Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 12

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 12
Minning: Erlendur Jónsson Skipstjóri Þeim fækkar nú óöum, sem fremstir stóðu aö uppbyggingu og þróun vélbátaútvegsins hér um slóöir á fyrstu áratugum ald- arinnar. Einn þeirra manna er þar kom viö sögu, var Erlendur Jónsson, skipstjóri, sem lengst af átti heimili aö Vesturqötu 7 í Kefla- vík, en hann lést 3. des. sl. og var útför hans gerö frá Keflavíkur- kirkju 13. sama mánaðar, aövið- stöddu fjölmenni. Erlendur var fæddur í Keflavík 2. febrúar 1894. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Ólafsson, útvegsbóndi í Keflavík, og Jó- hanna Elín Erlendsdóttir. [ föðurætt var Erlendur ættaður austan undan Eyjafjöll- um. Var föðurafi hans og amma hjónin Ólafur Eyjólfsson og Vig- dís Jónsdóttir, er bjuggu á Núpi undir Eyjafjöllum. Þau fluttu til Keflavíkur 1868 og bjuggu þar langa æfi á Nærströnd. Bær þeirra, snotur torfbær stóö aö noröanverðu viö Tjarnargötu, á móti efra horni Kaupfélagsbúö- arinnar. Móöurforeldrar Erlendar voru hjónin Erlendur Jónsson og Marín Jónsdóttir, bæöi úr aust- ursýslum Árness- og Rangár- valla. Var Erlendur fæddur í Ás- hóli í Holtum 15. marz 1821 og ólst þar upp. Þau hjónin Erlend- ur og Marín, móðurforeldrar Er- lendar, fluttu til Grindavíkur um 1857 og áttu þar heima á Hópi næstu 3 árin, en þá fluttust þau til Keflavíkur. Þar byggöu þau sér bæ er stóö skammt vestur af húsinu Vallargötu 30, sem nú er. ( þessu húsi fæddist Jóhanna Elín, móðir Erlendar, 20. ágúst 1867. En 4 árum síöar dó Erlend- ur faöir hennar, 5. júní 1871. Marín ekkja hans bjó áfram í húsi þeirra, sem eftir það mun hafa veriö kallaö Marínarbær. Hún bjó þar meö dætrum sínum tveimur, Jóhönnu Elínu og Valdísi, er fæddist er þau áttu heima á Hópi í Grindavík. Marín andaðist 8. jan. 1883. - Valdís, systir Jóhönnu Elínar, móöur Erlendar, var amma mín, er þessar línur ritar. Við Erlendur Jónsson vorum þvi þremenn- ingar aö skyldleika. Milli þeirra systra, Jóhönnu Elínar og Valdísar, voru ávallt sterk vináttutengsl, sem héldust síðan milli Jóhönnu og móður minnar, Erlendsínu Marínar, eftir aö amma mín féll frá, 1920. Jóhanna Elín iést 27. jan. 1943, 76 ára aö aldri, en Jón Ólafsson, nriaöur hennar lést úr spönsku veikinni 16. nóv. 1918. Þá dóu einnig meö stuttu millibili tvö barnabörn hans, Jóhanna Elín á fjóröa ári og drengur 11 mán- aða, Jón Ólafsson, er bar nafn afa síns, börn Marínar og Ingibers. Systkini Erlendar voru þrjú: Marín, sem var elst, gift Ingiber Ólafssyni, skipstjóra. Bjuggu - Keflavík þau hér í Keflavík allan sinn bú- skap. Þau eru bæöi dáin. - Ólaf- ur Jón, skipstjóri í Keflavík, kvæntur Jónínu Kristinsdóttur, systur Maríu, konu Erlendar. Jónína er látin. -Svava, áheima í Keflavík. Hún hefur lengi átt viö vanheilsu aö stríða. Hún dvelst nú á Elliheimilinu Hlévangi í Keflavík. Áriö 1924, hinn 26. apríl, kvæntist Erlendur Oddnýju Maríu Kristinsdóttur frá Eyrar- bakka, svo hét hún fullu nafni, en var annars ávallt nefnd María. Foreldrar hennar voru hjónin Kristinn Þórarinsson og Vigdís Eiríksdóttir. María kom fyrst hingaö í vist til Marínar, systur Erlendar, og þar tókust með þeim