Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 14

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 14
ÆVIMINNINGAR KRISTINS Framh. af 11. si6u aö flytja rjóma frá 8 bæjum á daginn í rjómabú staðsett við Hróarsholtslæk, nokkurn spöl frá þjóðveginum. Skammt þar frá var kotbær sem hét Voli og dró búið nafn af því og var kallað Volabú. Starfsemin þar var drif- in með vatnsafli úr læknum, sem mér fannst þá ákaflega merki- legur útbúnaður. Það var tré- stokkur sem settur var í sam- band við lækinn. Á hliðinni, sem sneri að læknum var sterkleg loka á hjörum með handfangi, sem opnaði og lokaöi fyrirvatn- ið eftir þörfum. Við enda stokks- ins var svo gríöarlega mikiö hjól meö skálum, sem vatnið rann í. Fór þá hjóliö af stað með geysi- hraða, að mér fannst. Fóru þá allar vélar í gang inni í húsinu. Þetta hjól var allt smíðað úr timbri. Ég hafði 3 hesta til umráða, reiðhest og tvo reiðingshesta. Brúsarnir voru settir í svokallaða barkróka, þrístrendir laupar eða kassar, og bundnir með snæri svo þeir dyttu ekki af pallinum. Oft kom það fyrir að mér voru skaffaðir hálfgerðir vandræða- jálkar, bæöi látir og hrekkjóttir, sérstaklega man ég vel eftirein- um sunnudeai, sem ég var á leiö í rjómabúið. Eg var kominn með lestina skammt suður fyrir Hraungerði, þegarég mættifjór- um lausríðandi mektarmönnum. Seinna frétti éa að þetta var biskupinn yfir fslandi og föru- neyti, sem voru að fara á presta- stefnu í Hraungeröi. Þegar ég var kominn á hliö við þá með mína lest, tók brúnskjótt meri, sem bundin var aftan í fremri hestinn, upp á því að setjast á rassinn og kippa svo kröftug- lega í tauminn, sem bundinn var í klyfberann, og rak við um leið og hún sleit tauminn. Mönnun- um brá svoaðþeirstönsuðuallir til að horfa á þessar aöfarir, en fóru svo af stað þegar merin var staðin upp og þeir sáu að ekkert var að hjá mér. Ég snaraöi mér af baki og batt saman tauminn og hélt svo af stað. Þegar ég var kominn langleiðina aö rjómabú- inu á móts viö Volabæinn settist bölvuð merin aftur á rassinn, en nú hélt taumurinn, því miður, og allt hafurtaskið, klyfberi, bar- krókar og 10 rjómabrúsar þeytt- ust aftur af hestinum. Margir brúsar ultu á hliöina og lokin þeyttust af þeim svo rjóminn rann langar leiðir eftir hjólförum á veginum. Ég varð ráðþrota um tíma, en fór svo smám saman að átta mig á hlutunum. Allir brús- arnir á merinni héngu á henni þótt hún væri tvisvar búin að setjast. Ég velti því fyrir mér hvað ég gæti gert til úrbóta, svo ekki risi óánægja hjá þeim, sem misstu allan rjómann sinn. Eftir nokkrar vangaveltur tók ég það ráð að leysa upp og taka alla brúsana af merinni og jafna í öllum brúsunum til að sem minnst tjón yröi hjá hverjum ein- um. Þegar ég var nýbúinnað ganga frá þessum málum vildi svo heppilega til að bóndinn í Vola sá að eitthvað var að, þar sem ég var búinn að vera svo lengi á sama stað. Kom hann að athuga aöstæður og hann hjálp- aði mér vel og drengilega að lag- færa, gera við gjaröir og koma farangrinum á réttan stað, sem ég var honum ákaflega þakk- látur fyrir. Það síðasta sem ég heyröi hann segja áður en við skildum var innileg ósk um að allur rjóminn, sem eyðilagðist væri kominn heilu og höldnu heim í Volabæinn, og þar var ég honum innilega sammála. Þessi margnefnda meri varfrá Stóru-Fteykjum. Þegar ég kom þangaö á heimilið sagði ég hús- móöurinni alla söguna um hrak- farir mínar og hvernig ég hefði jafnað í brúsunum. Þakkaði hún mér mínar aðgerðir, en baö mig vel að segja þessa sögu ekki fleirum en sér, og lofaði því há- tíðlega að sjá svo um að merin yrði mér ekki til vandræða fram- vegis, og það stóð hún við. Ég var 3 sumur í rjómaflutningum og aldrei varð ég var við að þetta óhapp spyröist út né endurtæk- ist. Bæirnir þar sem ég tók rjóm- ann hétu Brúnastaðir, tvíbýli, Hryggur, Stóru-Reykir, Litlu- Reykir, ölfusholt, tvíbýli, og Laugar, næsti bær við Hraun- geröi, og þar komst ég á þjóð- veginn. Oftast nær fékk ég ein- hverjar góðgeröir á hverjum bæ. Ýmist nýmjólk, flóaöa mjólk og flatköku eöa brauösneið. Var það oft vel þegiö í svangan maga eftir dagsins önn. Mér er sér- staklega minnisstætt fyrst þegar ég kom að Laugum. Þá gaf hús- móðirin mér stærðar flatköku