Faxi - 01.09.1993, Side 3
^ak'iiu^urliciiiiili viií>
Eeftavíknrkirkjn
Eins og kunnugt er verður kosið um livort
byggt skuli safnaðarheimili við
Keflavíkurkirkju í væntanlegum
kosningum |iann 20. nóvember n.k. Var
]iað gert að ósk bæjarstjórnar Keflavíkur
scm taldi eðlilegt að bæjarbúar gætu látið í
Ijós skoðun sína á fyrirhuguðu
safnaðarheimili við Keflavíkurkirkju.
Verður í þessari grein sagt frá tilurð
jieirrar hugmyndar að stefna að byggingu
safnaðarheimilis á kirkjulóðinni, þeirri
vinnu sent unnin hefur verið hingað til og
stíktu málsins í dag.
Aðdragandi
Eins og öllum íbúum Keflavíkur er
kunnugt er núverandi safnaðarheimili,
Kirkjulundur. löngu orðið of lítið undir þá
starfsemi sem því er ætlað og orðin brýn
þörf á að bæta þar úr. Hefur
sóknarnefndarfólk á liðnum árum hugsað
mikið um þessi mál og talið kominn tíma til
að Ituga að byggingu varanlegrar aðstöðu
fyrir safnaðarstarf. Keflavíkursöfnuður
telur nú hátt í átta þúsund manns og er einn
stærsti söfnuður landsins.
Það var á fundi sóknarnefndar þantt 10.
desember 1990 sem skipað var í
undirbúningsnefnd um byggingu
safnaðarheimilisins. Var nefndin skipuð 7
mönnum sem bæði voru í sóknarnefnd,
kirkjukór og utanað komandi. Guðmundur
Björnsson verkfræðingur var Ibrmaður og
aðrir nefndarmenn voru Kjartan Már
Kjartansson, Sævar Reynisson, Birgir
Guðnason, Steinn Erlingsson, Asta
Arnadóttir og Arni V. Arnason. í mörg ár
hafði verið hugsað fyrir því að væntanlegt
safnaðarheimili myndi rísa á
Skjaldarlóðinni við lilið Kirkjulundar og má
segja að sú hugmynd hafi verið
útgangspunktur á fyrsta fundi nefndarinnar.
Þegar nefndin fór að kynna sér þá þróun í
hugmyndum að nútíma safnarstarfi sem nú
eru uppi og þau safnaðarheimili sem byggð
hafa verið á síðustu árum, kom fram að
ríkari tilhneigingar en áður gætti til að
tetigja byggingarnar við kirkjurnar. Með
þessu móti fæst fram ein stór heild sem öll
tengist þessu kirkjulega starfi sem í dag
fellst ekki einungis í athöfnum í kirkjunni
sjálfri. Það hefur orðið æ algengara á
síðustu árum að jarðarfarir hafi verið svo
tjölmennar að kirkjan og Kirkjulundur eru
þéttsetin og einnig kemur fyrir að rútubílar
eru hafðir fyrir utan kirkjuna til viðbótar.
Flest þau safnaðarheimili sem byggð hafa
verið á liðnum árum hafa verið tengd við
kirkjurnar ef þess hefur verið kostur og hafa
menn lagt í tniklar framkvæmdir til að geta
komið því við, eins og á Akureyri þar sem
safnaðarheimilið er niðurgrafið við Itlið
kirkjunnar þar er ekki var lóðatpláss. Eftir
marga fundi og rækilegar umræður urðu
allir nefndarmenn sammála um að skyn-
samlegast yrði að byggja safnaðarheimili á
kirkjulóðinni og tengjá húsið kirkjunni.
I greinargerð undirbúningsnefndar var
gengið út frá eftirfarandi forsendum um
safnaðarheimilið:
1. Byggt verði hús setn þjónað getur
hvers kyns safnaðarstartl sem nú tíðkast. 1
því verði vinnuaðstaða fyrir presta og aðra
starfsmenn kirkjunnar Kennsluaðstaða fyrir
fermingarundirbúning, sunnudagaskóla,
kóræftngar og ýmiskonar félagsstarf. Salur
fyrir 300-400 manns sem nýst gæti við
stórar athafnir, hljómleika,
myndlistasýningar og félagsstarf ungra sem
aldraðra.
2. Safnaðarheimilið verði hægt að nýta
sem viðbót við kirkjuna við fjölmennar
athafnir og hægt verði að flytja þangað mál
og mynd úr kirkjunni. Talið er mikilvægt
að hægt sé að ganga í kirkjuna og „flytja"
þaðan með sér mynd og stemningu
athafnarinnar í tengdan hliðarsal þar sem
með nútímatækni væri liægt að flytja
athöfnina yftr.
3. Þess verði vandlega gætt að útlit
hússins raski sem minnst umhverfi
kirkjunnar og taki tillit til og verndi úllit
kirkjunnar eins og hægt er.
4. Byggð verði lítil kapella fyrir 30-40
manns.
Samkeppni um hönnun
safnaðarheimilis
I framhaldi af nefndaráliti
undirbúningsnefndar fór fram samkeppni
meðal 5 arkitekta undir stjórn
Arkiteklalelags Islands. Af þessum 5
arkitektum voru 2 frá Keflavík. Sú tillaga
sem dómnefnd valdi var eftir arkitektana
Helgu Benediktsdóttur, Elínu Kjartans-
dóttur og Harald Örn Jónsson. Sóknar-
nefnd samþykkt lillögu dómnefndar og
skipaði í byggingarnefnd. I henni eiga sæti
Sævar Reynisson formaður, Sigurður
Garðarsson og Kristján Hansson. Gekk
nefndin lil samninga við arkitekta um
hönnun byggingarinnar og bófst hönnun í
janúar 1992. A haustmánuðum 1992 voru
byggingarnefndarteikningar að mestu
tilbúnar.
