Faxi

Årgang

Faxi - 01.09.1993, Side 28

Faxi - 01.09.1993, Side 28
Stekkjarkotssögnr II — af Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Magnúsi Gíslasyni. Isíðasta tölublaði Faxa var lýst aðdraganda að uppbyggingu Stekkjarkots og nágrenni þess á Fitjum í Njarðvík ásamt sögunni af fyrstu ábúendunum, þeim heiðurhjónum Jóni Gunnlaugssyni og Rósu Ásgrímsdóttur. Eftir að búsetu þeirra lauk þar árið 1887 liðu u.þ.b. 30 ár þar til búseta hófst þar á ný. Víkur nú sögunni að þeim hjónum lngibjörgu GuðmundsdóUur og Magnúsi Gíslasyni. Árið 1917 flutti Ingibjörg í Stekkjarkot. Kom hún sjóðleiðina frá Hafnarfirði á árabát með böm þeirra hjóna þau Alexander Lúðvík 6 ára, Gísla Björgvin 12 ára og Steinunni um tvítugt. Magnús, maður hennar, stundaði sjó og var á bát sem var gerður út frá Reykjavík og var til húsa á Þingholtsstræti 26. Nú hafði enginn búið í Stekkjarkoti frá því Jón og Rósa fluttu þaðan eða í um 30 ár. Aðkoman mun ekki hafa verið gæfuleg því kotið var í niðurníðslu og þurfti algjörrar endutTeisnar við. Meðan á uppbyggingunni stóð, fékk fjölskyldan að búa í fjárhúsinu í Tjamarkoti í Innri-Njarðvík, en aðstöðu til að elda fékk Ingibjörg í útieldhúsinu í Akri þar skammt frá. Ingibjörg var talin dugnaðar og sóma kona og var jafnan kölluð Imba í Stekk. Hún taldi ekki eftir sér að sækja björg í bú og reri stundum sjálf til fiskjar. Imba var góðum hæfileikum gædd og sérstaklega hjálpsöm. Oft var hún kölluð til sjúklinga og líknaði þeim. Állu því margir henni gott að gjalda. Steinunn, dóttir Ingibjargar og Magnús- ar, bjó í Stekkjarkoti ásamt manni sínum, Sigurði Böðvarssyni, sjómanni. Þar eign- uðust þau sitt fyrsta barn, Guðmund, árið 1920. Á þessum tíma eru því tvær fjöl- skyldur búandi í Stekkjarkoti. María, systir Steinunnar, bjó í Reykjavík og starfaði sem vinnukona á þessum tíma. Fjölskyldan lifði á sjósókn. Matar- kosturinn var fábreytilegur. Lifðu þau aðallega á trosi, þ.e. fiskihausum og þynnildum, fuglakjöti, eggjum og skarfakáli. einnig fengu þau mjólk og aðrar nauðsynjar í vöruskiptum fyrir fiskinn. Imba var með hænsni og sjást enn rústimar af hænsnakofanum sem hún lét smíða rétt austan við kotið. Mikill gestagangur var í Stekkjarkoti enda ysta býlið í Innri-Njarðvíkurhverfinu, bærinn í alfaraleið og rétt ofan við þjóðleiðina (gamla Suðurnesjaveginn). Á þessum tíma gengu börnin í Njarðvík til skóla í Keflavík og komu þá börn úr innra hverfinu við í Stekkjarkoti. Urðu þau samferða á göngu sinni í skólann yfir Fitjar sem oft á tíðum votxt erfiðar yfirferðar. Þann tíma sem fjölskyldan bjó í Stekkjarkoti missti Imba föður sinn og Magnús, eiginmaður hennar, veiktist og var lagður á sjúkrahús. Ágústa Sigurjónsdóttir, þá ung og hressileg heimasæta í Akri, reyndist Imbu mikil uppörvun og hjálp á þessum erfiðleikatímum og svaf hún til fóta í rúminu hjá Imbu í útieldhúsinu, þar sem þrengsli voru mikil í baðstofunni. Samanborið við aðstæður í dag, hefur aðbúnaður verið vægast sagt frumlegur þó ekki sé nema mannsaldur síðan. Eftir að maður Imbu var orðinn sjúklingur, flutti hún til Keflavíkur með fjölskylduna. Hinn landskynni, keflvíksi söngvari, Einar Júlíusson, segir svo frá að hann muni vel eftir Imbu eftir að hún flutti til Keflavíkur. Sat hann oft hjá henni í Pálshúsi (það hús stóð á horninu á Klapparstíg og Túngötu) þegar hún var að spinna á rokkinn. Söng hann þá jafnvel fyrir hana. Má segja að hann hafi sungið sig inn í fjölskylduna, því seinna gekk hann að eiga dótturdóttur Maríu Magnúsdóttur, eða langömmubarn Imbu, Olöfu Hafdísi Ragnarsdóttur. Giftu þau sig í Innri- Njarðvíkurkirkju þann 26. nóvember 1966. Við uppbyggingu Stekkjarkots nú var m.a. stuðst við líkan af kotinu sem Gísli Björgvin smíðaði en hann var mikill og góður handverksmaður. Til dæmis er líkan af Garðskagavita sem hann smíðaði til í eigu margra Suðumesjamanna. Magnús lést 4. feb. 1924 en Imba lifði mann sinn í 39 ár og lést 13. feb. 1963. Þau hjónin voru jarðsett í kirkjugarðinum í Innri-Njarðvík. Ingibjörg Guðmundsdóttir »g Magnús Gíslason ÞAKKARA VARP Hjartcins þakklœti fœri ég öllum Þeim er heiðruðu mig nírœðan með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll, leiði og verndi. Karvel Ögmundsson Bjargi, Ytri-Njarðvík. SókabúÍ KefitaVíkur Bók mánaðarins 30% afsláttur papi'oni: hf. Brekkustfg 39 - 260 Njarðvik - Sími 92-14388 - Fax 92-15266 - Kt. 490588-2139 - Vsk. 9129 156 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.