vel smuröa með bræðing og áleggi, sem var mjólkurbörkur. Mér þótti bræöingur aldrei góð- ur á kökum eða brauði, og því síður mjólkurbörkur. Ég settist samt niöur og fór aö narta i þetta án lystar. Var ég þá svo heppinn, aö til mín kom hundur geysi vinalegur og dillaöi skottinu. Ég fór strax að hæna hann að mér með því að rétta honum bita, sem hann þáöi meö þökkum. Og á skammri stundu var öll kakan horfin ofan í hvutta. Húsmóðirin kom rétt þegar hvutti var aö Ijúka síðasta bitanum. Hún spurði mig hvort mér þætti vond kaka. Ég var hreinskilinn þá og sagði eins og var, að mér þætti kaka góð, en bræöingurog börkurvondur. Hún varðekkert reið viö mig fyrir tiltækið. Eftir þaö fékk ég alltaf köku smuröa með indælu ís- lensku smjöri. Eiginlega hef ég lítið að segja af veru minni á Brúnastööum þessi 3 sumur sem ég var þar, alltaf í sama starfi, að flytja rjóma frá sömu bæjum, smala rollum á kvöldin til mjalta og smala kúm á stöðul. Stundum ef ég var fljótur, tók ég orf og Ijáog gekk að slætti. Oft rakaði ég saman þurrhey til hirðingar ef lengi var unnið fram eftir. ég man varla eftir að mér félli verk úr hendi. Það þótti svo sjálfsagt að vera eitthvaö aö dunda. Venjulega var ég í vistinni frá miðjum maí til septemberloka. Fyrir þennan tíma fékk ég 20 kr. fyrsta sumarið, en 25 kr. fyrir hvort hinna tveggja, og alltaf ull- arpoka sem kom sér vel þegar heim kom. Mér líkaöi vistin vel. Þarna var indælisfólk og sæmi- legt viðurværi, nema sigin grá- sleppa þótti mér ekki góð. Hún var bragðvond og mygluð, senni lega hefur hún verið penisillin- auðug, því aldrei varð mér misdægurt þó ég þrælaði henni í mig. Sumariö 1911 réði pabbi mig að Hnausi í Flóa til Halldórs Jónssonar og Guðrúnar ögmundsdóttur, ungra hjóna sem byrjuðu búskap þar árið áður. Þar fannst mér gott að vera. Nægur og góður matur, en best þótti méraðfáalltaf ágætan morgunverð meö kaffinu. Því var ég óvanur frá fyrri sumrum. Einnig var húsmóðirin óvenju- lega elskuleg við mig. Hún var mér alltaf eins og besta móðir og tók alltaf minn málstað þegar þar með þurfti. Enginn rjómi var fluttur frá Hnausi, hann var strokkaöur heima og s'mjörið sent til Reykjavíkur. Ég smalaði rollun- um kvölds og morgna, þess á milli gekk ég aö slætti og rakstri með fólkinu. Þarna voru við hey- vinnu húsbóndinn, einn kaupa- maður og þrjár kaupakonur. Töluvert mikið var hirt af heyi þetta sumar, því ágætis tíðarfar var, allt fram að réttum. Þaö sem mér er einna minnis- stæðast þetta sumar er í sam- bandi við áfengissölu húsbónd- ans. Um voriö þegar farið var úr Reykjavík austur í Flóa sat ég í hestvagni, sem var helsta flutn- ingstækið þá. Á vagninum var alls konar farangur til heimilis- þarfa og þar á meöal var kvart- tunna með brennivíni, og stærð- arkassi með rommflöskum. Um mitt sumar hélt héraðssamband ungmennafélaganna úti- skemmtun í Þjórsártúni. Þaráttu félögin geysimikinn íþróttavöll með upphlöðnum sætum allt í kring og ræöustól hlöðnum úr kekkjum, og á framhlið hans var setning úr geldingahnöppum svohljóðandi: “ (slandi allt“. Þetta þótti mér geysismekklegt og fallega frá gengið. Snemma sunnudagsmorgun var lagt af stað frá Hnausi með fyrrnef ndar birgðir af vínföngum og stansaö við Þjótanda, bæ sunnan við Þjórsá. Þar var Halldór búinn að fá leigt kjallaraherbergi sem sölubúö. Þar með hófust viðskiptin, sem stóðu fram eftir degi, eöa þartil allt var selt, og margir orðnir góðglaðir og blindfullir. Verst þótti mér að þurfa að vakta vín- búðina, ef Halldór þurfti að skreppa frá. Um haustið fór ég í Skeiðar- réttir ásamt nokkru af heimilis- fólkinu. Þangað var farið með töluverðan slatta af vínföngum, sem húsbóndinn seldi úr kró, sem síðar var dregið í, eða dilk, sem kallað var. Þar var ákaflega fjörug verslun og fékk hann tölu- vert af lömbum upp í viðskipti. Ýmsir hótuðu að kæra hann fyrir Camembert í ábæti með t.d. peru eða vínberjum gerir vel heppnaða máltíð fullkomna. Athugið að flestir vilja ostinn fullþroskaðan, en sumum þykir það hins vegar of mikið af því góða. Þroska Camemberts má stjórna með réttri geymslu. Lesið leiðbeiningarnar á umbúðunum. ostur er veizlukostur FAXI - 14

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.