Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 7

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 7
íþróttapistill KÖRFUBOLTI um, en vann síöan góðan sigur í þeim seinni. Vel gert, Keflavík. Smáhnykkur kom áflug Njarö víkinga, þegar Valur meö sinn risa, Pétur Guömundsson, sigr- aöi naumlega í skemmtilegri viö- ureign liöanna í Njarövík. Faxi hefur þó fulla trú á Suðurnesja- fnönnunum og Danny og telur að (slandsmeistaratitillinn í körfubolta komi nú loksins suö- ur fyrir Straum. í heild viröist Njarövíkurliðiö ekki eins gott og fyrr f vetur og er það eðlilegt. Meö slíkan töframann eins og Danny er, þá fara aðrir leikmenn ösjálfrátt að leita að honum á leikvellinum og gefa boltann til hans. Þess gerist alls ekki þörf, því aörir liösmenn eru flestir i landsliðsklassa og geta allir gert stóra hluti. Sem sagt, við óskum Njarðvíkingum til hamingju meö árangurinn fram til þessa, og áfram nú, Njarðvík. FRJÁLSAR (ÞRÓTTIR Fyrsta frjálsíþróttamótið var haldið í (þróttahúsi Keflavíkur, laugardaginn 31. jan. Keppt var í atrennulausum stökkum og uröu sigurvegarar þessir: Langstökk: Kári Jónsson, Self. 3.28 m Þrfstökk: Guöm. Nikuláss., Hvolsv. 9.46 m Hástökk: Elías Sveinsson, Árm. 1.60 m Langstökk kvenna: Helga Halldórsd., KR 2.71 m KNATTSPYRNA Mikill hugurer í Keflvíkingum í 2. deildinni. Hyggja þeir ástutta viödvöl þar. Guöni Kjartansson Danny Shouse hleypir af. Stökkkraftur hans er ótrúlega mikill. Keflvíkingar eru nú á toppn- um í 1. deildinni og hafa tapaö fveimur leikjum eins og Fram. Leikur liðsins gegn Fram hér í Keflavík var stórglæsilegur og unnu þeir með miklum yfirburö- um - 25 stigum. Um síöustu helgi |öru strákarnir til Akureyrar og léku tvo leiki við Þór. Þaö eralls ekki létt verk eins og kom lika á daginn. Til þess aö vinna Þór, sem er dágott lið, þá þarf aö ná toppleik. Bæöi er keppt við óvenjulegar aðstæöur í íþrótta- skemmunni og einnig hafa Ákureyringar mjög góöa heimadómara. öll liö reikna meö því fyrirfram að dómarar verði erfiöir og þar sem liö ÍBK er mjög ungt aö árum þá hafa þeir ekki þá leikreynslu sem til þarf til aö yfirvinna slíkt. Þess má geta aö meöalaldur liösins í Fram- !eiknum var 18.6 ár. Nú, Kefla- vík tapaöi fyrri leiknum eftir framlengingu meö tveimurstig- og Ástráöur Gunnarsson hafa tekiö aö sér þjálfun og er mikill fjöldi farinn aö æfa á fullu. Sama má segja um önnur knattspyrnu lið hér á Suöurnesjum, því í flestum bæjum er æft af miklu kappi. ÍÞRÓTTIR ALDRAÐRA Félag aldraöra hefur komið af staö íþróttaæfingum fyrir aldr- aða, bæöi í leikfimi og sundi. Er mikill áhugi meöal þessa hóps. Þetta sýnir aö íþróttir eru ekkert einkamál unga fólksins, heldur getur fólk á öllum aldri bæði haft gagn og ánægju af iðkun íþrótta. Við viljum til dæmis benda á, aö mjög þægilegt er fyrir fólk aö stunda létt trimm, bæði göngu og skokk, einnig er mjöq þægi- legt aö leika golf. I því sambandi vil ég segja frá kunningja minum frá Eskifiröi, sem byrjaöi aö leika golf fyrir3árum. Hann vinnuMO tíma á dag í vélsmiðju, en aö loknum vinnudegi fer hann út á golfvöll og leikur nokkrar holur meö kunningja sínum. Hann er nú 72 ára og sér bara eftir því aö hafa ekki byrjað fyrr. SKlÐI Nú er aöalskíöatíminn að fara í hönd. Sól hækkar á lofti og veðrið (vonandi) batnar. Mjög margir Suöurnesjabúar stunda þessa skemmtilegu íþrótt. Aöal- lega er fariö í Bláfjöll, en sveitar- félögin hér syöra eiga sinn þátt í aö gera þar hið besta útivistar- svæöi. Steindór Sigurösson hefur verið með rútuferöir viku- lega. Margt annað væri gaman aö fjalla um, en viö látum þetta nægja. Að lokum þetta: Allir út að TRIMMA. H.H. VEÐURSPÁR Framh. af 20. sföu að þá voru ekki vísindamenn farnir aö senda sínar