kynni. María var tápmikil og glæsileg kona, einkum á yngri árum. Hún var manni sínum traustur lífsföru- nautur og annaöist hiö fjöl- menna heimili þeirra meö fádæma dugnaði meöan heils- an leyfði. Hún andöist 11. júlí 1972, eftir erfiða sjúkdómslegu. Börn þeirra voru átta og lifa þau öll fööur sinn, nema einn sonur, Jón, er fórst 27 ára gam- all árið 1956, fráeiginkonusinni, Arnínu Færseth, og börnum þeirra, Erlendi og Hlíf. Erlendur ólst síðan upp hjá afa sínum og ömmu. Hann er kvæntur öldu ögmundsdóttur. Hlíf ólst upp hjá móöur sinni. - Hin börnin eru: Jóhanna, gift Braga Sig- urössyni, Kristín, gift Ragnari Þóröarsyni, Hlíf, ekkja eftir Eirík Hjálmarsson frá Vestmannaeyj- um, Þóranna, gift Pétri Péturs- syni, Guöfinnur, ókvæntur, Guðbjörg, ógift, og yngstur er Andrés, kvæntur Hjördísi Guð- mundsdóttur. Þá ólu þau hjónin, Erlendurog María upp dótturdóttursína, Ellý Siguröardóttur, dóttur Jóhönnu, frá eins árs aldri. Hún er gift Júlíusi Sigurðssyni. Þá var einnig móðir Maríu, Vigdís Eiríksdóttir, á heimili þeirra hjóna frá 1943 til dauða- dags. Þaö er auövelt aö gera sér í hugarlund, aö oft hefur verið annríkt á heimilinu meöan börn- in voru ung, einkum á vetrarver- tíöum, þegar sjómennirnir bætt- ust viö. Á uppvaxtarárum Erlendarvar skólaganga unglinga undan- tekning, er skyldunámi í barna- skóla lauk. En á þessum árum var vaknaður áhugi manna á breyttum atvinnuháttum á sviði fiskveiöa. Skútuöldin var gengin í garð og fyrstu vélbátarnir komnir. Margir sjómenn, sem byrjað höfðu sjómennsku á árabátun- um, fóru á skúturnar, sem þá voru komnar og átti Duusversl- un nokkrar, sem gerðar voru út frá Reykjavík. Sextán ára gamall fór Erlend- ur til sjós á kúttir Keflavík, sem Duusverslun átti og geröi út frá Reykjavík. Var hann þar vor-, sumar- og haustvertiö. Haföi hann þá veriö í skiprúmi meö föður sínum tvær vetrarvertíöir áöur á áttæringi. Þá eru vélbátarnir aö koma til sögunnar og er hann meö mági sínum, Ingiber Ólafssyni á árun- um 1911-16 á hinum ýmsu vél- bátum sem þá voru hér í leigu eöa í eign heimamanna um stuttan tíma. Nefnir Erlendur í minnisbók sinni þessa báta, sem hann hafi veriö háseti á með Ingiber, m.b. Fortúna, m.b. Her- mann, m.b. Mínerva og m.b. Jósep Smith, og síðast telur hann m.b. Framtíöina, sem var iítill einmastraöur hekkbátur, smíöaður í Danmörku 1915 - 1916. Var Erlendur síöan véla- maður á Framtiöinni í 4 ár, til 1920, en þá tekur hann við skip- stjórn á m.b. Sæborginni af Al- bert Ólafssyni, er þá tók viö m.b. Gullfossi. Var hann síöan skipstjóri með m.b. Sæborg næstu 12 árin, til 1932, en þá tók hann viö skip- stjórn á m.b. Gullfossi til 1940, og hafði hann þá veriösjómaöur í 38 ár. Síöustu árin þó aöeins á sumrin. En sjómennskan á sumrin gat stundum verið erfið, sem marka má af frásögn hans af heimsiglingunni frá Aust- fjörðum haustiö 1931, sem Er- lendur segir frá í 4. tbl. Faxa á síðasta ári. Eftir aö Erlendur hætti sjó- mennsku vann hann ýmis störf í landi. Fyrstu árin var hann verk- stjóri hjá ísfélagi Keflavíkur, en síöustu árin sem hann vann var hann áhaldavörður hjá Kefla- víkurbæ. Eftir lát konu sinnar dvaldi Er- lendur nokkur ár hjá sonarsyni sínum, Erlendi, þartil