Allan þann tíma sem unnið hefur verið
að þessu verkefni hefur verið haft samband
við alla þá aðila sem talið hefur verið að
málið varðaði á hverju stigi. Undir-
búningsnefndin liafði samráð við
húsafriðunarnefnd ríkisins. skipulagsnefnd
Keflavíkur, bæjarstjórn, bæjarráð og
byggingarnefnd og kynnti þessum aðilum
verkefnið. Byggingamefndin hefur haldið
þessu samráði og upplýsingarstarfi áfram.
Formaður skipulagsnefndar Kefiavíkur sat í
dómnefnd í arkitektasamkeppninni og hefur
verið byggingarnefnd til ráðgjafar allan
tímann um framvindu málsins.
Arkitektar hafa hannað nýtt anddyri á
kirkjuna og hefur byggingarnefnd fengið þá
breytingu samþykkta hjá húsafriðunamefnd
ríkisins eins og allar teikningar af
safnaðarheimilinu. Kefiavíkurkirkja er það
gömul að hún fellur undir lög um
húsaverndun og má ekki breyta henni án
samþykkis húsafriðunamefndar ríkisins.
Mjög mikilvægt er að vandað sé til
hönnunar umhverfis kirkjunnar og
safnaðarheimilisins. Gera þarf fleiri
bfiastæði en nú eru og er gert ráð fyrir að
bfiastæði verði gerð meðfram boganum á
Kirkjuteig. Einnig skapast miklir
möguleikar á fjölgun bílastæða á
Skjaldarlóðinni. A ekki að þurfa að hafa
áhyggjur af þeim málum í framtíðinni.
Miklir möguleikar eru á kirkjulóðinni sjálfri
en hún verður skv. teikningum arkitekta alls
nýtt 22% eftir að safnaðarheimilið er risið.
Það þýðir að 78% af lóðinni verða eftir til
skipulagningar undir vistlegt umhverfi
þessatra bygginga. Fyrirhugað er að hanna
lóðina þannig að hún verði aðlaðandi fyrir
gangandi vegfarendur og til útivistar. Gert
er ráð fyrir tjörn. trjálundum. blómabeðum
og göngustígum. Er byggingarnefnd þess
fullviss að þetta svæði verði mun meira nýtt
til útivistar eftir þessar breytingar en nú er.
Deilur um saiuaðarheimilið
Eins og gera má ráð fyrir þegar eins
róttæk tillaga eins og hugmynd um
byggingu safnaðarheimilis á kirkjulóðinni
kemur fram, eru skiptar skoðanir á henni.
Það er eðlilegt að fyrstu viðbrögð manna
séu að ekki megi Itrófla við kirkjulóðinni og
liinum fallega boga sem Kirkjuteigurinn er.
Það satna stóð undirbúningsnefndin frammi
fyrir í byrjun. En það hefur nú þróast
þannig að allir setn komið hafa nærri þeirri
vinnu sem búið er að leggja í hafa orðið
sammála um að þetta sé rétta leiðin og muni
á engan hátt skemma það fallega umhverfi
sem kirkjuna nú umlykur. nema síður sé.
Með þessari staðsetningu fást margir
möguleikar á notagildi sem ekki fengjust
með staðsetningu á Skjaldarlóðinni, eða
öðram stöðum tjairi kirkjunni. Menna hafa
bent á að form kirkjutúnsins sé fallegt og
hafa menn þá fyrir sér loftmyndir sem
teknar eru á góðviðrisdögum. Slíkt
sjónarhorn sjá menn ekki nema úr loft.
Enginn hluti væntanlegrar byggingar nær
yfir kirkjuskipið og mestur liluti
byggingarinnar er mun lægri. Eins og áður
hefur komið fram er heildarnýting
lóðarinnar eftir byggingu hússins ekki nema
22% og er því mikið svæði til
skipulagningar fyrir fallegt umhverfi. en
lóðin er alls tæpir (i(XX) fermetrar.
Líl<an í Sparisjóðnum í
Keflavík
Arkitektar safnaðarheimilisins hafa gert
mjög vandað líkan af safnaðarheimilinu,
kirkjunni og kirkjulóðinni og sjást þar mjög
vel öll hlutfóll og stærðir. Líkaninu er nú
stillt upp í Sparisjóðnum í Keflavík. Hvetur
byggingarnefndin Keflvíkinga eindregið til
að skoða líkanið vandlega.
Nidurlag
Það er einlæg sannfæring allra þeirra
sem að þessari byggingu standa að
safnaðarheimili Keflavíkurkirkju verði
glæsileg bygging sem verði Ketlavík til
sóma. Þarna skapast aðstæður til
safnaðarstarfs sem ekki liafa verið
möguleikar til áður eins og öflugt
unglingastarf og ellimálastarf. Hjá þeim
aðilum sem að kirkjunni standa er ekki
áhugi á að byggja safnaðarheimili á
Skjaldarlóðinni vegna þess óhagræðis sem
slíkri byggingu fylgir vegna fjarlægðar við
kirkjuna. Er ekki ósennilegt að ef ekki
kemur til þessarar byggingar verði beðið
með framkvæmdir uns ný kirkja verði
byggð. en gert er ráð fyrir henni í skipulagi
íbúðarhvetfis á Bergi í framtíðinni.
Byggingamefnd safnaðrhehnilis við
Keilavíkurkirkju.
Líkan af verðlaunahugmynd um safnaðarheimili. Ljósm. Heimir.
FAXI 131