veðurspár oft á daginn á hvert heimili. En eigi síður þá en nú var þörf fyrir fólkið að sjá eitthvað fram í tímann til veöurbreytinga og allt var þetta þeirra tíma leit að lausn á hinum torráðnu gátum veður- farsins, sem viö öll höfum veriö - og erum raunar enn - svo mjög háö. Þávar þaðráðtekiöernæst var og best mundi reynast, snúa sértil hinnar síbreytilegu lifandi náttúru, krefja hana sagna, hlusta á svörin, hyggja aö og halda því er sannast reyndist. Vafalaust hafa mörg hin fyrstu svör veriö torráðin, en áttu svo sína þroskaleiö gegnum árin í leitandi huga viturra manna, sem þeir svo eftirlétu sínum af- komendum þaö sannasta er þeir þekktu. Þannig gekk þetta frá manni til manns allt til okkar tíma. En þegar hinir hámenntuöu fræðingar komu til sögunnar þá hætta vel flestir - því miöur - að líta til veöurs, en hlusta bara á veðurspár frá „Eskihlíöar há- lendi", en einnig geta þær brugðist líka stundum. Ég tel ekki vansalaust hvaö lítið hefur verið skrifað um þennan þátt í lífssögu liðinna kynslóða, ekki ómerkari en hann er, því hvað sem segja má um óskeikulleika á veðurspám þeirra tíma, þá lýsir það vel þeirri athyglisgáfu er þjóðin var gæao og hinni þrotlausu leit aö hvers konar meöulum er fundin yröu til sigurs á hinum ýmsu erfiðleikum í baráttu við höfuð- skepnurnar, og þá einkum við veörið. Vafalaust hefur hin haröa lífsbarátta þjóðarinnar knúiö hana fram til átaka meö huga og hendi - og oft til sigurs - á þeim ótrúlegu erfiöleikum við mjög frumstæö skilyrði sem þjóðin þá bjó viö. SKÚLI MAGNÚSSON: Gamlar fréttir af Suðurnesjum Ég hef áöur birt i keflviskum blööum ýmsar gamlar heimildir varðandi héraðiö i heila og einnig Keflavík sérstaklega. Hafa heimildirnar birst i dag- blöðum á liðnum áratugum. Ef til vill finnst sumum þaö vera aö bera í bakkafullan lækinn aö endurprenta greinar þessar löngu síðar, oft oröréttar. En sannleikurinn er sá, að sú vitn- eskja sem kemurfram í þessum gömlu fréttaklausum getur oft komið að góðum notum siðar, þegar ritaö skal um ákveöiö mál- efni. Faxi hefur oft áöur birt gamlar blaöafréttir. Til dæmis úr tima- ritinu Ööni, sem út kom fyrr á þessari öld. íjólablaöi Faxa 1962 eru ýmsar greinar úr Óöni sem fengur er að, því Óöinn er afar fágætt rit, en vandaö yst sem 'innst, og því mjög eftirsótt af söfnurum og fræðimönnum. Hugmynd mín er sú, aö láta Faxa í té gamlar blaöafregnir af Suöurnesjum, og ennfremur aö fá birtar greinar eftir Suöur- nesjamenn, sem fengureraö, og hafa veriö prentaöar áöur. Allt fer þetta aö sjálfsögöu eftir rúmi blaösins hverju sinni. Viö könnun á ýmsum tímaritum hef ég rekist á stórmerkilegt efni frá Suðurnesjum, sem liggur flestum gleymt og kemur fáum aö notum ef á þarf að halda. Hér á eftir birtast nokkrar stuttar fréttir úr ísafold frá 1887. Sumar þessara frétta veröa end- ursagðar, aðrar birtar oröréttar. Skúll Magnússon [ fsafold, miövikudaginn 12. jan. 1887 birtist stutt fréttabréf, dags. í Reykjavík sama dag, þar sem fjallað er um aflabrögð og skiptapa. Segir þar að laugar- daginn 8. jan. hafi aflast á færi i Garðsjó ,,20-30 í hlut af stútung og vænum þyrsklingi", en varla vart á lóðir, hvorki þá né í næsta róöri á undan." Segir að á Suöurnesjum sé mikill áhugi fyrir að leggja niður línuveiöi, ,,oq góðar vonir um að þaö takist." iGrindavík og Höfn- um var líka fiskur þegar gaf. Þann 27. desember 1886, á þriðja í jólum, fórst bátur nærri lendingu við Kalmannstjörn í Höfnum. Fimm menn voru á bátnum og fórust þeir allir. Veö- ur var stillt en aftaka brim. Bát- urinn var að koma úr róðri. For- maðurinn var Elenórus Stefáns- son frá Kalmannstjörn. Framh. i næsta blaöi FAXI - 7

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.