hann flutti á Hrafnistu íHafnarfirði, þarsem hann dvaldi tvö síðustu árin. Faðir Erlendar átti hlut í m.b. Sæborgu og mun Erlendur hafa' eignast hlutinn meö móður sinni, er faöir hans féll frá. En hann átti einnig hlut í öörum fjórum vélbátum í félagi meö öðrum. Þessir bátar voru Gull- foss, 15 smál., byggöur 1920, hinir þrír voru með sama nafni, sem var nafn Ólafs Magnússon- ar, fööur þeirra systkinanna, Ingibers, Alberts, Guömundar Helga og Aldísar: M.b. Ólafur Magnússon I. var 22 smál., byggður 1920. M.b. Ólafur Magnússon II., 36smál., byggö- ur 1946, og m.b. Ólafur Magnús- son III., 58 smál. byggður 1956. Árið 1962 var útgeröarfélag- inu slitið og síöasti báturinn seldur. Taldi hann sig þáhafaátt í útgerð í 42 ár. Um og eftir 1920 var þaö orðið algengt aö drengir 14-15 ára, skömmu eftir fermingu, færu í skiprúm á vélbátana á vorvertið, sem þá var frá 11. maí til 24. júní. Þennan tíma var róið og komiö aö landi daginn eftir, en sumar- mánuöina var legiö úti nokkra daga í senn. Þegar ég var 15 ára fór ég í skiprúm til Erlendar á m.b. Sæborgina, vorið 1920, og var ég síðan meö honum í skip- rúmi næstu 8-9árin. Ávetrarver- tíðum í landi, en flest vor og sumur til sjós. öll þessi ár sem við vorum saman, varö ég þess aldrei var að hann skipti skapi svo sján- legt væri. Jafnaðargeð hans var einstakt. Hann var ávallt hæg- látur, en kunni þó að gera að gamni sínu og var þá oft glað- vær í vinahópi. Og þegaréghugsatilfrásagn- ar hans af svaðilförum þeirra skipsfélaganna á m.b. Ólafi Magnússyni á heimleiðinni frá Austfjöröum, sem getiö var hér aö framan, þá minnist ég sér- staklega hógværöar hans í frá- sögninni um afrek hans í þessari ferð. Hann getur þess ekki að hann hafi aðstoðaöskipstjórann við að losa legufærin frá skip- inu. En vélstjórinn upplýsti, aö þegar Erlendur haföi tekið öxi til að höggva legufærin frá, þá hafi Albert kallað: Þú ferð ekkert fram á dekk. Þú átt konu og börn heima. Ég fer sjálfur, þú tekur við stýrinu. Þetta varÁlberti Ól- afssyni líkt. Erlendur tók við stýrinu. En eigi leið löng stund þar til Erlendur kallaði til vél- stjórans og bað hann aö taka stýriö. Fór síðan fram á dekk til aðstoöar Alberti. Þótt vélamanni sýndist um stund illa horfa, er brotstjór reið yfir bátinn og þeir félagarnir hurfu honum sjónum, þá tókst þeim aö höggva legu- færin frá og bjarga skipinu frá stórri hættu. Þegar ég svo spurði Erlend, hvort frásögn vélstjórans væri ekki rétt, þá svaraði hann aðeins með jákvæðu brosi, að svo gæti veriö, hann myndi þaö ekki vel. Vandvirkur var Erlendur viö hvað sem hann vann og snyrti- menni hiö mesta. Hann var athugull og gætinn stjórnandi og tefldi aldrei á tæpasta vaðið. Var þaö hans styrkur í löngu skipstjórnarstarfi. Þegar nú leiöir skilja, vil ég þakka löngu liðnar samveru- stundir, sem ég mun ávallt minn- ast með gleöi. En sérstaklega þakka ég sjóhrakningasögurnar hans, sem hann færði mér til birtingar í Faxa. Slíkar sögur af sönnum atburöum úr lífi sjó- manna á liðnum árum eru fjár- sjóöir, sem ekki má glata. Guð blessi minningu hins mæta manna. Meö samúðarkveöju til ást- vina hans. Ragnar Guöleifsson FAXI - 12

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.