum Guði fyrir að hafa
gefið okkur Laugu í Þórukoti.
Guö blessi minningu Guðlaugar
Stefánsdóttur. í Jesú nafni.
Amen.
Margar greinar
bíða næsta blaðs vegna rúm-
leysis í þessu blaöi og eru
greinarhöfundar beðnir vel-
virðingar á því.
FAXI - 9