Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 15

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 15
Þetta er mynd af Litla-Bæ, sem stóö síðast viö Vallargötu, skammt vestan við húsið Vallargötu 23, og var rifið þegar það hús var byggt. Þarna ólst Krlstinn Jónsson upp, eftir að hann fluttist með foreldrum sinum, ásamt 5 systkinum, til Keflavikur, árið 1902. En þá stóð Litli-Bær vestan við (shús Keflavíkur hf., fyrir innan hlaöna garðinn sem nú er. Þá stóðu þessi hús í röð til noröurs frá ishúsinu: Litli-Bær, Sjóbúöin og Hjörtsbær. Þegar svo ákveöið var að hlaða garöinn umhverfis Duus-lóðina, þá voru þessi hús flutt ofarog vestarogum leið endurbyggð. Litli-Bær var þá ekki stærri en það, að hann var settur þversum á grunninn, sem sést á myndinni, og varsiðan bættviöhúsiðog þaö fullgert eins og myndin sýnir. ólöglega vínsölu, en allt jafnað- ist og aldrei varð ég var, aö þessum málum væri frekar hreyft. Nokkru eftir réttir þeyttist Halldór um allar sveitir til fjár- kaupa til slátrunar fyrir kaupmann í Reykjavík. í þádaga þekktust ekki neinir flutningar aðrir, en að blessaöar kindurnar urðu að ganga alla leið úr sveit- unum til Reykjavíkur. Oft í mis- jöfnum veörum, sérstaklega var erfitt aö koma þeim upp bratta fjallvegi. Ég fór með Halldóri fjórar ferðir meö rekstur um haustið, oft í kolbrjáluöu veðri. Við vorum venjulega þrjá og fjóra daga á leiðinni. Alltaf varð aö fara sér hægt og leyfafénu að kroppa þegar komið var í hagabeit. Mig minnir að rekið hafi verið suður um 6 þúsund kindur í þessum feröum. Oft var mér kalt þetta haust, enda lítið um skjólföt í þá daga. Oft var ég hundblautur frá hvirfli til ilja, hríðskjálfandi með glamrandi tennur og gat varla talaö. ( einni ferðinni lét Halldór mig fara austur meö hlaðinn hestvagn af ýmsum vörum, í fylgd með manni úr Flóanum, sem rak féð suður með okkur í þessari ferð. Sjálfur var hann einnig með vagnhest. Við lögöum af stað úr Reykja- vík snemma morguns. Þegar komið var að Rauðavatni var karlinn orðinn blindfullur. Var þá búinn að þjóra frá því við lögöum af stað i ferðina. Nú var hann orðinn svo háttuppi, að hann söng ættjarðarljóð og skipaöi mér að aka greiðara. En minn vagn var svo hlaöinn að það var rétt svo að hesturinn hafði að draga hann upp brekkurnar, svo ég neitaði eindregið að hlýða honum. Þá varð hann svo reiöur að ég hélt um tíma aö hann ætlaði að lumbra á mér, en ekkert varð úr því. En hann hótaði að fara á undan mér, ef ég hlýddi sér ekki. Ég var hinn stæltasti og sagði, aöhannskildi barafara. Þarmeð barði hann klárana á fulla ferð og var horfinn eftir skamma stund. Ég dólaði áfram í róleg- heitum í indælu veðri og var hinn ánægöasti. Þegar ég kom upp á hæðina austan megin við Sandskeiðið, sá ég tvo hesta á beit og hlaðinn vagn á suðurleið. Ég sá engan mann. Þegar nær dró þekkti ég hesta félaga míns og rétt á eftir reis maðurinn upp. Hann hafði lagt sig milli þúfna og sofnað út af brennivínsþamb- inu. Þegar hann þekkti mig bað hann mig hálfvolandi fyrirgefn- ingar og bað mig blessaöan að verða sér hjálplegur að koma sér á rétta leiö, því hann væri snar- villtur. Ég sagði honum hinn hógværasti aö hann skyldi snar- lega spenna fyrir vagninn og snúa honum austur, því hann vaeri kominn á leiötil Reykjavík- ur. Eftir þessarhrakfarirvarkarl- inn eins og annar maður og uröum viö samferöa það sem eftir var. Við héldum stanslaust áfram feröinni yfir Hellisheiöi og kom- um að Olfusrétt einhvern tíma um nóttina. Hvorugur haföi klukku. Þaö var grenjandi rign- ing og kuldi. Við losuðum hestana frá vögnunum og létum þá inn í rétt ásamt hnökkum okk- ar og lögðum siðan af staö að Reykjafossi til þess að fá okkur gistingu. En þegar við vorum komnir nokkuö áleiðis lentum viö á hverasvæöi og var oröiö svo heitt undir fótum okkar að við þorðum ekki að halda áfram. Snerum því við upp aö rétt aftur, fórum þar inn í dilk og lögðumst á blauta jörðina meö hnakkana undir hausnum og vatnskápur ofan á okkur. Þar skulfum við hvor i kapp við annan alla nótt- ina. Einstaka sinnum festi ég blund, en vaknaöi óöara við tannaglamrið í kjaftinum á karl- inum. Hann var nefnilega búinn með brennivínið og leið þar af leiðandi ansi illa. í birtingu um morguninn lögðum við af stað. Það var komið sæmilegt veður, en tölu- vert langa leið urðum við að labba til að fá í okkur hita. Að Selfossi komum viö nokkuð snemma morguns og fengum okkur heitt kaffi í skálanum og hressti það okkur ótrúlega mikið. Þar skildu leiðir. Karlinn fór heim til sín niður Flóa með hálfa flösku af brennivíni, sem hann snapaöi á staðnum, en ég austur að Hnausi brennivíns- laus og kom þangað um hádegi heilu og höldnu. Ekki skil ég enn hvaö hlíföi því að ég drapst ekki úr lungna- bólgu, eins og mér var oft drep- andi kalt í þessum ferðum. Strax þegar ég kom heim lagði ég mig út af og svaf tvo til þrjá tíma og var afþreyttur og hress þegar ég vaknaði og fann aldrei til nokk- urs meins. Ein vetrarferð er mér sérstak- lega minnisstæð út af litlu atviki, sem kom fyrir í þaðsinn. Ég held að þetta hafi verið síöasta ferðin þetta haust. Við Halldór vorum tveir með reksturinn til Reykja- víkur og gekk allt eftir áætlun í sæmilegu veðri. Þegar við vorum lausir við féö lögðum við af stað austur seinni part dags. Var húsbóndinn aö venju orðinn töluvert hífaöur. f þetta skipti vorum við lausríðandi og í fylgd með okkur var Árni frá Hurðar- baki, bóndi þar. Var hann einnig orðinn góðglaður. Áður en lagt var af stað kom Halldór meö hálfflösku af koníaki til mín og baö mig að geyma. Ég var með hnakktösku fyrir aftan mig og var strigapoki bundinn við hana. Ég losaöi pokann og vafði honum utan um flöskunaog batt fyrir til beggja enda og festi hann svo við töskuna. Ferðin gekk vel en fariö var að rigna og kólna í veðri. Þegar komið var aö Rauðavatni bað Halldór mig um flöskuna. Þeir karlarnir fengu sér vel í gogginn og þótti gott bragðið. Svo lét ég flöskuna á sinn stað og batt fyrir. Mér var fariö að kólna og hálf- loppinn og flýtti mér aö koma þessu í lag og fara í vettlingana. Svo var riðið af stað og spretl duglega úr spori. Þegar við komum í Svínahraun var komið tjörumyrkur og grenjandi rign- ing. Þá allt í einu heyri ég brothljóö fyrir aftan mig og botnaði ekki í af hverju þaö staf- aöi, þar til ég þreifaöi á pokan- um og fann að flaskan var horfin. Ég lét áengu beraaðsinni. Við komum að Kolviðarhóli kl. 2 eða 3 um nóttina, komumst þar hindrunarlaust inn í skála án þess að gera vart við okkur, fengum okkur bita úr töskum okkar og létum lúann líða úr okkur eftir föngum. Þá langaöi Halldóri í snaps og bað mig að ná í flöskuna. Ég fór út í snatri og stansaði hæfilegan tíma, kom svo inn og sagöi honum að flaskan væri horfin. Þá fór aldeilis að hvessa hjá karli. Hann reif mig í sig með óbótaskömm- um og stóryrðum, svo mérvarð ekki um sel. Hélt jafnvel aö hann ætlaöi að lúskra á mér, svo ég lagöi á flótta út í nóttina. Þegar út kom fór ég aö hugsa mál mitt og datt í hug að labba af stað þá þegar til Reykjavíkur. En í tjöru- myrkri og hellandi rigningu leist mér ekki sem best á það ferða- lag, svo ég ákvað að fela mig og bíða birtu. Ég fór að svipast um og rakst á opinn kofa sem ég fór inn í með þeim ásetningi að láta þar fyrir berast. Á að giska 15-20 mín. eftir að ég flúði bæinn, komu karlarnir rambandi út þræl- slompaðir og Árni húöskamm- aði Halldór fyrir að vera svona vondur við drenginn út af ekki meira tilefni, en þessum slatta af koníaki sem flaskan hafði að geyma, og vel gæti farið svo að ég sæist ekki meira, hefði ég ráfaö til fjalla og villst. Svo fór Halldór aö leita í næsta nágrenni og kalla á mig og lét þaö fylgja, að ég þyrfti ekki aö vera hræddur að gefa mig fram, því sér væri alveg sama þó flask- an hefði týnst. Ég lét hann leita og kalla í góðan tíma, þar til hann bauö að gefa mér eina krónu, ef ég gæfi mig fram. Það boð gat ég ekki staðist og lét hann heyra í mér. Mikið var hann feginn þegar ég var kominn í leitirnar og gerði gott úr þessu öllu, en krónuna er ég ekki enn farinn að sjá. Framhald í næsta blaði 1 ll J Starfskraftur óskast a skrifstofu Keflavíkurbæjar. Starfið er fólgiö í símavörslu og vélritun. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 15. febrúarn.k. Bæjarritarinn i Keflavík FAXI - 15

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.